Vikan


Vikan - 06.08.1970, Page 30

Vikan - 06.08.1970, Page 30
Ekki alls fyrir löngu sprengdu Frakkar sína tíundu atómsprengju á kóraleynni Mururoa, sem er á því svæði Pólýnesíu er þeir hafa ráð yfir. Tröllaukin reykjarsúla reis til himins, og loftþrýstingur- inn kom af stað mikilli fljóðbylgju. Degi síðar varð í Perú, á sjöunda þúsund kílómetra frá spreng- ingarstaðnum, jarðskjálfti sá hinn mikli er lagði stóra hluta af byggð þess lands í auðn. Fyrsti kippur þessa jarðskjálfta, sem stóð yfir í fjörutíu sekúndur, drap um fjörutíu þúsund manns og hefur eng- inn annar jarðskjálftakippur á þessari öld valdið meira tjóni. Fjór- Olli frönsk atórm sprenging jarðskjálftanum í Perú? um dögum síðar kom annar kippur og hækkaði dánartöluna tals- vert. Nú er giskað á að allt að sjötíu þúsund manns hafi látið lífið af völdum þessara náttúruhamfara. Nú hefur komið upp sá kvittur að atómsprengingin úti á Kyrra- hafinu hafi valdið jarðskjálftanum, þótt langt sé á milli. Þetta er sem sé ekki í fyrsta sinn, að jarðskjálfti í Perú fylgir atómsprengj- ingu í Pólýnesíu. Það gerðist líka 1966. Þá þegar var því haldið fram að skjálftinn hefði stafað af sprengingunni, og nýjum stoðum | Mökkurinn frá Mururoa-sprengingunni reis hátt ofar skýjum. Frá Mururoa til Perú eru yfir sexþúsund kílómetrar. Gátu áhrifin frá sprengingunni gert sig gildandi í slíkri fjarlægö? var rennt undir þá skoðun er nýafstaðnar náttúruhamfarir urðu. Fréttirnar af jarðskjálftanum í Perú eru hroðalegar. Mest varð tjónið í dal einum í Andesfjöllum, Callejon de Huaylas. í fjöllun- um þar hátt fyrir ofan rifnuðu bakkar stöðuvatnsins Llanganuco, og ógurlegur vatnsflaumur mengaður aur og ís skall yfir dalinn. Ein borgin þar, Yungay, þurrkaðist nær algerlega út og af tuttugu þúsund íbúum þar komust aðeins um tvö þúsund og fimm hundruð af. Vegakerfi landsins eyðilagðist að miklu leyti, svo að seinlegt og erfitt reyndist að koma hinum eftirlifandi til hjálpar, enda dóu -<1Qk Frá Huarmey, einni perúónsku borginni sem gereyðilagðist í jarðskjálftanum. Þeir eftirlifandi leita vina og vandamanna í rústunum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.