Vikan


Vikan - 03.09.1970, Síða 13

Vikan - 03.09.1970, Síða 13
jafnvæginu, líkamlegar og andlegar truflan- ir. Það er mjög sjaldgæft að starfsemi líf- færanna sé alveg eðlileg. En í hvert sinn, sem einhver óregla kemur á kerfið, skemm- ast örlitlar vöðvatrefjar. Það er hin nýja kenning. Þetta skeður í áföngum og venju- lega í vinstri hlið hjartans. Það er ekki hægt að komast hjá að finna til þess, vegna þess að það orsakar sársauka. Ef blóðstreymi truflast af einhverjum or- sökum, þá deyr sá vöðvavefur í hjartanu, sem átti að fá næringu sína gegnum þá ákveðnu æð og þá er komin stífla. Það hefur sýnt sig að svo að segja alltaf byrja kransæðastíflur vinstra megin. Það hefur verið vitað allt frá árinu 1850. Og þar við bætist að það er hægt að sanna að vöðva- vefir í hjartanu skemmast í áföngum. -— „Vefjadauða" kalla læknar það, og það hef- ur án efa mikil áhrif á verkanir kransæða- stíflunnar. Æðastífla kemur ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún sendir boð á undan sér Þverskurðlur af slagæð. Þar sést hvernig líkaminn „jafnar“ ójöfnurnar, með því að einangra fitu, bandvefji og annað, til að hringrásin geti haldizt. Hjartað og kransæðar þess. Þvcrskurðurinn að neð- an til hægri sýnir hinar fyrri kransæðastíflukenn- injar, þp.r sem æðakölkun stíflar æðina og hindrar hringrás’na. Nýja kenningin er sýnd á hinni þver- skurðarmyndinni. Þar sést að æðin er aflöguð, cn s int cr nægilegt pláss til að blóðrennslið haidist. og þau hafa sársauka í för með sér. Það er mjög áríðandi að skrifa það bak við eyrað. Ef einhver óvenjuleg tilfinning er fyrir hjartanu, verða menn að taka það alvar- lega. Það er merki um að eitthvað óeðlilegt sé að ske í hjartavöðvanum. Og allt sem fyrir þennan vöðva kann að koma, getur verið fyrirboði um alvarlega stíflu. Hvaða fyrirboða eða sjúkdómseinkenni er þá ástæða til að óttast? Það getur verið sviði fyrir hjartanu, þrýst- ingur, krampi, stingur eða andþrengsli. Kvalir, sem líkjast gigtarverk og ná út í vinstri öxl og arm, jafnvel líka vinstra meg- in í bakinu, geta bent í áttina að truflun við hjartað og sömuleiðis þrýstingur við brjóstbeinið, andarteppa og skyndileg þreyta. Ef fólk vaknar skyndilega af svefni og getur ekki sofnað aftur, óþægindi við að liggja á vinstri hlið, andarteppa, ef lagzt er niður og hræðslutilfinning, sérstaklega í draumum, sem eru bundnir líffræðilegum óþægindum. Líffræðilega séð er einmitt lykilorðið. — Eftir kransæðastíflukenningunni getur hjart- að verið heilbrigt, líffræðilega séð, þótt mað- urinn finni til í því. En það hættir strax starfsemi sinni, ef kransæð stíflast. Nýja kenningin gengur út á það að hjartavöðvinn sjálfur hafi getað orðið fyrir áföllum, jafn- vel smátt og smátt, á löngu tímabili, að einn vöðvavefur af öðrum hafi orðið óvirkur. Auðvitað eru ekki allir sammála um þessa kenningu og þá er spurt: „Hvað er með heil- ann? Er æðakölkun ekki svo hættuleg þar heldur og það er, sem kunnugt er, margir sem deyja af heilablóðfalli?" Því svara for- svarsmenn hinnar nýju kenningar, að í heil- anum geti það sama skeð, heilavefjir skemm- ist smátt og smátt, alveg eins og vöðva- vefjir hjartans. Það verður aðeins alvarlegra, þegar „sprenging“ eins og heilablæðing kem- ur til. En þeir vilja ekki kenna æðakölkun einni um slíkt. Af öllum dauðaorsökum, sem hægt er að rekja til æðakölkunar, er „hjartaslagið" það alvarlegasta. Það hefur verið kallað hinn mikli morðingi. Á hverju ári deyja um 800 þúsund Bandaríkjamenn af völdum hjarta- sjúkdóma. Eftir fólksfjölda er þetta nokkuð svipað í öðrum vestrænum löndum. Saman- lagt er þá hægt að telja um tvær milljónir dauðsfalla árlega, af þessum orsökum. Ástandið er svo alvarlegt að heilbrigðis- málastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur helg- að árið 1970 rannsóknum á sviði hjartasjúk- dóma. Það er mjög sennilegt að rannsókn- irnar í Þýzkalandi verði stór liður þar í. Þýzku vísindamennirnir koma ekki aðeins með kenningar, þeir segjast líka geta sýnt fram á árangur. f mörg ár hafa þeir beint rannsóknum sínum að hjartavöðvanum, ekki eingöiigu kransæðunum, eins og mest hefur verið gert fram að þessu. Það er því at- hyglisvert að fylgjast með því sem skeður í þeim tjaldbúðum. • „Myokard-kenningin“ svokallaða hefur verið á döfinni hjá hópi þýzkra vísinda- manna í 22 ár. Þeir hafa reynslu af 16.000 sjúklingum, sem notið hafa læknishjálpar eftir þessum nýju aðferðum. Eftir krans- æðastíflukenningunni hefðu 130 þessara sjúklinga átt að vera dauðadæmdir, 500 með æðastiflu, sem hægt var að ráða við. En eftir „myokard-aðgerð“ breyttust þessar töl- ur. Aðeins 20 af þessum 16.000 sjúklingum voru með æðastíflu, en enginn lifshættulega. Ef fundin hefur verið ný leið til að berjast gegn hjartasjúkdómum, mesta skaðvaldi mannkyns, þá er sannarlega ástæða til að vera þakklátur þeim vísindamönnum, sem ekki voru hræddir við að reyna nýjar leiðir. ☆ 36. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.