Vikan


Vikan - 03.09.1970, Page 19

Vikan - 03.09.1970, Page 19
Ólafur Thors lét ekki standa á ]>ví að gera Ingólf Jónsson að ráðherra, þegar hann var orðinn fyrri ])ing- fulltrúi Rangæinga og liafði að sextán áruni liðnum hefnt rækilega lirakfara Sjálfstæð- isflokksins i liéraðinu 1937. Var Ingólfur viðskiptamála- ráðherra í samstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Fram- sóknarflokksihs 1953—1956, en gerðist hvorki aðsópsmik- ill né áhrifaríkur i því em- bætti. Hann átti svo aftur- kvæmt i stjórnarráðið liaust- ið 1959, þegar samslarf tókst með Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum um stjórn landsins. Kom þá i hans hlut að fara með landbúnað og samgöngumál. Ingólfur hætti ennfremur við sig vita- og hafnamálum um siðustu ára- mót og situr því engan veg- inn auðum höndum. Mest kveður að honum sem land- húnaðarráðlierra, enda telst hann forsprakki Sjálfstæðis- flokksins í þindarlausu kapp- hláppi við Framsóknarflokk- inn um hylli og atkvæði bændastéttarinnar. Kaujjfélagið á Hellu og staðarbragur allur á þorpinu þar hefur átt di-ýgstan þátt í stjórnmálaframa Ingólfs Jónssonar og öðrum áhrif- um lians i Rangárþingi. Ing- ólfur er álmgasamur og stór- huga verzlunarmaður, óspar á góða þjónustu og vingjarn- legt atlæti og fús að ráðast í ýmsar nýjungar. Ennfremur aflaði hanu sér mikils bænda- fylgis sem formaður kjöt- verðlagsnefndar og lielzti málsvari skrúfukenningar- innar, er Ingólfsstyttan svo- kallaða reis hátt úr dýrtíð- arflóði. Ingólfur Jónsson keppir við andstæðinga sína eins og á uppboði með störf- um og tillögum, enda óvenju þróttmikill og framtakssam- ur forkólfur þeirrar lífsskoð- unar að láta ekki lilut sinn eða málefna sinna fyrir nein- um. Hann telst varla mælsku- maður, en honum hefur far- ið svo fram í þeirri iþrótt, að hann þarf lítt að kvíða orðasennum á framhoðs- fundum eða öðrum mál])ing- um. Ingólfur þótti framan af óþægilega einþykkur og heimaríkur, en geð lians hef- ur mýkzt með aldrinum, og nú orðið er hann sleipur og laginn sanmingamaður, ef hann leggur sig fram. Sér- staða lians er einkum, að hann rekur landbúnaðar- s tef nu S j álf s tæðisf lokksi n s og núverandi ríkisstjórnar líkt og einkafyrirtæki og svífst einskis í samkeppni við framsóknarmenn um vf- irboð og gyllingar við ís- lenzka bændur. Hann gerist oft ófyrirleitinn i því efni, en árangurinn tryggir honum völd og álirif, og það er manninum fyrir öllu. Loks kann Ingólfur glögg skil á fólki, landsháttum og þjóð- lífi, en farsæld lians telst sér i lagi, að hann vex af verk- efnum og metorðum. Hann ekur bifreið eins og hann ýti hjólbörum á undan sér, en gefst aldrei upp og kemst þvi leiðar sinnar. Persónu- lega er Ingólfur Jónsson við- kvæmur, þrátt fyrir tillærða og ])jálfaða rósemi, liörund- sár eins og margir fram- gjarnir skapvargar og forvit- inn um menn og málefni. Menningarfrömuður er hann lítill, en eigi að síður dável menntaður af sjálfsnámi og lífsreynslu. Ilann er stoltur fyrir hönd héraðs og sýsl- unga, þó af eigingirni, þar eð hann lítur jafnan stærst á sjálfan sig, en einmitt þess vegna hefur munað svo um Ingólf Jónsson sem raun her vitni. Hann er hamingjusam- ur í einkalífi og hefur séð flesta veraldardrauma sina rætast. Ingólfur Jónsson þótti að- sópsmikill fiskaðgerðarmað- ur vertíðarinnar í Vest- mannaeyjum, en hann hefur einnig hlaðið fyrir djúpar ár í Rangárþingi, sem voru illar yfirferðar og óþekkilegar ásýndum, og hjálpað grösum að lifna og spretta víða um íslenzkar sveitir. Hann brauzt ungur úr fenjamýri og rek- ur grónar götur meðfram straumþungum fallvötnum upp í móti. Ingólfur Jónsson er svo djarfur og heimtu- frekur að setja markið liátt, og ákvörðunarstaðurinn kynni að verða snævinn Heklutindur. Gotl er um að litast i fögru veðri á þeirri sjónarhæð, en lágsveitar- manni mun þar liætt, ef f jall- ið gýs og jörðin brennur. se. tbi. vnvAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.