Vikan


Vikan - 06.08.1970, Page 39

Vikan - 06.08.1970, Page 39
Winther bríbiál fást í þrem stærðum. Einnig reiðhjói í öilum stærðum. hljótt. Þar sem strætisvagni frú Lecordier hafði líklega seinkað þennan morgun, læddist Daníel inn í baðherbergið og snyrti sig, án þess þó að flauta hressilega, eins og honum var tamt. Síðan gekk hann út á svalirn- ar. Hann var enn svefnþrunginn eftir þessa svefnlitlu nótt. Hann raðaði stólunum þannig, að þeir stóðu í skugganum undir sól- skýlinu með bláu og hvítu rönd- unum. Síðan gekk hann inn í eld- húsið. Þarna lá ennþá seðillinn til frú Lecordier. Dyrnar að litla ganginum stóðu opnar, og dyrn- ar að herbergi Önnu voru held- ur ekki lokaðar. Búið var að draga upp gluggatjöldin, og hann sá beint inn í herbergið. Hann gekk nær. Rúmið var óbælt. Anna var farin.... Hún hafði laumazt út, meðan hann svaf óværum blundi sín- um. Daníel leitaði dögum og nótt- um saman í Latneska hverfinu. En það var eins og jörðin hefði gleypt hana. Það var ekki fyrr en nokkrum vikum síðar, að hann heyrði frá henni. Hann var að koma heim frá síðustu ferð sinni milli gistihúsanna í ná- grenni St. Germain-de-Pres, þeg- ar kona húsvarðarins stakk pakka að honum. - - Það kom ung stúlka með hann, og mældi Daníel forvitnislega út. Daníel stóð við lyftuna og fletti út blaðinu. í pakkanum lágu fimm þúsundfrankaseðlar .... örlítil afborgun af þeirri fjárhæð, sem hún hafði heitið að endurgreiða honum. Og á afar ópersónulegt hvítt kort hafði hún skrifað með fínlegri rithönd: „Kæri herra Grignon. Ham- ingjan vex ekki á trjánum við breiðgötur Parísarborgar. Þér verðið að fyrirgefa mér hversu lítið þetta er. f sárabætur læt ég fylgja svolítið, sem þér getið ef til vill glatt einhvern með. Reyn- ið ekki að leita að mér. Ég leita nú út í óvissuna. Lifið heilir. Anna“. Daníel reif pappírinn utan af litla pakkanum. Og þarna lá guli klúturinn hennar Önnu, eins og eilíft endurgjald og hinzta kveðja. Hann sá hana aldrei framar. Olli frönsk atómsprengja... Framhald af bls. 19. Ekki eru þó allir vísindamenn sammála um hvort sprengingin á Mururoa, sem átti sér stað yfir yfirborði jarðar, hafi valdið jarðskjálftanum í Perú. Frakk- ar halda því sjálfsagt áfram að sprengja þessar bombur sínar, enda liggur hégómagjörnum pólitíkusum í París víst í léttu rúmi þótt nokkrir tugir þúsunda Indíána og Mestísa í dölum And- esfjalla grafist lifandi í aur og leðju annað veifið. EFTIR LUPUS Framhald af bls. 25. Þessir hæfileikar hafa einn- ig reynzt Gylfa Þ. Gíslasyni árangursiikir í flokksdeilum. Hann kemur ótrúlega oft fram vilja sinum með liygg- inum og undirferlum, þegar kapparnir i Alþýðuflokknum eru orðnir þreyttir og sárir og óbreyttu liðsmennirnir þrá sátt og frið eftir blóðug- ar höggorrustur. Samherj- arnir meta hann ekki nrikils til harðræða, en Gylfi stend- ur uppi í bardaga lengur mörgum görpum, er skap- meiri þykja. Óvildarmenn sjá ekki við honum, og hann kemur stundum skemmtilega á óvart líkt og Napoleon, þegar hann gekk vopnlaus móti fylkingu fyrri her- manna sinna og lét þeirn fallast hendur. Gylfi bregður sér hæglega í mörg liki og temur sér ýmsar ólíkar skoð- anir. Ungur þingmaður virl- ist hann róttækur og upp- reisnargjarn og langt lil vinstri við yfirboðara sina. Svo gerðist hann næsta til- litssamur við Framsóknar- flokkinn á dögum hræðslu- bandalagsins. Nú situr Iiann i ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum og lyndir við hann eins og um bræðralag væri að ræða. Allt eru þetta klókindi, sem stafa af ríkri metorðagirnd og ásókn eftir atkvæðum. Gylfi Þ. Gíslason vill umfram allt völd og mannvirðingar, svo og að ferðast oft og viða og vera heiðursgéstur í veizlum. Slíkt kaupir liann fúslega þvi verði að beygja hjá gömlum stefnumálum og sjónarmið- um. Samt er liann svokölluð- um vinum sínum hættulegri en þá grunar. Gylfi leikur sem stjórnmálamaður á hvaða hljóðfæri, er býðst. Hann hefur um skeið spennt örmum gyllt langspil, sem íhaldsöflum þjóðfélagsins finnst hljómþýtt, en gæti allt í einu tekið upp á þvi að hlása i rauðan lúður, sem léti þeim dimmt í eyrum. Hægra hrosið væri ekki lengi að hverfa af vörum lians, ef lionum hyði svo við að horfa. F ramsóknarflokkurinn missti mikils, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn vann hylli Gylfa Þ. Gíslasonar af hon- um haustið 1958. Málefni skiptu þar vissulega nokkru, en úrslitum réð eigi að síð- ur, að Framsóknarflokkur- inn kunni ekki lagið á Al- þýðuflokknum, þrátt fyrir æfingu langrar samhúðar. Stjórnmálaharátta Gylfa Þ. Gíslasonar er eins konar tafl- mennska. Hann vill hlut allra jiegna góðan, en sigrar laun- þeganna verða hins vegar allir að lögum og samþykkt- um borgarastéttarinnar, ef hann má ráða. Gylfi er jafn- aðarmaður að námi fremur en lífsskoðun og kýs lielzt fylgi, sem er honum geðfellt og leiðitamt. Hann ágirnist atkvæði frá Sjálfstæðis- flokknum í núverandi stjórn- arsamstarfi og lætur þá við- leitni móta afstöðu Alþýðu- flókksins, en myndi taka með söniu þökkum stuðn- ingi frá vinstri, ef hann fengi metorðum sínum borgið þannig. Því kann svo að fara, að þessi slyngi talnafræðing- ur og reiknimeistari kalli yf- ir sig fyrr eða síðar allt ann- að pólitískt hlutskipti en honnm gefst nú og hann ætl- ar til frambúðar. Gylfi er eins og liagyrðingur, sem yrkir fyrri helming visu, en örlögin reynast svo sá aðili, sem botnar liana og kveður á um listgildið. Maðurinn Gylfi Þ. Gísla- son er um margt sérkenni- legur og eftirtektarverður. Menntun hans og menning er í senn íslenzk og alþjóðleg. Hann lætur sér fátt óviðkom- 32. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.