Vikan


Vikan - 19.02.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 19.02.1970, Blaðsíða 4
Y 9 k u 3IÐAI* lÍÐAS' '1 Sá sem er rýr í nœgtunum, verður dýr í skortinum. íslenzkur málsháttur. 0 fólk í fréttunum Ekki alls fyrir löngu var haldin mikil skemmtun í New York, til ágóða fyrir nýtt sjúkrahús sem verið er að byggja í Washington í minningu Dwight D. Eisen- howers, fyrrum Bandaríkjaforseta. Að- göngumiðinn kostaði 1000 dollara, eða 88.000 íslenzkar krónur, og gestirnir voru um 1500 talsins. Heiðursgestur kvöldsins var Mame Eisenhower, ekkja hins látna forseta, og henni til heiðurs sungu gestirn- ir með Ray Bolger. „Once in Love With Mamie“. Meðal annarra gesta voru Arn- old Palmer, Raquel Welch, Nelson Rockefeller og frú og Terence Cooke, kardináli í New York. Skemmtikraftar kvöldsins voru þeir Bob Hope og góðvinur okkar frá í sumar, Bing Crosby, sem sungu og dönsuðu rétt eins og í gamla daga. Sögðu þeir meðal annars nokkra góða brandara, eins og þann að Cooke kardináli væri nú á vinsældalistanum með lagið „Those Wedding Bells Are Breaking Up That Old Gang of Mine“. En beztar undirtektir fékk þó þessi: -— Spiro (Agnew, varaforseti) þvældist um í þrjá daga og talaði um hversu undarlegir hlutirnir væri, áður en hann komst að því að hann var hérna í Bandaríkjunum. Varla þarf að taka fram að þetta átti við víðfræga Asíuferð varaforsetans. — Er hann ekki myndarlegur? hvíslaði ein konan, þegar Charles Manson, morð- ingi Sharon Tate og vina hennar, var leiddur inn í réttarsal í Kaliforníu — skegglaus! — Drottinn minn dýri, bætti hún svo við, — ég læt rétt eins og stúlk- urnar hans! Manson hefur neitað að þiggja aðstoð lögfræðinga og lætur illa í réttarsalnum. Hann æpir að dómurunum og heimtar að ákæran verði látin niður falla. — Það eina sem þið getið sannað er að ég syng, leik á gítar og geri fólk hamingjusamt! — Lögfræðingurinn sem ver sjálfan sig, sagði dómarinn, George M. Dell, — getur gengið út frá því sem vísu að skjólstæðingur hans er fífl. Og nýlega kom til okkar maður, þekktur hér í eina tíð af dægur- lagasöng fyrir íslenzka táninga, og tilkynnti að Manson og Tex (einn úr hópnum) hefðu verið hér árið 1967, og hefði Manson meira að segja farið í síld á Seyðisfirði. Ekki tókst okkur þó að fá þessa frétt staðfesta. Við minntumst á Bob Hope áðan og hér kemur ein af sögunum hans, sem hann segir gjarnan í Suðurríkjunum: „Á þeim gömlu, góðu dögum í Texas, þegar siðmenningin var ekki enn komin þangað, var prestur nokkur að halda þrumandi ræðu í lítilli kirkju. Hann hrópaði yfir söfnuðinn: „Kæru börn, hvert ykkar getur með sanni sagt, að það eigi enga óvini?“ — Samstundis stóð hinn þrekvaxni Mac upp afstast í kirkjunni og sagði: „Það get ég!“ — „Ertu nú alveg viss um, að þú eigir engan óvin, Mac?“ — „Já, það megið þér bóka, prestur sæll, því að ég er fyrir löngu búinn að skjóta þá alla.“ Kóngurinn og kórónan f bandarískum blöðum var eitt sinn sögð eftirfarandi saga frá heimsókn dönsku konungshjón- anna í New York, sem þá var nýafstaðin: Kóngurinn og drottningin voru stödd í Central Park og Victor Borge las ævintýri við styttu H. C. Andersens. Skyndilega tróð lítill strákur sér fram fyrir kónginn og spurði: — Heyrðu, kóngur. Ég hélt að allir kóngar væru með kórónu. Hvar er þín kóróna? Kóngurinn skýrði drengnum frá því, að hann bæri kórónuna aðeins við sérstaklega hátíðleg tækifæri. Þegar drengurinn hafði heyrt þetta, hristi hann höfuðið og sagði: — Þetta skil ég nú ekki. Manrnia sagði einmitt, að þetta væri alveg sérstakt tækifæri, og þess vegna yrði hún að þvo mér tvisvar í eyrunum. Pabbi sagði mér aldrei neitt um kynferðismál. Hann talaði bara við mig um býflugur og fuglana, og það endaði með því, að ég trúlofaðist gæs. STUTT OG LAG- GOTT Til þess að vera hamingju- samur í einkalífinu þurfa menn að hafa haft augun galopin fyrir hfónabandið, en hálflokuð upp frá því. Oswald var ekki einn um Kennedy-morSiS í mörg ár hefur saksóknarinn í New Orleans, Jim Garrison, unnið af fullum krafti við að sanna að morðið á John F. Kennedy hafi verið samsæri, og að það hafi ekki verið Lee H. Oswald sem skaut dauðaskotinu. Og nú hefur Garrison fengið ó- vænta aðstoð. í nýútkominn bók eftir Jesse Curry, fyrverandi lögreglustjóra í Dallas. segir meðal annars: — Eg efast um að Oswald hafi verið einn um þetta. Og það er staðreynd að það var skotið fleiri skotum heldur en bara þeim sem komu úr byssu Os- walds. Niðurstöður Warren- nefndarinnar eru því rangar! Curry sagði starfi sínu sem lögreglustjóri Dallas-borgar lausu þremur árum eftir morðið, þann 23. nóvember árið 1963. Hann hefur aldrei fyrr gefið út neinar yfirlýsingar um skoðanir sínar á morðinu en leysir heldur betur frá skjóðunni í bók sinni. Þar segir hann meðal annars að að vísu hafi fingraför Oswalds fundist á vopninu er fannst í bókageymslunni. en ekkert áreiðanlegt vitni hafi séð Oswald skjóta af rifflinum ítalska. Og Oswald hafði ekkert sagt er hann var skotinn, á leið til yfirheyrslu af Jack Ruby. Framburður lögreglustjórans fyrrverandi þykir örlítið þyngri á metunum en réttarhöld Garri- sons, sem margir háttsettir póli- tíkusar þar vestra hafa kallað „sirkus“! Washington hefur margoft skipað honum að hætta við allar rannsóknir í sambandi við morðið, þar sem Warren- skýrslan sé sannleikanum sam- kvæm, en Garrison hefur unnið þess heit að hætta ekki fyrr en sannleikurinn hafi komið í Ijós -— allur sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn. 4 VIKAN 8 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.