Vikan


Vikan - 06.08.1970, Page 43

Vikan - 06.08.1970, Page 43
Fjarlægið naglaböndin á auðveldan hátt A Fljótvirkt * Hreinlegt * Engar sprungur * Sársaukalaust Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj- andi lanolín blandaðan snyrtilög, einn dropa í einu sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur óþrjótandi sjálfblek- ungur sérstaklega gerður til snyrting- ar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að negl- ur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algjör- lega þéttur svo að geyma má hann í handtösku. Cutipen fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar á- fyllingar. Cutáfi&n, Fyrir stökkar neglur biðjið um Nutri- nail, vítamínsblandaðan naglaáburð sem seidur er í pennum jafn hand- hægum í notkun oð Cutipen. UMBOÐSMADUR: J. Ó. M Ö L L E R & C O. KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK nokkur einbýlishús. Á fjöru var þessi vík þurr, en nú var há- flæði og öldurnar léku um stein- ana. Ég fór með Savalle niður að víkinni. Svanirnir vögguðu sér hátignarlega á öldunum og villi- endur horfðu forvitnislega á okkur. — Sjáið þér! sagði Savalle, himinlifandi. — Þessar dyr eru mjög hentugar! Þegar við gengum aftur upp að húsinu, sagði hún: — Næst, þegar þér farið til þorpsins, get- ið þér farið í járnvöruverzlun- ina og látið búa til aukalykil, svo ég geti haft lykil út af fyrir mig. Hún þagnaði, en tók svo aftur til máls: — Ég ætla að biðja yð- ur um að nefna ekki dyrnar við manninn minn, ungfrú Buckley! — En hann hlýtur að taka eft- ir því að ég er búinn að klippa allan gróður frá dyrunum, benti ég henni á. Hún yppti öxlum. — Það er ekki víst að hann taki eftir því, — að hann fari niður að múr- veggnum. Hljómurinn í rödd hennar varð bitur. — Honum mislíkar allt sem gleður mig! Ef hann vissi að ég hefði ánægju af að gefa svönunum, myndi hann gera eitthvað til að koma í veg fyrir það! Þér þekkið hann ekki eins vel og ég! — Væri það ekki heppilegra að þið byggjuð sitt í hvoru lagi? spurði ég blátt áfram. — Ég elska manninn minn, sagði hún hljóðlátlega. — Eg er alltaf að vona að hann fyrirgefi mér það sem kom fyrir Cheryl, og að við getum orðið hamingju- söm á ný. Ég kenndi innilega í brjósti um hana, en svo skeði það að Nicholas fékk sér göngu í garð- inum, meðan verið var að leggja á borð fyrir kvöldmatinn. Hann tók strax eftir dyrunum og spurði Savalle hvort hún hefði staðið fyrir þessu. Ég flýtti mér að segja að ég hefði klippt gróð- urinn frá. — Ég bað hana að gera það, Nick, sagði Savalle. — Það er svo stutt niður að sjónum það- an. Mig langar til að gefa svön- unum. Já, mér datt jafnvel í hug að þú hefðir gaman af því að koma með mér. Hún lagði hönd sína yfir hans og brosti til hans með eftirvænt- ingarsvip. Hann kippti hendinni að sér og horfði kuldalega á hana. — Þú getur gert það sem þig lystir, sagði hann, — eins og þú hefur alltaf gert. En þú, Nick? Getum við ekki farið þangað í kvöld? Ég er upptekinn, sagði hann snöggt. Augu Savalle fylltust tárum og frú Mede stóð þegjandi upp frá borðinu, og ég sá að það var áreynsla fyrir hana að halda ró- semi sinni. Nicholas var skugga- leeur á svipinn og sagði ekki orð. Mér fannst andstyggilegt hvernig hann lítillækkaði Sa- valle á þennan hátt, í návist okkar. Eftir matinn fór Savalle strax upd til sín. Hún var náföl og augun stór og gljáandi, alls ekki eðlileg. Frú Mede sagðist ætla að fara í rúmið og lesa. Ég varð miög undrandi, þeg- ar Nicholas spurði: — Hafið