Vikan


Vikan - 03.09.1970, Page 16

Vikan - 03.09.1970, Page 16
Peler Brown horfði um stund á hið nafntogaða gistihús, sem lá á móti spilavítinu. Það var þáttur í ferðaáætlun hans að antla að sér að minnsta kosti einu sinni hástéttarandrúms- lofti innan unt fínt l'ólk frá öllunt löndum . . . Stóri ferðamannavagninn nant staðar undir pálmunum fyrir framan lystigarð spilavítisins, og bílstjórinn tilkynnti ferðamönnunum, að nú liefðu þeir tvær klukkustundir til eigin afnota. — Einn farþeginn, Peter Brown frá London, lítill, óásjálegur maður með vingjarnlegt andtlit í ljósum frakka, steig út úr vagninum og stóð lengi og horfði á blátt Miðjarðarhafið og sólbak- aða klettana. Þetta var fögur sjón, en hann hafði þegar séð svo mikið af slilcu í þessari ferð, sem liann hafði safnað fyrir í svo mörg ár. Peter Brown horfði um stund á hið nafntogaða gistihús,. sem lá á móti spilavítinu. Það var þáttur í ferðaáætlun hans að anda að sér a. m. k. einu sinni hástéttarandrúmsloftinu innan um fínt fólk frá öllum löndum . . . og fá kannski að sjá einhvern hnevkslanlegan fyrrverandi einvald. Hann ákvað fljótt að fara inn fyrir hina glæstu veggi, hvíta með tignarlegum svölum og risavöxnum glerrúðum. Hvernig mátti þetla nú samræmast naumum fjárhag Peters Brown og sifelldum sparnaði? Jú, hann hafði fengið smáhugmynd hjá gamla vini sínum honum Bob, áður en hann lagði í ferðina. Gamla góða hugmynd: „Eyddu ekki peningunum þínum í alltof dýra máltíð, ef þú vilt endilega sjá slíkt gistihús að innan. Það geturðu gert ókeypis. Þú ferð bara inn og spyrð eftir kostar ekki neitt einhverjum, sem þú bara býrð til, og á meðan verið er að leita að lionum, geturðu litið í kring- um þig. Það er alveg óhætt.“ Peter Brown gekk upp miklar tröppur með stórum, doltandi marmaraljónum á báða bóga. Einkennisklæddur dyravörður með snjóhvíta hanzka hneigði sig fyrir honum og kom vængja- hurðinni á hréyfingu. Og svo stóð Peter Brown inni í hinu mikla anddyri, þar sem teppalagt gólfið var eins og snjóbreiða, þegar stigið var á það. Nokkrar konur í loðfeldum fóru framhjá honum, og nasir hans titruðu, þegar hann fann ihninn af göfugu ilmvatni. Símar hringdu. Sendisveinar komu hlaupandi með símskeyti á silfurbökkum, og blómastúlkur vögguðu fram- Iijá með bakka fulla af orkideum. Einn veggurinn var næstum einvörðungu úr gleri, og gegn- um hann sá í miðdegisverðargestina við borðin inni í sl(ira veitingasalnum, hvítklædda mat- sveina og göfuga yfjrþjóna á þönum um salinn. Kjólklædd strengjahljómsveit lék, og vínið lindraði í slípuðum glösum. Peter Brown stundi af undrun. Nú var hann kominn inn í heim fína fólksins. Sendisveinninn kom til hans og spurði með hneigingum: „Ilvað er hægt að gera fyrir yður, lierra minn?“ Ég ætlaði að finna hér John nokkurn Smith frá Sheffield, svaraði Peter og brosti vin- gjarnlega. Hann stefndi mér hingað, og ég held hann l)úi á gistihúsinu. Ef hann er ekki kom- inn, bíð ég bara eftir honum. Drengurinn hneigði sig. — Ég skal tala við gestayfirþjóninn. Nafn yðar? — Peter Brown frá London, svaraði Peter af lireinskilni, þvi að hann vildi umfram allt forð- ast vandræði i ókunnu landi. Drengurinn livarf, og Peter liélt áfram að lita í kringum sig. Við stórt gluggaborð inni í veitingasalnum sal ákaflega vel klæddur maður, sem virtist vera um þritugt. Við hliðina á honum í sófanum sat heillandi, kornung stúlka. Þau voru að ljúka snæðingi, og kampavinsflaskan var næstum tóm. Svolítið meira, Maureen? spurði maðurinn og sneri kampavinsflöskunni í isköldum kælin- um. Nei takk, John, sagði hún brosandi. — Mér finnst ég jjegar finna svolítið á mér. En bvað þeir sj)ila dásamlega. - Er það, Maureen? Ég heyri það elcki. Ég hef ekki augu og eyru fyrir öðru en þér. Ilann greip hönd hennar, blíðlega og þéttingsfast. Augu hennar lokuðust dreymandi. Það var eitthvað þessu líkt, sem hana hafði dreymt um, þegar hún hafði fyrst heyrt forcldra sina tala um Miðjarðarhafsferðina, sem til stóð. Auðvitað væru þau dauðskelkuð, ef jiau vissu, að hún hefði átt stefnumót með bráðókunnugum manni. Þannig voru foreldrar hennar. Þau litu alltaf á hana sem barn. Eins og hún væri ekki nógu fullorðin og skynsöm til að horfast í augu við Iieiminn. Maður, sem gat leyft sér að hjóða stúlku á stað sem jænnan, hlaut vissulega að vera mesti sómamaður. Hún hafði kvnnzt lionum daginn áður, jjegar hún laumaðist ein inn í spilavitið, á meðan for- eldrar hennar fengu sér siðdegisblund. Henni hafði dottið í hug að reyna spilaheppni sina, en líi VIKAN 30. tbi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.