Vikan


Vikan - 13.08.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 13.08.1970, Blaðsíða 44
bækur mínar eins máttugar og lífið.“ Hann hafði gert samning við „Cosmopolitan Magazine" um það, að láta þá hafa tvær skáld- sögur á ári í fimm ár, en hann var nú svo ofhlaðinn störfum, að einkaritari hans, Jack Byrne, skrifaði manni, sem vildi fá hann til að hrinda af stað nýju fyrir- tæki: „Útgefendur hans hafa ákveðið hvaða vinnu hann eigi að leysa af hendi, og hann er þeim samningsbundinn mörg ár fram í tímann." Þegar hann var tuttugu og fjögurra ára hafði hann valdið byltingu í efnisvali tímaritanna. Nú svaraði hann bréfi frá verðandi rithöfundi með þessum orðum: „Ef þér ætl- ið að skrifa handa tímaritunum, þá verðið þér að skrifa það, sem þau vilji birta.“ Menntaskólakennslukonu, sem skrifaði honum og bað hann um stuðning í baráttunni gegn stjórnmálaspillingunni, svaraði hann þannig: „Það eru nú liðin ekki svo fá ár síðan ég hóf bar- áttuna gegn stjórnmálaspilling- unni og fyrir réttlæti til handa öllum mönnum. Mér finnst ég vera eins konar brautryðjandi, þegar ég lít yfir þessa margra ára baráttu. Ég vil ekki beinlínis halda því fram, að ég hafi beðið ósigur í brautryðjendastarfi mínu, en ég er ekki lengur eins og æskan, sem hyggur sig geta sigrað óvininn með leiftursókn á einum degi. Ég er einn þeirra brautryðjenda, sem ekki láta sig dreyma um að sjá endalok bar- áttunnar eða gera sér nokkra grein fyrir því, hvenær henni muni verða lokið.“ Öðrum vini sínum, sem reynt hafði að fá hann til að taka þátt í skipu- lagðri árás á trúarbrögðin skrif- aði hann: „Mér finnst, að bar- áttan gegn trúnni sé fjarlæg og gleymd barátta, sem háð er ein- hvers staðar á hala veraldar. Ég held, að þú sért að berjast við andstæðing, sem frá sjónarmiði skynseminnar hefur þegar beðið ósigur.“ Mary Austin, sem kvartaði yf- ir því, að beztu verk sín væru algjörlega misskilin, svaraði hann: „Það bezta, sem hjarta mitt og heili hafa skapað, hefur allt verið misskilið af öllum þeim, sem lesa bækur hér í þess- um heimi, en ég læt það ekkert á mig fá. Ég læt menn dást af mér vegna hrottaskapar míns og fjölda annarra eiginleika, sem alls ekki finnast í verkum mín- um. Þeir, sem standa einir, eiga ekki um neitt að velja. Mér virð- ist, að allir spámenn og meistar- ar allra tíma hafi orðið að standa einir, nema þegar þeir voru grýttir eða brenndir á báli.“ Þegar hann fékk reiðiþrungin og vonsvikin bréf frá áhangend- um sínum, út af „Litlu frúnni í stóra húsinu“ — því að þeir fleygðu blátt áfram tímaritinu, Fjarlægið naglaböndin á auðveldan hátt * Fljótvirkt * Hreinlegt & Engar sprungur * Sársaukalaust Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj- andi lanolín blandaðan snyrtilög, einn dropa í einu sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur óþrjótandi sjálfblek- ungur sérstaklega gerður til snyrting- ar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að negl- ur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algjör- lega þéttur svo að geyma má hann í handtösku. Cutipen fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar á- fyllingar. Cu&p&K' Fyrir stökkar neglur biðjið um Nutri- nail, vitamínsblandaðan naglaáburð sem seldur er í pennum jafn hand- hægum í notkun oð Cutipen. UMBOÐSMAÐUR: J. Ó. M Ö L L E R & C O. KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK sem hún birtist í í ofninn — beit hann frá sér eins og sært dýr: „Látið mig segja ykkur það hreinskilnislega, að ég er hreyk- inn af að hafa skrifað „Litlu frúna“. Það sem enginn vissi nema El- iza, var, að hann þjáðist af stöð- ugum ótta við að verða vitskert- ur. Og óttinn óx, þegar hann sannfærðist um það, að móðir hans væri ekki með öllum mjalla. Hvað eftir annað sagði hann grátklökkur: „Eliza, ef ég verð vitskertur, þá lofaðu því að senda mig ekki á vitfirringahæli. Þú verður að lofa því að gera það ekki!