Vikan


Vikan - 13.08.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 13.08.1970, Blaðsíða 40
og næði kom Mrs. Thievery og stökk uppá borðið. Henni skrik- aði fótur, svo að hún rak sig á stafla af bókum, sem stóð upp við vegginn. — Kattarskrattar, þrusaði ég og brá við til að færa bækurnar í samt lag. Þá kom ég auga á sígarettupakka ... það sem mig langaði mest í af öllu! Hann hlaut að hafa lent á bak við bókastafl- ann fyrir löngu. Ég fékk mér svo minn fyrsta reyk í mánuð og naut hans dýrlega. Eftir fimm daga var ég búinn með úr pakkanum og jafn eirðar- laus og fyrr. Ég reyndi að breyta tóbakslönguninni í löngun í kjöt. Mér datt meira að segja í hug að aflífa vin minn villigæsina. En ég gat ekki fengið það af mér. Kjöthungur mitt stilltist nokk- uð er ég hafði upp á skjaldböku. Ég hélt jólakvöldið hátíðlegt með skjaldbökusteik. Niðursoðna kjötinu lauk ég á nýársdag. Þetta kjötát hafði furðumikil áhrif á geðslag mitt. Ég gleymdi því að ég hafði ekki sígarettur, og allt tók á sig bjartari liti. Ég styrktist nú nóg til að geta lokið við að gera öldubrjótinn. Hann hafði kostað mig sex mán- aða strit. Ég var stoltur af verki mínu og skrifaði í dagbókina: „Öldubrjóturinn var tekinn í notkun við hátíðlega athöfn er forseti eyjarinnar, Mr. Tom-Tom, stjórnaði, Hann hældi bygginga- meistaranum og aðstoðarmönn- um hans fyrir gott starf. Mrs. Thievery bar fram kvöldteið. Herra Spör, hinn ungi tónsnill- ingur, söng gamansama söngva við mikinn fögnuð. Kvöldinu lauk með því að allir sungu þjóð- söng Suvarov: „Við höfum ekki séð skip í mörg ár.“ STORMUR Næsta morgun var veðrið svo kyrrt og ósjálfrátt fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu. Loftvogin féll með í- skyggilegum hraða. Það var eng- inn vafi á því að illviðri var í að- sigi. Ég flutti matvæli í húsið. Hænsnin f engu margra daga skammt í einu. Um tólfleytið voru hvítir öldutoppar farnir að sjást úti á sjónum. Síðdegis komu meters- háar öldu æðandi upp í fjöru. Miklar flóðbylgjur ruddust inn í lónið, en höfðu misst nokkuð af krafti sínum þegar þær voru komnar svo langt. Ég varð að halda dauðahaldi í eitt tréð til að fjúka ekki út í veð- ur og vind. Kókospálmi einn féll með braki og brestum. Vindur- inn ýlfraði í pálmakrónunum. Óveðrið bauð upp á einstæða og hræðilega sýn. Ég komst í hann krappann á leiðinni til hússins, því að grein- ar og annað drasl skall stöðugt á mér. Kókoshnetur skullu á þak- inu svo húsið lék allt á reiði- skjálfi. Ég svaf ekkert næstu nótt. Allt í einu hejmðist mikið brak. Ég þaut fram að dyrum og reyndi að opna, en árangurslaust. Þá skildi ég hvað hafði komið fyrir: verandarþakið hafði fokið niður og lent fyrir dyrunum! Það fór að rigna, og droparnir skullu á þakinu. Hvassviðrinu var nú heldur tekið að slota. Loftvogin steig hægt. Feginn sofnaði ég með kettina kúrandi til fóta. Næsta dag morgun skein sólin eins og ekkert hefði komið fyrir. Úti var allt á úti og stúi. Fjögur stór tré höfðu skollið yfir garð- inn. Girðingin kringum hænsna- garðinn var öll upprifin. Banana- tré eitt hafði rifnað upp með rót- umó. Veröndin var ekkert nema brak. Ég gekk til strandar yfir fallin tré og greinar. Öldubrjóturinn, stolt mitt, var á bak og burt! Ég starði. Árangur sex mánaða erfiðis var að engu orðinn á sex klukkustundum! Ég var svo sleg- inn að ég bölvaði ekki einusinni, heldur gekk aftur hægt heim í kofa. Ég reyndi ekki að endurbyggja öldubrjótinn. Það tók sex vikur að taka ti leftir storminn að öðru leyti. ☆ Hún býr í helgarhjónabandi Framhald af bls. 9. en hún lék Fleur að nokkuð kvað að henni. Sænskur blaðamaður fékk skyndiviðtal við hana, er Saga Forsyteættarinnar herjaði sem farsótt um Norðurlöndin. Hann segir: „Hún svarar hverri spurningu fyrir sig, eins og hún sé að raða í skúffu, og skiptir stöðugt um svip. Þegar ég segi að henni sé óhætt að tala óhikað, þetta sé ekki réttarhald, þá segir hún: — Maður verður að vanda mál sitt. . . .