þér lykilinn að dyrunum, ungfrú Bucklev? - Já. sagði ég. — Við skulum líta á þessa götu niður að sjónum. — Já, sagði ég kuldalega — og vonaði að ég gerði honum ljósa vanþóknun mína á fram- komu hans. Við gengum þegjandi gegnum garðinn. Hurðin stóð á sér og Nicholas opnaði. Meðan hann var að fást við það, leit ég upp að húsinu. Eg sá að einhver hreyfði gluggatjöldin á næstu hæð, það var auðvitað Savalle. Það gat ekki verið neinn annar. Hvað skyldi hún hugsa, þegar hún sá manninn sinn þarna með mér í rökkrinu, hann, sem hafði ekki viljað fara með henni. Þótt ég væri hissa á framkomu Nicholas Mede, fannst mér hann mjög athyglisverður maður. Hann var kaldur og fjarrænn, en hvernig hafði har. r verið, áð- ur en Cheryl dó og hjónaband hans fór í hundana? spurði ég sjálfa mig. Við gengum niður að víkinni. Það var að fjara út, en ennþá var fólk að baða sig þarna. Það var líka búið að kveikja á mis- litum ljóskerum fyrir framan klúbbhúsið. —- Hér er reglulega notalegt, sagði Nicholas. — Já, svaraði ég, hálf utan við mig, gleymdi því um stund hver hann var. — Við sáum svanina í dag. Það leit út fyrir að þeir væru of stoltir til að þiggja mat, en gætu samt tekið við, ef honum væri fleygt til þeirra! Endurnar eru ekki eins fínar með sig. Þær láta mann sannarlega skilja hvað það er sem þær eru að lóna eftir! Hann hló — og virtist allt í einu svo unglegur og glaður. — Hafið þér séð hve klunnalegir svanirnir eru, þegar þeir koma á land? Þeir velta áfram, á þess- um breiðu löppum, eins og feit- ar húsmæður hlaðnar pökkum. Það hlýtur að vera gaman að búa á svona stað, þar sem flóðið kemur alveg upp að hús- inu, sagði ég dreymandi. — Eg hef oft tekið matarpakka með mér og borðað hérna á múr- ve"gnum við sjóinn. Ströndin er full af þessum smábátahöfnum, en Seabridge er lang skemmti- legust, finnst mér. — Já, það er friðsælt hérna, sagði hann lágt. Ég fann mjög vel til nærveru hans, hann var stór og hljóður, og bar með sér einhvern ákveð- inn styrk. Skyndilega rauf hann þögnina. — Við skulum koma heim aftur, ef það hentar yður, sagði hann. En þar sem hann var sjálfum sér líkur, þá gekk hann ekki inn bakdyramegin. Hann gekk með- fram veröndinni, kringum hús- ið og inn um aðaldyrnar. Ég fylgdi honum eftir, varð að hlaupa við fót, til að geta fylgt honum eftir. Hann var greini- lega búinn að gleyma því að ég var með honum. Savalle var í anddyrinu. Hún stóð við stigann og hvíldi hönd- ina á handriðinu. Hún var einhvern veginn allt öðruvísi en áður, og ég sá hvað orsakaði það. Hárið var ekki bundið upp í hnút, það var sleg- ið um axlirnar, —• líklega vegna hitans. Hún var ennþá í litlausa silkikjólnum og fölt andlitið var ómálað, en þetta mikla, dökka hár, sem náði niður að mitti, breytti algerlega útliti hennar. Hún var yngri að sjá og miklu kvenlegri. Savalle brosti, — daufu brosi. Ég tók eftir gljáanum í augum hennar og sjáöldrin voru ótrú- lega stór, og ég sá líka að hún hélt svo fast í handriðið að hnú- arnir voru hvítir. — Skemmtuð þér ykkur vel? spurði hún. Eg roðnaði. Það var svo greini- legt hvað hún átti við, og ég láði henni það ekki. Það hlaut að hafa verið auðmý)|kjandi fyrir hana að sjá Nicholas leggja af stað með mér, eftir að hann var Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konjca Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica Konica FÆST Litil létt KONIOA O35 sfðllvirk UM LAND ALLT AUSTURSTRÆTI LÆKJARTORGi 32. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.