Vikan - 06.08.1970, Síða 16
SMÁSAGA
EFTIR
KAREN BRASEN
LESTIN frá Madrid nam staðar fyrir fram-
an stöðina klukkan tvö um nóttina og blés
síðustu stununa. Hún var komin að landa-
mærastöðinni, og spánsku tollverðirnir stigu
út og við tóku nokkrir Frakkar, sem litu
lauslega á vegabréfin og þrykktu syfiulega
skáhöllum stimplunum einhvers staðar á
pappírinn. Lestarpallurinn var illa upplýst
ur með tveimur gulum kolbogaljósum.
Daníel slö skinnkraganum upp yfir eyr-
un og lét sig aftur síga í skotið sitt. Hann
þráði góðu, þægilegu íbúðina sína í París,
heitt bað og rúmið sitt. Það hafði verið ó-
gerningur að ná í svefnvagn, því að hann
hafði ákveðið heimförina svo skyndilega. En
kannski, hugsaði hann, gæti hann mútað
svefnvagnsstjóranum til þess að láta sig fá
koju.
Hann opnaði augun til hálfs og sá, að
kona var komin inn í klefann til hans. Hún
settist gegnt honum í hinu horninu, stíf í
baki, eins og hún væri að bíða eftir ein-
hverjum. Hún var þreytuleg að sjá, og Daní-
el þótti einkennilegt, að hún gæti haldið sér
svona beinni í baki. Hún var klædd í ljós-
brúnan frakka, með brúna hanzka og skó.
Andlitið var langleitt og ögn of fölt, og eini
liturinn, sem maður tók eftir á henni var
sólgulur ullarklútur með svörtu ullarkögri,
sem hún hafði bundið um höfuðið. Hárið á
henni sá hann ekki. Við hlið hennar stóð lít-
il ferðataska úr dökkbláu lérefti með brún-
um leðurröndum. Hún var mjög snjáð, og
það var ekkert nafnspjald á henni.
Daníel lokaði aftur augunum. Lestin fór
aí stað með hnykk og ók hægt burt frá stöð-
inni, — hálfmyrkur brautarpallurinn hvarf
í dimmuna. í sama bili heyrði hann konuna
á móti sér andvarpa.
Þetta var einkennilegt andvarp, sem kom
Daníel til að opna augun á ný. Ósjálfrátt
andvarp, eins og fullt þakklætis, og tein-
rétta veran andspænis honum seig nú skyndi-
lega niður í stólinn eins og örmagna.
Hún hefur verið hrædd, flaug honum i
hug, og það var ekki fyrr en lestin fór af
stað, að hún var úr allri hættu. Hann horfði
á hana taka af sér hanzkann ofurhægt. Hún
var með fallegar hendur án nokkurs skrauts.
Þá hneppti hún frá sér frakkanum, og í ljós
kom gul ullarskyrta í sama lit og klúturinn,
pilsið var gljáandi svart, og hún var ennþá
grennri en hann hafði gert ráð fyrir í fyrstu.
Síðan lyfti hún handleggjunum og strauk
með báðum höndum gula klútinn niður á
hálsinn. Hún var með fallegasta rauðgullna
hár, sem hann minntist að hafa séð á nokk-
urri konu fyrr. Það var stuttklippt með
þéttri hálfbylgju rétt yfir boglaga, dökkum
brúnum. Hún var í mesta lagi átján ára,
hugsaði hann.
Hún sá skyndilega, að hann var að horfa
á hana, og hún lét strax hendurnar falla í
skaut sér, eins og hlýðið barn. Hann starði
hugfanginn í augu hennar, sem minntu hann
á svartar fjólur í hálfrökkrinu.
Daníel fór hjá sér. Hann var ekki vanur
að glápa á fólk, en síðan hann fór frá Mad-
rid hafði hann verið einn í klefanum, og
auk þess var eitthvað mjög heillandi við
þessa ungu stúlku. Honum virtist hún vera
á flótta frá einhverri óþekktri hættu og væri
því tortryggin í garð allra, sem nálægt henni
komu.
Daníel lokaði augunum og þóttist sofa, en
hann gat ekki hætt að hugsa um hana. Hún
bað hann um hjálp, en þögul ósk hennar
um að fá að vera í friði, kveikti forvitni
hans. Hann heyrði hana fitla við lásinn á
Hún bað hann um hjálp,
en þögul ósk hennar um að fá
að vera í friði kveikti
forvitni hans. Hann heyrði
hana fitla við lásinn á
tösku sinni í hálfrökkrinu og
loka honum aftur, þar til
allt varð hljótt. Var hún
sofandi? Hann gauttil hennar
augunum....
1() VIKAN 32 tbl