Vikan


Vikan - 13.08.1970, Blaðsíða 29

Vikan - 13.08.1970, Blaðsíða 29
r Að lokum fékk Chris sam- band, og nú heyrðist rödd þularins: „Við biðjum yður að afsaka, en við höfum orðið i'yrir svolitlu vélar-óhappi.“ Chris kastaði símanum á. — Hvað heldur þú að fólk segi við þessu? stundi hann. — Láttu það ekki á þig fá, Chris. Sálarástand barnsins þíns er mikilvægara. Þetta í kvöld er okkar sök, við höf- um vanrækt hana. — Já, sagði Chris ákveð- inn. — Við hefðum átt að veita henni ráðningu, allt frá því að hún fór að ganga. Við sendum hana í nýtízku skóla, þar sem agi þekkist ekki. Og svo þetta .... og það er allt þessum bölvaða sýningar- kassa að þakka. Chris þaut á fætur og end- aði með fæturna inni í miðju sjónvarpstjaldinu. „Blim“ hevrðist í hátalarnum, og þúsundir glerbrota þyrluðust inn í tækið. Hr. og frú Gans voru ein- mitt nýkomin til að halda upp á sættirnar við Chris og Al- iee, þegar Debbie kom æð- andi inn. — Sjáið, hvað ég hef feng- ið, hrópaði hún ánægð og veifaði pappírsörk. — Eitt hundrað dollara í rikisskulda- bréfum fyrir að taka þátt í sjónvarpsdagskrá. Sáuð þið mig ekki? Skuldabréfin eru víst ekki nema 75 dollarar í dag, en eftir tíu ár, get ég fengið eitt hundrað dollara fyrir þau! Chris gekk ógnandi í áttina til hennar. — Og hver segir að þú eigir eftir að upplifa það? Debbie forðaði sér óttasleg- in til hliðar, en hann greip fast um handlegginn á henni. — Komdu með föður þínum upp á loft, og við skulum tala alvarlega saman. Alice hljóp til þeirra og stillti sér til varnar fvrir framan Debbie. — Þú vogar þér ekki að snerta hana, öskraði hún reiðilega. — Á það að þýða að ég liafi ekki meira af mínum eig- in börnum að segja? spurði Chris fokvondur. — Þú snertir hana ekki, endurtók Alice. Chris kinkaði kolli með samanbitnar varir: — Það er í lagi. Héðan í frá eru þetta þín börn, og ég hverf á brott héðan úr húsinu. Hann hikaði um stund, en enginn sagði neitt. Hann sneri sér við og gekk í burtu. — Þetta er einnig þín sök! sagði frú Gans titrandi af sorg við eiginmann sinn, þeg- ar Chris Skellti á eftir sér hurðinni. — Ætlið þið pabbi að skiljast? spurði Debbie móð- ur sína við morgunverðar- borðið tveim dögum eftir að Chris hafði farið að heiman. — Það heitir að skilja, en ekki skiljast. Hve oft á ég að segja það? Annars veit ég það ekki, sagði Alice skjót- lega. — En ef af því verður, skal ég áreiðanlega sjá um ykkur. — Eg segi við dómarann, að ég elski ykkur bæði jafn mikið, sagði Debbie. — Ha, þú verður hin svartklædda í vitnastúkunni, sagði Okkie hæðnislega. — En hvað með peninga? Ætlar pabbi að senda okkur þá? — Það neyðist hann til að gera, svaraði Alice og reyndi að leyna fyrir börnunum, hve leitt henni þótti að tala um þetta. — Aumingja pabbi! sagði Debbie. — Aumingja pabbi? Hvað áttu við með því?. spurði Al- ice. — Hann er sjálfsagt óham- iiigjusamur, heldurðu það ekki. Eg hugsa að hann sakni okkar. — Já, en ég er nú líka ó- hamingjusöm, mótmælti Al- ice. — Þú hefur okkur, sagði Okkie hughreystandi. — Já, það veit ég, and- varpaði Alice, — en þið mun- uð skilja mig betur þegar þið verðið fullorðin. — Já, þetta segið þið allt- af! En heldurðu ekki að pabbi komi aftur? Alice svaraði ekki. Bud heimsótti Alice eftir hádegið. — Ég hef talað við Chris, sagði hann. — Honum líður alveg hryllilega og vill sætta sig við allt, bara ef hann má koma heim aftur. — Ekki hef ég beðið hann um að fara, svaraði Alice. — En ég á kannske bara að sitja og bíða eftir að hann komi heim? — Ja . .. Bud hikaði að- eins. — Það er nefnilega svo, að hann er í rauninni næstum kominn heim. Hann stendur úti á götunni og bíður eftir því að ég kalli í hann. Alice blístraði lágt: —Jæja, þannig. Chris stendur úti á götu. En kallaðu þá á hann, Bud! Stattu ekki þarna og láttu eins og kjáni! Bud flýtti sér út á svalirn- ar. — Það er allt í lagi, Chris! kallaði hann. Og Bud var varla kominn inn í herbergið aftur, þegar Chris stóð þar. Debbie og Okkie þutu um hálsinn á honum. Alice gekk upp á loft, án þess að virða hann viðlits. Chris fór á eftir henni. Angistarfullur horfði hann á, að hún byrjaði að pakka niður í ferðatösku. — Já, en . . . . já, en . . . . kæra Alice . .. — Allir eru hamingjusam- ir yfir að þú ert kominn, en bara ekki ég, tók hún fram í fyrir honum. — Þú getur ekki bara horfið, þegar þig langar til og svo beðið eftir því að ég sé tilbúin að taka á móti þér með opnum örmum, þegar þú kemur aftur. — Eg var bara svolítið fljótfærinn .... — Ef til vill, tók hún fram í. — En ég er ekki fljótfærin. Það er með köldu blóði að ég yfirgef þig! Þú skalt vita það! Chris starði samanbrotinn á hana. — Að þú . . . að þú . . hvað? En það getur þú ekki! Framhald á bls. 40. Þú misskilur mig, sagði Chris hlæjandi. £g get bara vel fellt mig við foreldra þína, og mér þykir vænt um póst- kortin þeirra frá útlöndum. En Alice, eigum við ekki að fara eitthvað? Alice hlustaði ekki á hann. Án þess að mæla orð frá vörum hljóp hún upp í svefn- herbergið. Og skömmu síðar kastaði hún náttfötum Chris til hans og læsti síðan kyrfilega svefnherbergis- dyrunum ... Þegar Chris og Alice komu heim aftur, var farið að líða að kvöldi. Okkie og þjónustu- stúlkan sátu dáleidd af hrifn- ingu við sjónvarps- tækið. - Nú, það er búið að gera við það, sagði Chris... V____________________> 33. tw: VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.