Vikan


Vikan - 03.09.1970, Side 7

Vikan - 03.09.1970, Side 7
Líklega er hann ekkert yfirmáta hrifinn af þér, fyrst hann hefur dregi'ð úr sókninni. Kannski vill hann forðast öll fastari sambönd og hefur því orðið smásmeykur þegar hann sannfrétti að þú vær- ir hrifin af honum. Þú segir að hann sé feiminn; kannski hafa mishsppnaðar tilraunir hans (því okkur skilst að þær hafi ekki tekizt) dregið eitthvað úr sjálfs- trausti hans. Þú gerðir kannski rétt í því að grafast fyrst fyrir um hverjar af þessum tilgátum eru næstar sanni, og hafa síðan samband við okkur aftur. Þá gætum við betur gefið þér ráð til að krækja í hann. Skriftin er mjög snotur og bendir til að þú sért mjög kven- leg í þér. Heldur ekki framhjá Sauðárkróki, 11/8 1970. Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður og ætla ég bara að vona að þú getir hjálpað mér í vandræðum mínum. Þannig er mál með vexti að ég er hrifin af strák og hef verið það í eitt ár og fjörutíu daga ná- kvæmlega, hann veit að ég er hrifin af honum því að ég hef alveg sagt honum það, svo þegar ég spyr hann hvort hann sé hrif- inn af mér, þá svarar hann á þessa leið: Ég veit ekki E (staf- urinn minn), ég er með stelpu og held ekki framhjá. Mér skilst á honum að hann geti ekki gert upp á milli okkar. Já og annað, við höfum verið saman og skrifuðumst á allan síðastliðinn vetur. Nú, kæri Póstur, viltu vera svo vænn að gefa mér ráð, en það þýðir ekk- ert að segja „gleymdu honum“, því ég get alls ekki gleymt hon- 'um hvernig sem ég reyni. Virðingarfyllst, E. P.S. Hvernig eiga tvíburarnir og vogarmerkið saman? Vonandi geturðu lesið þetta krass. Það er alveg ástæðulaust fyrir þig að reyna að gleyma honum eða örvænta að svo komnu máli; fyrst hann er sem sagt á báðum áttum og þið eruð nokkuð góðir vinir, þá ættirðu að hafa þó nokkra von. Ilann getur ekki gert unp á milli ykkar eins og svo algengt cr, en það að hann skuli ómögulega vilja halda framhjá þótt honum bjóðist bendir til að hann sé meiri skap- f°stumaður en illgjarnar tungur herma að ungir menn séu al- mennt nú til dags. Líklega er hep'oilee-ast fyrir þig að vera ýt- in í sóknum, láta hann stöðugt vita að þú hafir áfram hug á honum, en umfram allt ekki vera frek, það er líklegast til að stuða þá manngerð, sem hann virðist vera af. Þér tekst að öll- um líkindum bezt við hann ef þú kemur fram af kvenlegri hátt- prýði og þolinmæði. Vogarfólk og tvíburar eru hvorttveggja félagsverur, kunna bezt við sig í víðtækum sam- böndum við annað fólk og eiga gott með að aðlagast öðrum. — Þeim tekst yfirleitt ágætlega að vinna og lifa saman. Stéttlaust þjóSfélag - nei takk Reykjavík, 17/8 1970. Kæri Póstur! Ástæðan til þess að ég bið þig að ljá þessu bréfi rúm í dálkum þínum er bréf, sem ég var að lesa í þér áðan. ÞaS er skrifað í tilefni skoðanakönnunar ykkar meðal unga fólksins og ber heit- ið: Stéttaskipting í vexti. Ég skrifa þetta vegna þess að ég er algerlega ósammála bréfritara um þetta. Stéttaskipting er sama og engin á íslandi, og þykir mér það stórum miður. Ég skal skýra ástæður þessarar skoðunar minn- ar dálítið. Onnur eins reginvitleysa og sú fullyrðing að stéttlaust þjóðfé- lag eigi rétt á sér byggist á þeirri skoðun að allir menn séu eins að hæfileikum, upplagi og menntun, sem þeir auðvitað eru ekki og geta aldrei orðið. Hvað mikið sem reynt er að draga úr stétta- mismuninum skýtur hann alltaf aftur upp kollinum í einhverri mynd. Fólk með svipuð áhuga- mál, svipaða menntun og svo framvegis hópar sig saman, einfaldlega vegna þess að með því móti líkar því lífið bezt. Lík börn leika bezt, segir málshátt- urinn. Ée get, tekið einfalt dæmi, sem flestir íslendingar kannast síálfsagt við. Hugsum okkur að fólk úr alls konar ólíkum starfs- hópum og með ólíka menntun komi saman í partí. Það partí verður aleerlega misheppnað, -'’egna þess að ómögulegt er að finna neitt umræðuefni, sem all- ir geta talað um, nema kannski i'eðrið. Og svo endar allt með leiðindum og úlfúð. Nei, það fer bezt á því að lofa stéttunum að þróast í friði, lofa öllum að samlagast þeim þjóðfé- lagshópum, sem þeir eiga bezt heimi í. Með því móti væri hægt að koma í veg fyrir fjölmörg leiðinleg og særandi atvik, sem stöðugt eru að koma fyrir í þess- ari stéttleysisringulreið, sem er eitt megineinkenni íslenzka þjóð- félagsins. Virðingarfyllst, Stéttvís. NÝTT FRÁ DU PONT Með nýja „RALLY"*bílabóninu frá Du Pont má bóna bílinn á aðeins OtjPLöLGJ 1/2 klst. Reynið„RALLY"*strax í dag. sfmfIsooo178 • skrásett vörumerki Du Pont GERIÐ BEZTU KAUP í HÚS- GOGNUM SEM ÞÉR HUGSAN- LEGA GETIÐ GERT. Sendum hvert á land sem er. AUÐBREKKU 59 KÓPAVOGI T\ sími 42400 36. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.