Vikan


Vikan - 13.08.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 13.08.1970, Blaðsíða 13
reyna í angist að halda í hinn gamla heim, af því að þær eru ekki undir það búnar að taka á sig þær skyldur, sem þær þó í rauninni komast ekki hjá að taka á sig, ef þær eiga að geta verið gildir þegnar í þjóðfélag- inu. Þetta mundi ein skýringin á því, að konur kváðu yfirleitt ívið íhaldssamari í stjórnmálum og þjóðfélagsmálum en karlar? Já, það stafar meðal ann- ars af því að þær treysta sér ekki til að tileinka sér ný við- horf, telja sig ekki vera og eru ekki undir það búnar. Það er líka annað, sem er mjög eftir- tektarvert þessu viðvíkjandi, að þessi uppreisn konunnar, sem er að hefjast nú um allan heim, minnir að mörgu leyti á ungl- inga- og stúdentauppreisnirnar. Þetta stafar einfaldlega af því að staða konunnar í heiminum er eins og staða unglingsins. Hún hefur lifað í heimi, þar sem hún hefur raunverulega ekki sjálfs- forræði. Hún hefur ekki haft af- gerandi vald til að móta sinn heim. Hún er þiggjandi, passíf- ur þátttakandi í heiminum, sem hún lifir í. Þess vegna er ekki nema eðlilegt að uppreisn henn- ar verði dálítið fálmandi, eins og þreifað sé fyrir sér, prófað sig áfram með hitt og þetta. — Hvernig hefur þetta spurzt fyrir hjá konum vítt og breitt? — Þegar ég flutti í útvarpið erindið um Rauðsokkahreyfing- una, sem síðan kom í Þjóðviljan- um undir fyrirsögninni: „Öreiga- lýður í velferðarþjóðfélagi", þá varð ég vör við að sumar konur urðu reiðar. Kunningi minn, Englendingur sem var í vinnu- mennsku uppi í Hvítársíðu í Borgarfirði, sagði mér að bónda- konurnar þar hefðu orðið af- skaplega reiðar og hneykslazt á að kona skyldi leyfa sér að tala svona í útvarpið. Og ég veit að nokkrar verkakonur í fiskiðju- veri hringdu í Þjóðviljann og voru afskaplega reiðar yfir því að vera kallaðar íhlaupavinnu- lýður. Þó vitum við að þær eru einmitt það, og meira að segja í sama blaðinu og birti þessar umkvartanir, var á baksíðunni viðtal við verkakonur, sem standa einhuga að verkfallsboð- un í Reykjavík. Þar stendur orðrétt: „Verkakonur búa við lítið at- vinnuöryggi. Ef þær sinna ekki kalli stöðugt, geta þær búizt við að lenda á byrjunarlaunum eins og sextán ára stúlka, sem er að byrja fiskvinnu, borið saman við eldri verkakonur í starfi, sem hafa kannski unnið árum saman hjá sama frystihúsinu. Verka- konur eiga að öðlast hærri taxta, ef þær hafa unnið lengur en tvö ár hjá sömu frystihúsum. Einu sinni kom það fyrir mig að sinna ekki kalli einn dag vikunnar og datt ég þá niður í byrjunarlaun um skeið, og hafði þá unnið mörg ár hjá sama frystihúsinu." Hvað er þetta annað en íhlaupavinnulýður, sem hefur engin réttindi? Ég var nú að hlæja að því, að þær vildu kann- ski láta kalla sig flökunargyðj- ur eða vinnufrúr. Konur vilja ekki láta líta á sig sem verka- lýð, eða kalla hlutina sínum réttu nöfnum; þær eru svo ald- ar upp í þessu forfínaða viðhorfi að talað sé við þær eins og döm- ur, frúr. Þær horfast ekki í augu við ástandið eins og það er. Og meðan þær taka ekki raunhæft á hlutunum, þá lagast auðvitað ekkert. — En ekki snerust nú allar við þessu þannig. — Nei, langt í frá. Þannig hringdi í mig Jakobína Sigurð- ardóttir í Garði, til að biðja mig að senda sér allar greinar og allt, sem hefði birzt um þetta, því að hún var með brennandi áhuga á málinu og sagðist þegar líta á sig sem Rauðsokku. Og ég vonast eftir skýrslu frá henni um stöðu bóndakonunnar. Ég lít einmitt svo á að einn megintil- gangur þessarar hreyfingar, sem er að verða til hér, sé að fá fólk til að tala um þessa hluti, fá skýrslur frá sem flestum starfs- stéttum og ekki sízt karlmönn- um. — Já, það virðist ljóst.að bar- áttumál hreyfingarinnar séu ekki síður hagsmunamál fyrir karla en konur. — I því sambandi má vitna í eitt af því ágætasta, sem skrifað hefur verið um þetta hér á landi, en það er grein sem Ásmundur Sigurjónsson, blaðamaður á Þjóðviljanum, skrifaði í það blað tíunda júní síðastliðinn. Grein- ina kallar Ásmundur: Það er í karlmannsins þágu að styðja frelsisbaráttu konunnar. Þetta er ákaflega merk grein. Ásmundur fékk mikinn áhuga á þessu og fór í sambandi við þetta að velta fyrir sér stöðu konunnar í sósíal- íska heiminum, sem auðvitað getur verið forvitnilegt til sam- anburðar fyrir konur á Vestur- löndum. Útfrá Uppruna fjöl- skyldunnar eftir Engels fór hann að velta fyrir sér viðhorfi þeirra Karls Marx og Engels til kon- unnar, og hvernig þetta viktorí- Framhald á bls. 44 33. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.