“ En Eliza gat ekki dregið úr hræðslu hans, þó að hún fullvissaði hann um, að hún mundi aldrei senda hann á vit- firringahæli, heldur stunda hann sjálf. Eina von hans var, að hann fyndi konu, sem hann gæti elsk- að og sem gæti fætt honum son. Hann hafði skapað fjölda ódauð- legra persóna í skáldskap sín- um, og nú hét hann sjálfum sér, að hann skyldi eignast son, hvað sem það kostaði og hvernig sem það gæti orðið. Hann ætlaði að finna konu, sem gæti fætt hon- um son og taka hana til sín á búgarðinn. Það er ýmislegt, sem bendir til þess, að hann hafi fundið konuna, sem hann leitaði að, að hann hafi elskað hana heitt og hún hann. En hann kom aldrei áformi sínu í framkvæmd. Hann hafði ekki hjarta í sér til að særa tilfinningar Charmian. Hann var ástúðlegur við hana og skrifaði stöðugt orðskrúðugar til- einkanir á þau eintök af bókum sínum, sem hann gaf henni. Charmian var ákaflega van- stillt og taugaóstyrk. Hún vissi, að hann var henni ótrúr, og í Oakland töluðu menn um að skilnaður þeirra væri í vændum. Hún þjáðist stöðugt af svefn- leysi. Árið 1915 hafði Jack sent frá sér tvær smásögur, og hafði hann samið þær báðar árið áð- ur. Þann 1. desember 1914 hafði hann skrifað: „í gær lauk ég við skáldsöguna „Litla frúin í stóra húsinu“; á morgun byrja ég á næstu skáldsögunni, sem ég hef hugsað mér að kalla „Askjan loklausa“.“ En hann skrifaði al- drei þessa bók, og „Launmorð- ingja-skrifstofan“, sem Sinclair hafði gefið honum hugmyndina að, sá heldur aldrei dagsins ljós; hann gafst upp í henni miðri. í janúar 1916 fór hann ásamt Charmian til Hawaii í von um, að sólin mundi aftur færa hon- um heilsuna. Þó að vinir hans og verkamenn hefðu brugðizt honum, hafði hann ekki misst trúna á hið sósíalistiska þjóðfé- lag; hann var sannfærðari í trú sinni en nokkru sinni fyrr. En hann var orðinn sár í garð mann- anna yfir deyfð þeirra og yfir því, að þeir hefðu ekki dug í sér til að varpa af sér okinu. Við skrifborðið í skipsklefa sínum skrifaði hann: „Ég segi mig hér með úr flokki sósíalista vegna skorts hans á eldmóði og bar- áttukjark og skilningsleysis á þýðingu stéttabaráttunnar. Eg var upphaflega meðlimur hins gamla, byltingarsinnaða og djarfa baráttuflokks verkalýðs- ins. Reynsla mín af stéttabarátt- unni hefur kennt mér, að ein- ungis með því að berjast einir og leita aldrei samvinnu við and- stæðingana geti verkalýðsstéttin sigrað. En þegar jafnaðarstefnan í Bandaríkjunum hefur þróazt í það að verða friðsamleg afslátt- arpólitík, get ég ekki lengur var- ið það fyrir sannfæringu minni að vera meðlimur í flokknum. Þess vegna sendi ég nú úrsögn mína.“ ☆ Er öld konunnar framundan Framhald af bls. 13. anska viðhorf Karls Marx til konunnar hefur verið tekið upp óendurskoðað í Sovétríkjunum sérstaklega. Það væri svo sann- arlega þörf á rauðsokkahreyf- ingu þar. — Nú er að heyra að sovézk- ar konur séu virkari í þjóðfélag- inu almennt en kynsystur þeirra annars staðar. — Hér er um að ræða nokkuð athyglisvert atriði. Þegar Sara Lidman kom hingað og var að tala um Víetnam, þá gat hún þess í sambandi við stríðið þar að það hefði losað kynin af þeim afmörkuðu básum, sem þau hefðu verið bundin á frá önd- verðu. í Víetnam var, eins og öðrum Asíulöndum, ákaflega mikill munur gerður á kynjum. Karlmenn þar voru ekki taldir til karlmanna ef þeir komu ná- lægt húsverkum eða slíku. En í stríðinu hefur þetta allt raskazt. Konurnar hafa orðið að taka al- geran þátt í stríðinu og störfum sem að því lúta, en karlmenn- irnir eru aftur á móti farnir að elda mat, hugsa um börn og sinna öðrum heimilisstörfum þegar þannig stendur á. Eitthvað svipað þessu held ég hafi gerzt í Rússlandi. Fyrst var það bylt- ingin og stríðin upp úr henni og svo kemur föðurlandsstríðið mikla. Nú, þegar allir karlmenn eru úti að stríða, þá eru kon- urnar heima og verða að vinna allt. En ég held að eftir stríðið hafi komið dálítið bakslag í þess- um málum í sósíalísku löndun- um og konurnar hafi í nokkrum mæli þokazt inn á heimilin aft- ur. Þetta er saga sem oft hefur endurtekið sig: þegar byltingar hafa verið leiddar til lykta og sigurs, þá hefur konan eftir sem áður setið í eldhúsinu. Aftur á móti er eins og við vitum á stefnuskrá kommúnista og sósíalista að algert jafnrétti skuli ríkja með kynjunum; þeir reyna að minnsta kosti að láta það líta þannig út; í Sovétríkj- unum eru þeir með konur í Æðstaráðinu. En nú vitum við að þar í landi eru miklu fleiri kon- ur en karlar, þar eð karlmönn- unum var gegndarlaust slátrað í stríðinu, svo að réttu lagi ættu að vera fleiri konur en karlar í Æðstaráðinu. En þær eru þar auðvitað miklu færri. Fúrtséva var menntamálaráðherra hjá þeim um skeið, og eru þar með taldar þær konur sovézkar er komizt hafa í raunverulegar valdastöður. Þær eru þingmenn, varaborgarstjórar, læknar, kenn- arar og verkfræðingar, og sællar minningar sendu þeir Teresj- kovu út í geiminn, en samt sem áður held ég því miður að áhrif konunnar í Sovétrikjunum séu 44 VIKAN 33- tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.