Vikan


Vikan - 03.09.1970, Page 4

Vikan - 03.09.1970, Page 4
r 9 3IÐAI ;íðas ú Góður er hver genginn, en illur aftur fenginn. íslenzkur málsháttur. Ungfrú Svíþjóð 1970 Þessi kroppur tilheyrir ung- frú Svíþjóð árið 1970, en hún heitir Britt-Irtger Johansson, er 20 ára og ættuð frá Kalmar. Hún tók þátt í keppninni um titilinn „Ungfrú Alheimur", sem háð var í Flórída ekki alls fyrir löngu, og þar hafnaði hún meðal 15 þeirra álitlegustu. Nú hef- ur Britt-Inger ákveðið að setjast að í Ameríku, því í Svíþjóð sé lítið fyrir hana. Einu sinni var hún trúlofuð Ameríkana, og ætl- uðu þau að gifta sig 4. júlí sl., en eftir að hún varð ungfrú Sví- þjóð, fyrr í sumar, hætti hún við allt —- og enn bíður Alan eftir henni. Biskupinn sieppur Nú hefur verið hætt við að stefna þýzka biskupnum frá Múnchen, Matthíasi Defregger, fyrir rétt, en hann hafði verið bendlaður við stríðsglæpi nazista í heimsstyrjöldinni síðari. Hafði þessum rómversk-kaþólska bis- kupi verið gefið það að sök, að hafa látið taka af lífi 17 óbreytta ítalska borgara, í hefndarskyni fyrir árás sem Italir gerðu á Þjóð- verja, en biskupinn var háttsett- ur í Wehrmacht-leyniþjónust- unni á Hitlerstímanum. Eftir að þýzk yfirvöld höfðu athugað málið í heilt ár og yfirheyrt 200 vitni, komust þau að þeirri nið- urstöðu að ekkert væri hæft í þessum „orðrómi“. Sinfónísk tilþrif Nei, þetta er ekki Robert Plant á Isle of Weight, heldur er þetta Leonard Bernstein, snillingurinn sá, sem hér er að stjórna sin- fóníuhljómsveitinni í Los Angel- es, þar sem eingöngu voru leik- in verk eftir Mahler og Beet- hoven. Að hljómleikunum lokn- um stóðu hljóðfæraleikararnir upp og klöppuðu stanzlaust (fyr- ir Bernstein) í rúmar 10 mínút- ur. Bernstein er með skemmti- legri „sjónvarpsfígúrum“, og það væri óskandi að sjónvarpið héldi áfram að sýna þættina „Hljóm- leikar unga fólksins". En úr því við erum farnir að tala um hljómlist og sjónvarp, er ekki úr vegi að mæla með því við dagskrárstjórn sjónvarpsins, að endurtekinn verði þátturinn „Hljóð eða tónlist?“, sem sýndur var um miðjan sl. mánuð. Hann er með því merkilegra sem við höfum séð um þessi efni. BB BRIGITTE Bardot hefur nú endurheimt þessa heimsfrægu STUTT OG LAG- GOTT „Ég borgaði sjö dollara fyrir þessa bók og svo er hún um pólitík!‘“ sagði ung og reið og nýgift bandarísk kona, er hún hafði kynnt sér efni bókarinnar The Making of a President (Forseti búinn til). skammstöfun, en á tímabili var það bandaríska hljómsveitin Beach Boys sem hana „átti“. — Þetta er nýleg mynd af henni, tekin fyrir utan villuna La Ma- draque, og með henni á mynd- inni er sonur hennar, Nikulús, sem nú er 10 ára. Býr hann hjá föður sínum, Jacques Charrier, og lætur sig dreyma um að verða geimfari. BB segist láta sig dreyma um að verða góð móðir. Núverandi fylgisveinn hennar er Patrick Gilles, og hafa þau hang- ið saman í heilt ár — en sam- kvæmt BB láta þau ekki einu sinni eftir sér að hugsa um hjónaband. 4 VIKAN 36. tbi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.