Vikan


Vikan - 19.02.1970, Blaðsíða 9

Vikan - 19.02.1970, Blaðsíða 9
Fimm fastagestir í kaffinu á Borg- inni: Sigurður Benediktsson, upp- boöshaldari, Geir Zoega, forstjóri. Baldur Andrésson, tónskáld, Árni Pálsson, verkfræðingur og Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari. Eigendur Herradeildar PÓ eru tíðir gestir: Pétur Sigurðsson og Ólafur Maríusson. Það eru ekki eingöngu karlmenn sem fá sér kaffi á Borginni. Á þessari mynd eru frú Margrét Gíslason, kona Ólafs Gíslasonar stórkaupmanns, og ekkja Stefáns Stefánssonar frá Fagra- skógi. Vrrfy.ý/. f' MA.RGIR KUNNIR Reykvíkingar hafa fyrir sið að fá sér kaffi á Borginni. Sumir eru þar nán- ast fastagestir, koma þar saman daglega til að spjalla saman um daginn og veginn. Á þessari síðu sjáum við nokkra þeirra, en myndirnar voru teknar 18. janúar sl., en þá átti Hótel Borg 40 ára afmæli. Árið 1930 var mikið merkisár í sögu þjóð- arinnar eins og kunnugt er. Þúsund ár voru liðin frá stofnun alþingis, og framundan voru mikil hátíðahöld og gestakoma til landsins meiri en nokkru sinni fyrr. En sá var ljóður á ráði lítillar og fátækrar þjóðar, að hún var þess vanbúin að taka á móti og hýsa fjölda er- lendra fyrirmanna, þar sem ekkert hótel hafði verið byggt. Enginn var sá aðili hér á landi, sem taldi sig þess umkominn að standa undir slíkri stórframkvæmd fjárhagslega. Þá varð það til bjargar sóma lands og þjóðar, að Jóhannes Jósefsson, glímukappi, sem dvalizt hafði með framandi þjóðum um árabil, getið sér frægðar og frama og nokkurs fjár, kom heim og leysti þenfnan vanda. Vjafalaust má telja byggingu Hótel Borgar á þeim tíma með mestu fram- kvæmdum, sem ráðizt hafði verið í af einstak- lingi hér á landi. Aðalteikningin af húsinu var gerð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins. Hótel Borg mun hafa kostað með öllu innbúi 1930 kr. 1,3 milljónir og til að átta sig á þeirri fjárhæð má geta þess, að þá var verð á miðdegisverði kr. 2.50. Hótelið var opnað með dansleik Nýársklúbbsins að kvöldi 18. jan- úar 1930, en daginn eftir var það opnað al- menningi, og síðan hefur Hótel Borg verið ná- tengt félags og menningarlífi Reykjavíkur og landsins alls. Hinn 1. janúar 1960 seldi Jóhann- es Jósefsson Hótel Borg, samnefndu hlutafélagi, sem rekið hefur hótelið síðan. í I»að er oft glatt á hjalla og fjörugar umræður yfir kaffibollanum: Talið frá vinstri: Jóhann Eyjólfsson, Pétur Einarsson, Eiríkur Helgason, Pétur Guðjónsson, Sverrir Bernhöft og Sveinn Kjarval. Friðrik Guðjónsson frá Siglufirði ræðir við kunningja sinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.