Vikan - 03.09.1970, Qupperneq 43
Malta súkkulaðikexið er sjálfkjörið í hópi kátra félaga. Ánægjan
fylgir Malta jafnt á ferð sem flugi, — hvert sem er.
Það leynir sér aldrei,— Malta bragðast miklu betur.
gekk burt úr þessu glæsilega
gistihúsi.
Þetta var mikil lífsreynsla,
eins og ég hafði húizt við,
hugsaði liann og hrosti
ánægður með sjálfum sér,
þegar hann gekk niður tröpp-
urnar með marmaraljónun-
um. Ókeypis. Og — eins og
Boh hafði sagt: — Þetta er
alveg óhætt.
☆
Úr Húsafelli -
í Herjólfsdal
Framhald af bls. 27.
spurði hann ungu, síðhærðu karl-
mennina í Húsafellsskógi hvað
þeir ætluðu að gera við hárið á
sér er þeir færu að verða grá-
hærðir -—- og jafnvel sköllóttir!
Sífellt fjölgaði þeim sem á
hlýddu og var gerður góður róm-
ur að máli okkar fyrrverandi og
ástsæla þjóðhöfðingja. Á eftir
voru skemmtiatriði. Skozkur
drengjahópur sýndi bragðdaufa
dansa við sekkjapípuundirleik,
karlakórinn Vísir söng af snilld,
ítalskir munnhörpuleikarar
skemmtu, söngtríó létu í sér
heyra og hljómsveitir léku sitt
í hverju lagi og allar saman.
Þá var Hátíðarlundur orðinn
troðfullur af fólki, og unga fólk-
ið söng allt með: — Allt sem við
viljum er friður á jörð. . . . Þeir
sem sungu hæst og mest voru á
aldrinum 13—15 ára, og þó þau
hafi ef til vill ekki öll gert sér
grein fyrir þýðingu orðanna, þá
voru þau sungin af einlægni og
hjartans sannfæringu, enda er
í raun og veru ekki farið fram á
mikið.
Sólin skauzt fram í örfáar
mínútur og var fagnað með lófa-
klappi og húrrahrópum. Svo fór
hún og í staðinn fór að rigna, en
enn var hlustað á bítlamúsík um
stund.
Upp úr kvöldmat var haldið
heim á leið, enda var okkar dvöl
ekki ætluð lengri á bindindis-
mannamóti í Húsafellsskógi sum-
arið 1970. Fólk var að ljúka við
kvöldmatinn og örfáir voru farn-
ir að lepja í sig restina af eld-
vatninu. Þeir voru merkilega
vinsælir.
Uxahryggjaleið var fáfarin og
kaffisopinn dýr á Þingvöllum, en
þó vel þeginn eftir drulluna í
Húsafelli.
Helgina eftir flugum við á
Þjóðhátíð Vestmannaeyinga í
Herjólfsdal. íþróttafélögin þar
skiptast á um að halda þessa
merkilegu hátíð, og hefur það
yfirleitt verið þannig að veðrið
hefur verið betra þegar ár ÞÓRs
hefur verið, og því hefur því
verið haldið fram að Guð sé í
Þór, eins og drepið var á í upp-
hafi þessarar greinar. En ein-
hver togstreita virðist hafa átt
sér stað um þessa þjóðhátíð, þvi
sól sást ekki á lofti fyrr en eftir
hádegi á sunnudeginum, og und-
ir kvöld var allt í ,,himnalagi“,
því sól skein í heiði og litaði
Herjólfsdal fallega gullinn.
Það er alltaf gaman að koma
á þjóðhátíð, en þó fannst okkur
það meira gaman fyrir nokkrum
árum. Nú er það orðið svo að
Eyjaskeggjar flykkjast yfir til
meginlandsins þegar þjóðhátíð
nálgast, og meginlandsbúar
fljúga til Eyja til að taka þátt i
þessari exklúsívu hátíð inn-
fæddra. Einn mætan Vestmanna-
eying, útgerðarmann, hittum við
hér í bænum rétt áður en lagt
var af stað, og hafði sá ekki ver-
ið á þjóðhátíð í 10 ár.
Jú, mig er nú farið að
langa til að vera þarna og sjá
svona hvernig þetta fer fram,
viðurkenndi hann.
Þjóðhátíðin er að vísu sögð, í
dagblöðum og öðrum fjölmiðlum,
eiga að fara fram „dagana þetta
og hitt“, en þetta er fyrst og
fremst hátíð næturinnar. Alltaf
er eitthvað að ske í Dalnum, en
það er ekki fyrr en undir kvöld
að hann fer að lifna og bergin að
tala. Þau tala sínu máli, en mik-
ið lifandis skelfingar ósköp mega
sumir þakka fyrir að Fjósaklett-
ur er ómælgur á mannlegt mál.
Þegar rökkvar kemur fyrst
ljósadýrðin í Herjólfsdal í ljós.
Skreytingar byggjast nú aðallega
orðið á ljósum, og er ekki hægt
að segja anriað en að Þórsarar
jafnt og Týrsarar kunni orðið
lagið á því að lýsa upp Dalinn.
Efst á Fjósakletti trónar heil-
mikil brenna sem er fómað um
miðnætti fyrsta kvöldið, og verð-
ur hlíðunum í kring svo mikið
um að þau ryðja út úr sér eld-
glæringum og ljósskotum þannig
að maður heldur að nú rigni yfir
sig eldi og brennisteini.
Á föstudagskvöldinu voru
menn yfirleitt góðglaðir. í Vest-
mannaeyjum er ekkert verið að
amast yfir því að menn fái sér
brjóstbirtu á þjóðhátíð, enda hafa
flestir vit á því að vera eins og
sæmilega skynbornar skepnur.
Og kona sem við þekkjum (hún
er reyndar móðir mín) og bjó
lengi vel í Eyjum, sagði þá sögu
að í dentíð hefði það verið þann-
ið að menn sem yfirleitt aldrei
smökkuðu vín, þágu staup á
þjóðhátíð.
36. tbi. VIKAN 43