Vikan


Vikan - 06.08.1970, Side 23

Vikan - 06.08.1970, Side 23
— Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af mér, sagði ég. — Ég hef lítið af herra Nicholas og frúnni að segja, svo vanda- mál þeirra snerta mig ekki svo mjög. Ég gekk niður og sótti það sem mig vanhagaði um fram í eldhúsið, ég vildi ekki láta frú Danby geta sagt að hún þyrfti að þjóna mér. Ég skildi ástand- ið þannig, að Savalle hefði ver- ið erfið í umgengni, síðan Cher- yl dó. Hefði ekki verið betra fyrir mæðginin að láta hana leita læknis, heldur en að slá því föstu að hún væri erfið? sagði ég við sjálfa mig. Bíll frú Mede var léttur og þægilegur. Ég ók honum út úr bílskúrnum og var reiðubúin tíu mínútum fyrir tíu. Savalle kom út, klædd sama pokakjólnum og kvöldið áður. Hún var mjög elskuleg við mig, talaði hratt og ákaft. Þegar tengdamóðir hennar kom út, varð hún hljóð, og sýndi eldri konunni mikla virðingu. Frú Mede var samt eins og á verði, og hún sagði fátt við Savalle meðan við ókum út úr Seabridge og meðfram ströndinni. Ég var dálítið smeyk við þessa ferð til Maybridge, var hrædd um að hitta einhvern sem þekkti mig. Frá bílastæðinu þar sem ég kom bílnum fyrir sá ég hið risa- stóra verzlunarhús stjúpföður míns, og ég fann hve skoplegt þetta var. — Ég þarf að fara til tann- læknis, sagði Savalle, — og svo á ég tíma á hárgreiðslustofu. — Ég fer aftur heim klukkan þrjú, sagði Mede snöggt. Savalle lofaði að vera þá kom- in, og við gengum allar saman út að götuhorninu. Þar ók bíll framhjá okkur, sem snarhemlaði og maður stökk út. — Serena! sagði Stuart Kim- berley. Frú Mede gekk nokkur skref áfram og fór að skoða í búðarglugga, en Savalle stóð kyrr, hálfhikandi, svo ég gat ekki annað en kynnt þau hvort fyrir öðru. Savalle brosti, og það var inni- legt bros, það fyrsta sem ég hafði séð ljóma á andliti henn- ar. Þetta bros gerbreytti svip hennar. — Þér hafið ekið upp á tvær gular rendur! sagði hún glað- lega við Stuart. — Já, ég fæ líklega sekt. Hann leit á mig. Savalle skildi hvað hann átti við og gekk áfram. Stuart starði á eftir henni. — Hún er sérkennileg, — hún gæti verið ljómandi lagleg, held ég. Jæja, vina mín? Og hann beindi allri athygli sinni að mér. — Ég hef saknað þín! Hvenær ætlarðu að hætta þessum kjána- skap og koma heim? — Eftir þrjá mánuði, sagði ég ákveðin. Hann heyrði til þeirri tilveru, sem ég hafði horfið frá fyrir tveim dögum, og mér fannst það næsta óraunverulegt. Ég var glöð yfir því að hitta Stuart, og einhvern tíma í framtíðinni myndi ég líklega giftast honum. — Ó, Serena. sagði hann. — Ég er svo ástfanginn af þér, en hvað gagnar það mér. Hann yppti öxlum og gekk til bílsins aftur. Savalle hafði virt okkur fyrir sér. Hún stóð nokkur skref frá tengdamóður sinni. Ég flýtti mér til frú Mede og bað hana að afsaka biðina. Það var ótrúlega skemmtilegt að ganga í búðir og borða há- degisverð með frú Mede. Sem betur fór þurfti hún ekki að fara í Cromers verzlunarhúsið. Ég andaði léttar, þegar við gengum til bílsins aftur. Savalle kom rétt á eftir og á leiðinni heim spurði hún mig um Stuart. — Ég hef þekkt hann lengi, sagði ég. — Við erum mjög góð- ir vinir. Savalle hló glaðlega. — Þetta er klassísk setning, ungfrú Buckley! „Góðir vinir“! Það segja Hollywoodstjörnurnar lika, er það ekki? Hann er ljómandi laglegur. Hvað gerir hann? Hún virtist hafa mikinn áhuga á honum. Með nokkurri tregðu sagði ég að hann væri deildar- stjóri hjá Cromer, og í speglin- um sá ég að hún lyfti brúnum eins og í undrun. Þegar við komum inn í and- dyrið á High Trees, sagði frú Mede að hún ætlaði að leggja sig um stund. Það var heitt í veðri og mig langaði til að fara að vinna í garðinum, svo ég fór í síðbuxur og gekk inn í verk- færageymsluna, til að sjá hvað þar væri af áhöldum. Ég var búin að reita mikið illgresi, þegar Savalle kom út í garðinn. Hún var klædd sólkjól með túlipanamynstri, og það var skemmtilegasta flík sem ég hafði séð hana í. Hún var mjög föl og Framhald á bls. 40. 32. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.