Vikan


Vikan - 19.02.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 19.02.1970, Blaðsíða 13
SMÁSAGA FRÁ PARÍS EFTIR JOHN ADAMS ar þínar, ef þú elskar guð“. É'g sagði það í hugsunarleysi. Medina hló. Afsakið, sagði hann. Ég er dauðþreyttur. Taug- ar mínar eru eins og fiðlustreng- ir. En ég mun vinna verðlaunin — ég, Emanuele Silva de Med- ina. — Fyrstu verðlaun á sýn- ingunni, sagði hann brosandi. — Þú mátt ekki gleyma Pétri B., sagði ég. Og við vissum allir, að það var aðeins um þessa tvo menn að ræða, því að þeir voru risarnir meðal ungu málaranna. — Hefurðu séð mjmdina haris Don? — Já, sagði hann. Hún er ekki fullgerð. Hún verður aldrei..,. Hann þagnaði skyndilega og bætti svo við eftir nokkra þögn . . . eins góð og mín. Rétt í þessu kallaði Chicot frá glugganum: -v- Komið þið, horfið á him- ininn, hvernig hann logar. Sólin var gengin til viðar eins og alheimur. Sjóninni verður ekki með orðum lýst. Við geng- um að glugganum, Spánverjinn og ég. — Stórkostlegt, muldraði Chi- cot. — f sveitinni minni segir fólk, að þetta viti á morð eða slysfarir. — Fífl! hrópaði Medina reiði- lega. Það eru drýgð morð á hverjum degi. — Það er mörg heimskan sögð í sveitinni, sagði ég. Allt í einu rétti Spánverjinn upp fingurinn: — Bíðið við! Hlustið! Kvöldblöðin voru að koma upp frá Bouleward de Clichy. Við heyrðum köllin nálgast, hás og óstöðvandi, eins og í hræfuglum, sem finna nálykt. — Hvað er það. sem þeir hrópa? Hvað eru þeir að hrópa? spurði Spánverjinn og teygði sig út úr glugganum. Chicot dró hann til baka. — Komdu, sagði hann. Mig langar ekkert til að hirða þig upp af gangstéttinni þarna niðri. Blöðin? Það er einhver glæpa- maður, sem hefur myrt lögreglu- þjón, ef mig grunar rétt. Við fórum allir inn í herberg- ið og settumst niður. Medina vafði órólegur aðra sígarettu. Það var eins og við værum að bíða eftir einhverju — einhverju Framhald á bls. 33. s. tbi. VJKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.