Vikan - 06.08.1970, Side 47
Að myndatökunni lokinni, sagði hún, að hann hefði nauðgað henni. Hún kvaðst muna hvernig
hann liti út og treysti sér til að þekkja hann aftur, en henni veittist erfitt að lýsa honum,
svo að gagn væri að. En loks sagði hún: „Þegar hann fór úr skyrtunni tók ég eftir
tattóveringu á vinstri handlegg... “
Þetta nægði, og þar með var spjaldskráin hans Townleys búin að sanna notagildi sitt...
□QQp
1.
Þegar Eugene Townley, leyni-
lögreglumaður, keypti INSIDE
DETECTIVE, var það til þess
eins að fá eitthvað til að lesa.
Honum kom ekki til hugar, að í
blaði þessu myndi hann finna
hlut, sem yrði til þess að hjálpa
honum að Jeysa margra mánaða
gamla ráðgátu í fjarlægum lands-
hluta.
Townley hefur starfað í lög-
reglu Cincinnati í tuttugu ár, en
vinnur nú í spjaldskrárdeildinni,
þar sem hann óskar eftir að
verða framvegis. Hann hefur
slíkan áhuga á rannsóknar- og
samanburðarstarfi sínu þar, að
hann fórnar drjúgum skerf af
frítíma sínum til að vinna að
uppljóstrunum. Það var marz-
hefti INSIDE DETECTIVE, sem
hjálpaði honum til að sanna,
hversu snjallar hugmyndir hans
eru.
Townley fæddist í Cincinnati,
var um skeið snjall baseball-leik-
ari og lagði framan af stund á
trésmíðar. Árið 1939, er hann
var 23 ára gamall, tók hann að
starfa í lögreglunni.
Hann vann í ýmsum deildum,
unz hann árið 1949 hafnaði í
spjaldskrárdeildinni. Sú deild er
harla umfangsmikil; þar er hver
skrifstofan við hliðina á annarri,
allar fullar af skrám. Þar á sér-
hver handtekinn maður sitt sér-
staka spjald. Á því spjaldi er
skráð í fáum orðum saga við-
komandi manns, mynd hans,
fingraför, lýsing, afbrotaferill,
sérkennileg aðferð hans sem
glæpamanns. nefndir þeir staðir,
þar sem hann heldur sig að stað-
aldri, og fólk sem hann um-
gengst.
Það voru einmitt slíkar upp-
lýsingar, sem gáfu Townley hug-
myndina. Og hann ræddi um
hana við samstarfsmann sinn.
„Tattóveraðir menn?“ hváði
samstarfsmaðurinn, eilítið hissa.
„Já, einmitt þeir,“ sagði Town-
ley. „Ef við ættum sérstaka skrá
yfir tattóveraða menn, myndi
hún hjálpa okkur geysimikið til
að hafa uppi á mönnum. Vitni
geta stundum munað eftir tattó-
veringum . . . og lík, sem ekki
þekkist, getur þekkzt á tattóver-
ingu. Þú manst eftir brunanum
mikla í Texas . . . öllu því fólki,
sem þar fórst, og hversu margir
þekktust ekki? Ég minnist þess,
að mörg líkin, sem ekki þekkt-
ust, voru einmitt tattóveruð."
„En hvernig hefurðu hugsað
þér að koma þessu í fram-
kvæmd?" spurði samstarfsmað-
urinn.
Townley útskýrði það fyrir
honum. Fyrst ætlaði hann að
fara í gegnum alla spjaldskrána
og velja þá úr, sem voru tattó-
veraðir.. Hvern einstakan tattó-
veraðan mann ætlaði hann að
skrá á ný spjöld . . þar sem
lýsing væri gefin á tattóvering-
unni; einnig nefnt, hvort hún
væri á handlegg, fæti, hönd o. s.
frv. Enn mátti skilgreina þetta
nánar; hvort tattóveringin var
blóm, mynd af dýri, nafn, sverð
o. s. frv
Townley nefndi dæmi: „Segj-
um, að maður verði fyrir því að
vera rændur.-----Hann minnist
þess, að ræninginn hafði örn
tattóveraðan á höndina. Þá er að
fara í spjaldskrána og leita uppi
alla þá, sem hafa erni tattóver-
aða á hendurnar. . . .“
„En hvað gerirðu, þegar um
er að ræða náunga með fleiri en
eina tattóveringu?" spurði sam-
starfsmaðurinn. „Til eru þeir,
sem þaktir eru tattóveringum um
allan skrokkinn.“
„Bezt að hafa spjald fyrir
hverja tegund tattóveringar,“
svaraði Townley. „Það er að
segja, ef ekki er um þeim mun
stærri og fleiri tattóveringar að
ræða. Ef um er að ræða mann,
alþakinn slíku, er bezt að velja
úr þær helztu og sérkennileg-
ustu . . . þær ættu að nægja.“
Samstarfsmaðurinn hugsaði sig
um svolitla stund. „Þetta er mjög
athyglisverð hugmynd,“ sagði
hann. „Ég býst ekki við, að nein
lögregla í landinu eigi slíka
spjaldskrá. En gerirðu þér grein
fyrir því, lagsmaður, hvílík
óhemju-vinna þetta er? Það er
ekki um færri en 75.000 spjöld,
sem fara verður gegnum.“
„Ég hafði ekki hugsað mér
þetta yfir eina helgi,“ svaraði
Townley. „Þetta er geysimikil
vinna, en ég held hún sé þess
virði að vera leyst af hendi.“
Samstarfsmaðurinn kinkaði
kolli til samþykkis, en sagði þó,
að deildin hefði ekki ráð á því
að láta Townley starfa að þessu.
