Vikan


Vikan - 13.08.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 13.08.1970, Blaðsíða 33
Glen Campbell fyrrverandi Beach Boe oo undirleikari hió Presley Þeir eru sennilega ekki margir seni vita það að Glen Campbell var einu sinni í bandarisku hljómsveitinni Beach Boys . . . lék með bæði Elvis Presley og Frank Sinatra inn á aragrúa hljóni- platna . . . var geysivinsæll „Tequila-rokkari“ og að und- ir barnalegu andliti hans og yfirbragði Ievnist harðsnú- inn og ríkur kaupsýslumað- ur. Campbell er fremur þög- ull og kemur alllaf á óvart; það má segja að hann sem stjarna hafi verið uppgötv- aður á einni nóttu, en þá var hann líka búinn að vinna að því siðan hann var fjórtán ára gamall. „Ég spilaði þjóðlögin mín á öllum klúbbum sem ég fann þar til árið 1961, en þá datl cg í lukkupottinn og fékk nóg að gera við að leika inn á hljómplötur — svo- kallaður „session-maður“ — Ég spilaði fvrir marga þá sem hæsl voru skrifaðir, eins og Presley, Sinatra, Nat King Cole, Sammy Davis og Dean Martin. Eitt árið spilaði ég hvorki meira né minna en inn á 586 plötur.“ Og það hefur margt skeð hjá Glen Campbéll síðan Iiann sat á tröppunum heima hjá sér í Delight, 'Arkansas, og lék á fyrsta gítarinn sem hann hafði búið til sjálfur með þvi að strekkja vírbúta yfir botnlausa tunnu. Til dæmis hefur það skeð að hann hefur keypt sér Cadil- lac og Ford Mustang, liöll (er sennilega eina orðið yfir það) sem hann hýr í ásamt fjölskyldu sinni í Kalifor- níu, skartgripi — svipað magn og Elizabeth Taylor og hefur að auki sérstakan mann í þjónustu sinni til að gera við og smíða gítarana sem hann notar. Um pening- ana segir hann sjálfur: „Þeir eru jú mikilvægir, en þó ekki lil að verða ham- ingjusamur. Ég hafði gott kaup á meðan ég var í ses- sion-vinnunni, en það varð lika til þess að ég varð að hætta að syngja, og það hef- ur alltaf verið mér einna mikilvægast. Vandamálið var að á þeim tima hafði ég ekki mikla trú á sjálfum mér. Engin af stjörnnnum sem ég lék fyr- ir vissi livað ég hét, hvað þá lveldur annað. Ég var hara gaurinn sem sal og spilaði á gítarinn minn. Ég held að mér hafi lílcað bezl við Dean Martin, því hann var vanur að sitja mcð okkur session-mönnunum og segja okkur brandara. Elvis var svo ferlega kurteis að maður varð hálf-hræddur við hann. Á endanum hætli ég að hafa komplexa ú t af þessu öllu og fór að segja við sjálf- an mig að ég gæti gerl mun betur sjálfur en margir þess- ara söngvara — og því lét ég taka upp nokkrar plötur með sjálfum mér. En mér gekk ekki nógu vel við að koma sjálfum mér á framfæri sem söngvara, þó svo að ég hafi gert sæmilega hluti í lögum eins og „Too Late To Worry, Too Blue To Cry“ og „Turn Around Look At Me“. Árið 1967 ákvað ég svo að hætta öllu session-standi og fór að syngja af fullum krafti. Þá söng ég „Gentle on my Mind“, og eftir það kom „By the Time I Get to Phoenix" og svo „Wichita Lineman”. Ég var kominn af stað.“ Síðan er aðeins einn hlut- ur sem hefur skyggt á stöð- uga hamingju hans, en það er leikur hans i myndinni „True Grit“ þar sem John Wayne leikur aðalhlutverk- ið og stjórnar. Leikur Camp- hells var hörmulegur og hann gerir sér grein fyrir því sjálfur. En hann var ákveðinn i að halda áfram og fljótlega verður lokið við aðra mynd með honum, „Norwood“, og þá komumst við að hvort hann hefur nokkuð skánað sem leikari. Glen Campbell minnist daga sinna með liljómsveit- inni Beacli Boys: „Það var árið 1965. Ég hafði leikið með þeim inn á allar þeirra plötur og þekkti því öll lögin þeirra lit og inn. Svo var það dag einn að þeir hringdu í mig og spurðu hvort ég væri til í að koma fram með þeim á hljómleik- um i Dallas, því Brian Wil- son væri veikur. „Sjálfsagt,“ sagði ég. Svo fór ég til Dallas og kom fram á hljómleikunum — og gerði óteljandi mistök, en enginn heyrði þau fyrir öskrunum og ópunum í þeim 17000 krökkum sem voru í salnum. Strax eftir hljóm- leikana lilupu hinir út í híl- ana rétt eins og fjandinn sjálfnr væri á hælunum á þeim, en ég tók því rólega. Ég var ekki raunverulega í Framhald á bls. 50. 33. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.