“ Stundum finnur hún upp á undarlegustu hlutum. Eftir að hún hafði fengið mjög góða dóma fyrir að leika á móti Albert Finney og Cliff Richards á leiksviði í Westend og fyrir sjónvarpsþátt í New York, þá hvarf hún skyndilega, fór til Afríku undir fölsku nafni. Síðar sagði hún vinum sínum að hún hefði farið til Alberts Schweizer í Lambarene, til að sjá eitthvað raunverulegt. — Það er orðið svo erfitt að komast í samband við meðbræður sína, segir hún, — við verðum stöðugt fátækari í öllum okkar auði. Þegar hún er spurð hvort hún sé alvarlega þenkjandi kona, þá segir hún: — Stundum er ég alltof upp- tekin af sjálfri mér og áhyggj- um annarra. ’Ég hef eytt miklum peningum. Ég hef líka oft tekið sjálfa mig alltof hátíðlega. Það geri ég ennþá. En ef það geng- ur of langt, þá fer Pierre að hlæja að því öllu saman, og það endar með því að ég hlæ með honum... . Sjónvarp á brúökaupsdaginn Framhald af bls. 29. — Ég fer frá þér! hrópaði hún. — Þú getur .... Símhringing tók fram í fyr- ir Alice og yfirgnæfði hana. Hún þreif tólið af og öskraði „halló“, en þegar hún heyrði röddina, varð hún róleg. Hún hlustaði þögul, skaut inn að- eins fáum athugasemdum. — Það er hræðilegt, hvísl- aði hún, þegar hún hafði lagt tólið á. — Og að það skyldi koma fyrir einmitt núna! Án þess að skipta sér af töskunni, gekk hún niður í stofuna. Chris fylgdi henni ráðvilltur eftir. — Segðu mér, hvað það er, sem er svo hræðilegt? — Þetta, sem aðeins getur snortið mig! Við, konur, erum dæmdar frá fæðingu! — Góða bezta, ertu veik, Alice. Áttu að fara á sjúkra- hús? — Já, eitthvað í þá áttina. — Núna, strax? — Nei. — Já, en góða, þú verður að útskýra þetta! — Við eigum von á barni! — Já, en það er dásamlegt, sagði Chris hlæjandi. — Setztu nú hérna á sófann og slappaðu af . . . Nei, nei, sittu kyrr, bætti hann við, þegar hringt var dyrabjöllunni. — Nú skal ég fara til dyra. Chris opnaði dyrnar, og tveir menn komu inn með risastórt sjón- varpstæki. — Það er til þín, sagði hann brosandi og rétti Alice bréfspjald, sem fylgdi með. Alice opnaði umslagið: — Ástin mín, las hún. — Hjarta mitt, sem er fullt af ástúð og samvizkubiti, getur ekki slegið án þín. Ást okkar er meiri en sjónvarp. Fyrirgefðu mér. Þinn Chris. —Ó, hvað á ég að gera við þig? sagði Alice hlæjandi og kastaði sér í faðm hans. — Taka mig, eins og ég er, hvíslaði hann með munninn þétt við eyra hennar. ☆ Sykurmolar Satans Framhald af bls. 25. SMYGLAÐ GEGNUM FORNEB U -FLU G V ÖLL Annar Bandaríkjamaður, sem lengi vel var einn um hituna, notaði Fornebu-flug- völlinn sem dreifingarstöð fyrir LSD hópana. Hann kom beint frá New York, oft og mörguin sinnum, alltaf með LSD fyrir hundruðir þúsunda saumað inn í buxna- strenginn, og var aldrei grip- inn af tollvörðum þar. Hann keypti LSD töflurnar í Kali- forniu fyrir rúmar 37 krón- ur en seldi þær svo í Noregi og Svíþjóð fyrir um 750 krónur. Hann fékk peninga lil að kaupa LSD í Kaliforniu með þvi að smygla hassis frá Kaupmannahöfn til Banda- ríkjanna, svo þetta var reglu- legur vítahringur. Það eru aðallega flóttamenn i her Bandarikjanna, sem hafa leitað liælis í Svíþjóð, sem eru uppvísir að því að smygla LSD til Noregs og Svíþjóðar. Mjög fáir nota sjálfir eitur- lyf. En einn féll fyrir freist- ingunni og hefur nú legið á geðveikrasjúkrahúsi í Sví- þjóð í marga mánuði! Er LSD þá svona hættu- legt? Einn af fremstu sérfræð- ingum i Noregi, Gordon Johnson, yfirlæknir við Mo- dum Bad, segir: — Að taka skammt af LSD er eins og að stinga hnífi í lieilann og snúa honum í hring. Yfir- læknirinn er einn af þeirn fáu geðsjúkdómalæknum sem nola LSD til lækninga, en aðeins á sjúkhngum, sem þjást af ólæknandi geðveiki og hafa verið „vonlausir“ til margra ára, og þá notar liann LSD sem síðuslu til- raun og undir ströngu eftir- liti. Það er aldrei að vita hvernig það verkar. Ef ógætilega er með það farið, getur „ferðin“ orðið yfir landamærin. Sögur um LSD liarmleiki eru óteljandi, um fólk sem drepur eða lætur sjálft lífið undir áhrifum LSD. Sumir fleygja sér lit um glugga á háhýsum og halda að þeir geti flogið. Aðrir halda sig geta gengið 40 VIKAN 33- tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.