Þeir höfðu meira en nóg að gera
við ljósmyndirnar, fingrafara-
söfnun, spjaldskrárútfyllingar og
ýmislegt annað.
„En er ekki í lagi, að ég vinni
að þessu í frítíma mínum?“
spurði Townley.
Samstarfsmaðurinn kinkaði
kolli aftur. „Jú, og verði þér að
góðu.“
Þetta var hægfara og seinleg
byrjun, en harla æsileg. Town-
ley komst að raun um, að um
það bil einn af hverjum 15, sem
á spjaldskrá voru, höfðu ein-
hvers konar tattóveringu. Sumir
báru allt að 70 á skrokknum.
Hann bjó út sérstök kort yfir
heltzu tattóveringar slíkra
manna, og sumir einstaklingar
þörfnuðust 15 korta!
Lang-algengasta tattóveringin
var „Mamma“. Lengsta tattóver-
aða áletrunin sem Townley rakst
á, var á vinstri handlegg ungrar
stúlku. Hún var á þessa leið:
Guff gefi mér rósemi til aff taka
þeim hlutum, sem ég fæ ekki
viff ráffið . . . og gefi mér vit til
að gera mun á réttu og röngu.
Hann sá. óðara, að einhverju var
sleppt úr, af hverju sem það nú
var.
Þegar Townley var kominn
áleiðis í starfinu, fór að kvisast
út um skrifstofuna, hvað hann
hafði tekið sér fyrir hendur.
Samstarfsmenn hans gerðu góð-
látlegt grín að því.
„Þú sérð kannske tattóvering-
ar í svefninum?" spurði einn
þeirra, brosandi.
^DPcSltP
2.
En þeir voru líka til, sem
fengu áhuga á þessu fyrirtæki
Townleys.
„Hefurðu komizt að raun um,
hvort tattóveringar eru yfirleitt
framkvæmdar af fagmönnum?"
spurði einn.
„Um fjörutíu af hverjum
hundrað eru heimatilbúnar."
svaraði Townley. „Ég sé strax,
hvort svo er. Fjöldi þeirra eru
gerðar í fangelsum. . . . Fangarn-
ir notast við stoppunálar og fá
merkiblek úr þvottahúsum fang-
elsanna. Þar má lesa furðuleg-
ustu tattóveringar. Algeng eru
orð eins og þessi: Dauffann frem-
ur en smánina. Engu að síður
eiga margir þessara manna slík
an smánarferil að baki, að segja
má, að stangist á við setningu
sem þessa.
„Sumir þeirra eru með annar
legar áletranir á fingrunum, sem
mynda klámsetningu, ef þeir
kreppa hnefann.“
„Geturðu hugsað þér, að marg-
ir þessara manna láti tattóvera
sig af einskærri hégómagirni?“
spurði samstarfsmaðurinn.
„Já, áreiðanlega,“ svaraði
Townley. „Ýmsir eru að sýnast
karlar í krapinu með þessum
hætti . . . því að aðgerðin getur
verið sársaukafull.“
Townley bar niðurstöður sínar
undir sálfræðing lögreglunnar,
og þeir ræddu málið lengi og vel.
Hann var kominn allvel á veg
með spjaldskrá sína, er hann var
fluttur í aðra deild um stundar-
sakir og varð að hætta þessu frí-
stundastarfi sínu.
En 1956 var hann þó aftur
fluttur í spjaldskrárdeildina, og
í árslok ‘58 hafði hann næstum
lokið við þessa skrá sína yfir
tattóveraða afbrotamenn.
Þann 17. janúar 1959 kom skrá
hans fyrst að verulegum notum.
Skömmu eftir að dimmt var
orðið það kvöld, hringdi kona
ein á lögreglustöðina og hafði
ljóta sögu að segja. Leynilög-
reglumenn fóru heim til hennar
32. tw. VIK'AN 47