Vikan


Vikan - 06.08.1970, Page 38

Vikan - 06.08.1970, Page 38
hún sér skyndilega að honum og sagði lágt: — É'g heiti Anna. — Anna.... endurtók hann lágt. Hann stóð rétt aftan við hana í þröngum ganginum. Skín- andi hárið á henni gældi við var- ir hans.... honum fannst hnetu- ilmur af því. — Anna.... það er fallegt nafn, sagði hann. Á leiðinni um París í bílnum sat hún næstum allan tímann og horfði út og virti fyrir sér stór- borgina. Enn var kveikt á flest- um ljósastaurum, þótt sólin væri nú að koma upp. Hún sagði ekki orð alla leiðina, og enn brá fyrir sömu tortryggninni og óvissunni í svip hennar, eins og áður við landamærastöðina. Þau komust inn í fjölbýlishús- ið, án þess að vekja húsvörðinn og tóku lyftuna upp í íbúð hans. Daníel Grignon bjó í Passy, einu nýju hverfanna, sem gnæfa upp úr stórborginni, eins og fjöldi langra vísifingra upp í himininn. Þarna voru öll hugs- anleg þægindi. fbúðin var stór og björt, og það var eins og hún svifi hátt á lofti, og Anna gekk með andagt um stofurnar. Hún horfði á hvern smáhlut.. . . hús- gögn, bækur og málverk. Hún var vön fegurð í kringum sig, fann Daníel.... og hún naut þess aftur að stíga á þykk gólf- teppi, sem létu undan fótum hennar. Daníel opnaði tvær stórar gler- dyr og gekk út á þaksvalirnar. Þær lágu meðfram allri setustof- unni og voru svo breiðar, að hann hafði komið þar fyrir þægi- legum bambushúsgögnum. Með- fram handriðinu voru langir kassar með útsprungnum blóm- um. Anna kom út til hans, og saman horfðu þau á sólina koma upp, lit trjátoppanna í Boulogne- skóginum smargaðsgræna og kasta silfri á Signu, þarna sem hún hlykkjaðist um borgina. — Hér er dásamlegt.... hún greip andann á lofti, •—þér hljót- ið að vera hamingjusamur hérna Hann horfði á hana. . . . lengi. Og í þetta sinn leit hún ekki und- an, heldur horfði í augu hans með undarlegum glampa, sem hann skildi ekki til fulls. — Jæja, sagði hann skyndi- lega blíðlega, — þér hljótið að vera þreyttar. Hún fór hlýðin á eftir honum, án þess að mæla orð af vörum. Gestaherbergið var þægilega afsíðis, aðskilið frá íbúðinni með litlum gangi með skápum, og því fylgdi lítið baðherbergi. Hann lagði litlu, snjáðu ferða- töskuna hennar á rúmið og dró upp gluggatjöldin. — Þér getið dregið þau niður aftur, þegar þér farið að sofa, sagði hann glaðlega, — þá verð- ur hér niðamyrkur. En ég nota yfirleitt aldrei herbergið, svo að það veitir víst ekki af að lofta það svolítið út. Hann opnaði stóra gluggana.... morgunsólin brauzt skyndilega inn í herberg- ið og gyllti hin ljósu og snotru húsgögn og kastaði ljóma á him- inblátt gólfteppið, svo og það líktist lifandi blómabeði. — Það er. . . . yndislegt hérna, sagði Anna lágt, eins og við sjálfa sig frekar en Daníél. Hún tók frakka sinn og hengdi hann á stól, ásamt gula klútnum. Ó- sjálfrátt tók Daníel klútinn og sagði: — Þetta er fallegur klútur, sagði hann, — ég þekki hins veg- ar silkið vel, sagði hann.... Eg erfði nokkrar silkivefstofur í Lyon og rek þær núna,.... eig- um við að segja sölustjóri fyrir alla utanríkisverzlun hjá okkur. Þess vegna finnst mér gaman að þreifa á andstæðunni við silkið — fallegt ullarefni.... auk þess er þessi klútur handofinn. Hún hlustaði af athygli, síðan sagði hún: — Ég óf hann sjálf. Gult er eftirlætisliturinn minn .... sterkt og skínandi gult. Röddin var angurvær og fjar- læg, eins og hún byggi yfir miklu leyndarmáli. — Hvar ófuð þér hann? spurði Daníel fullur áhuga. Andlit hennar varð sviplaust, eins og hurð hefði verið skellt yfir það, og hún þreif af honum klútinn og kastaði honum aftur á stólbakið. — Eg get ekki sagt yður neitt, hr. Grignon.... alls ekki neitt. . . . Hún talaði hratt og ákaft. Hann heyrði, að hún dró ört andann, eins og hún væri móð. — Æ.... ég vildi óska, að ég hefði aldrei farið inn í þenn- an klefa.... að ég hefði aldrei rekizt á yður. .. . að þér hefðuð aldrei hjálpað mér.... og um- fram allt, vildi ég óska, að ég hefði aldrei farið með yður heim Daníel tók hönd hennar og klappaði henni hughreystandi: — Anna, sagði hann ákveðinn, — það er einhver tilgangur með öllu í þessu lífi. Hún leit upp og horfði lengi á hann. Varirnar urðu aftur mjúkar og fagrar: — Þér hafið rétt fyrir yður. . . . viðurkenndi hún dálítið viðutan, — ánægju- stundir lífsins eru fáar, og við megum ekki vanmeta þær fáu ánægjustundir, sem við njótum .... Rödd hennar skalf, og áð- ur en Daníel gat hreyft sig, teygði hún sig ögn til hans.... og mjúkar varir hennar struk- ust eitt andartak við varir hans. Hann fann hlýjuna leggja frá henni og langaði til að endur- gjalda kossinn.... en þetta var um garð gengið, og hann stóð ringlaður og starði á hurðina á milli þeirra. Daníel átti bágt með svefn og dreymdi einkennilega drauma, þegar hann blundaði við og við. Klukkan var orðin hálf níu, þeg- ar hann vaknaði. Vinnustúlkan hlaut að vera komin, hugsaði hann með sér. Hann hafði skilið eftir seðil handa henni á borð- stofuborðinu. „Það er gestur hjá mér í nótt. Hjálpaðu henni, ef hún þarfnast hjálpar, og gefðu henni morgunmat á svölunum, þegar hún vaknar“. En allt var 38 VIKAN 32- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.