Vikan


Vikan - 13.08.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 13.08.1970, Blaðsíða 12
ER ÖLD Það er engin ástæða til að þessi nákvæma verka- skipting haldist, sem sé sú að karlmaðurinn sé fyrst og fremst fjáröflunartæki og hermaður, en konan sé lokuð inni til að ala upp börnin. Upphaf Rauðsokkahreyfingarinnar á á Tslandi. Hér sjást þrjár knálegar konur úr hópi frumherja hreyfingar- innar ganga undir styttunni úr Lýsi- strötu, sem borin var fyrir göngunni. KONUNNAR FRAMUNDAN? — Liggur það þá ekki í hlut- arins eðli, ef konurnar hætta að sitja prjónandi heima og svo framvegis, að karlmennirnir verði að taka að sér heimilis- störf og barnauppeldi til jafns við þær? Jú, þarna kemurðu einmitt inn á mjög merkilegan hlut. Heimilið sem slíkt, eins og það hefur verið, það hlýtur að breyt- ast. Einhvers staðar las ég að líkja mætti kvenþjóð nútímans við handverksmennina, sem stóðu uppi eins og gersamlega úrelt tæki, þegar iðnbyltingin varð. Nú standa konurnar gagn- vart því að það er búið að skera þær frá allri framleiðslu. Þær taka ekki lengur þátt í .fram- leiðslu úti í þjóðfélaginu, og heimilið er ekki lengur sá vett- vangur framleiðslu, sem það var. Og hvað kynlífið sjálft snertir, hafa viðhorfin til þess gerbreytzt. Áður var lögð mikil áherzla á að börnin yrðu mörg, og það gaf konunni auðvitað vissa þýðingu og mikilvægi. Nú beinist viðleitnin að því að færa niður barneignir eins langt og hægt er, vegna þess að offjölg- un vofir yfir mannkyninu. Einn ráðherrann í Bandaríkjastjórn, sem kalla mætti niðjamálaráð- herra, gaf út fyrir skömmu ekki beina skipun, en tilmæli til bandarísku þjóðarinnar um að ung hjón miðuðu fjölskyldu- áætlun sína við að eignast ekki nema tvö börn, af því að of- fjölgun væri í Bandaríkjunum. Þegar Rússar byrjuðu á áætlun- arbúskap í landbúnaðinum, þótti það nánast guðlast, en nú er áætlunarbúskapur kominn á svo hátt stig í heiminum að fjöl- skylduáætlanir eru orðnar stað- reynd. Frá því sögur hófust hafa kynin skipt með sér verkum. Ykkar viðleitni beinist að því að gera að engu þessa skiptingu? Það má kannski segja að fyrst kynin eru tvö, þá hljóti þeim frá náttúrunnar hendi að vera ætlað sitt hlutverkið hvoru. Karlmaðurinn getur börnin að sjálfsögðu en konan fæðir þau. Engu að síður en engin ástæða til að þessi nákvæma verka- skipting haldist, sem sé sú að karlmaðurinn sé það sem hann er nú, fyrst og fremst fjáröflun- artæki og hermaður, en konan sé hins vegar lokuð inni til að ala upp börnin. Á síðustu fimmtíu árum eða þar um bil, síðan konan fór að fá þjóðfélagsleg réttindi, þá hef- ur aðstaða konunnar, viðvíkj- andi kynbundnu starfssviði hennar, breytzt alveg geysilega, en hins vegar hefur karlmaður- inn setið kyrr í sinni skúffu. Það er orðin full þörf á því að ná honum út úr því búri, að hann sé ekki lengur til þess eins að reita saman peninga og vega menn. Þessar nýju kvenfrelsis- hreyfingar, sem eru í rauninni alhliða mannréttindahreyfingar, þær beinast ekki síður að því að frelsa karlmanninn. — Beinist barátta ykkar ekki einnig gegn félagslegri aðgrein- ingu kynjanna? Jú, vitaskuld. Eitt af því hörmulega við verkaskiptinguna, sem enn er áberandi hér á Is- landi, eru þær siðvenjur sem gera ráð fyrir að konur geti raunar ekki haft önnur sam- skipti við karlmenn en kynferð- isleg. Þær gátu ekki átt karl- menn að vinum; svo aðgreind voru kynin. Maður sér það enn, þegar gestir koma til dæmis á sveitabæ, þá ber húsfreyjan inn kaffi og hverfur svo fram í eld- hús, en bóndinn sezt og drekkur og ræðir við gestina. f sam- kvæmum er anzi mikið um það enn að konur haldi sig sér, nú og verkalýðshreyfingin er öll skipulögð þannig, að sérstök verkalýðsfélög eru fyrir konur og önnur fyrir karla. Þannig af- greiða kynin sín mál sitt í hvoru lagi, og þetta er auðvitað úrelt. Það hefur vakið athygli í sambandi við Rauðsokkurnar, að hreyfing þeirra þykir kvenlegri, ef svo mætti að orði komast, en fyrri kvenréttindahreyfingar. — Til þessa hefur verið mik- ið um það að konur sem barizt hafa fyrir kvenréttindum og hafa notað sér þau réttindi, þær eru gerðar að hálfgerðum karl- mönnum. Þær eru teknar inn í heim karlmannsins og þurfa oft og tíðum að afneita því að vera konur. Þetta er vitaskuld á eng- an hátt æskileg þróun. Konan á að fá rétt til þess að vera kona, og á að geta notað öll sín rétt- indi og gegnt öllum störfum, án þess að þurfa að afsala sér því að vera kona og eiga börn. Þetta hefur til þessa verið notað gegn konunni, þegar hún þarf að taka sér frí frá verki til að fæða börn, þá hafa þær misst starfið og alla aðstöðu til að keppa við karl- manninn á starfsvettvanginum. Svo er það líka til að það verði til eins konar samkyn, únísex, þar sem munurinn á kynjunum þurrkist að miklu leyti út. Þetta er þegar farið að koma fram í tízkunni, svokallaðri samkyns- eða únísextízku. Þegar henni er framfylgt er fullerfitt að þekkja hvað drengur er eða stúlka; kynin klippa sig eins, klæða sig eins, og síðan á heimilunum, þar er verkaskiptingin ákaflega lítið afmörkuð, þannig til dæmis að konan vinnur úti hluta af degin- um, karlmaðurinn annan hluta dagsins, og bæði skipta með sér uppeldinu og húsverkunum. Þetta hefði ég álitið að væri raunar það æskilegasta. Hins vegar mætti kannski líta á það sem áfanga í þróuninni að kon- ur fengju rétt til þess að vera konur. Eins og sakir standa er ekki hægt að segja að þær hafi rétt til þess. Það er eins og ég sagði áðan búið að slíta þær frá allri framleiðslu. Kynlífið hlýt- ur að missa mikið af innihaldi sínu fyrir það að það er ekki lengur til þess að framleiða bör'n. — Það dregur að sjálfsögðu úr þýðingu konunnar í heild. Þegar konan fær sín rétt- indi, þá hrynur gamla ídealið, heimur hennar, en hún er van- þróuð; hún hefur ekki tækni- þekkingu til að fara út í fjölda starfsgreina, það er að segja flestar konur, þótt auðvitað sé hér um undantekningar að ræða. Þær standa uppi ráðalausar og 12 VIKAN 33. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.