Vikan


Vikan - 22.10.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 22.10.1970, Blaðsíða 12
Hver sigur varð honum hvöt til nýrra dáða ur flugforingi Nobile að nafni, hafði stjórn þess með höndum í förinni. Þess ber að geta, að Amundsen varð ekki fyrstur manna til þess að fljúga yfir Norðurheimskautið. Nokkrum dögum áður en „Norge“ lagði af stað frá Nýja-Álasundi tókst Bandaríkjamanninum Richard E. Byrd að vinna það afrek. Byrd hefur síðan orðið heimskunnur fyrir könnunarleiðangra sína til Suðurheimskautssvæðisins. Þegar Amundsen kom úr þess- ari för, fórust honum orð á þá leið, að nú hefðu allir æsku- draumar hans rætzt. En eftirleikur þessa heim- skautsflugs kom Amundsen á óvænt og varð honum til sárrar skapraunar og vonbrigða. Þegar Nobile flugforingi kom heim til ættlands síns bar hann Amund- sen þannig söguna, að hann gat ekki við unað, og nú hofust harð- ar deilur með þeim í blöðum og ritum. Amundsen hafði alltaf óvæginn verði í deilum, og No- bile fór ekki varhluta af því. Að síðustu gaf Amundsen út bók um ævistarf sitt og hjó hart að öll- um þeim, sem hann taldi að ver- ið hefði þeim óvinveittir og beitt sig ósanngirni og órétti. Varð sú bók til þess, að nokkurs kala gætti um hríð í hans garð. Árið 1928 lagði Nobile af stað til Norðurheimskautsins sem leiðangursforingi og flugstjóri ítalska loftskipsins „Italia“. Loft- skipið fórst á heimskautsauðn- unum hinn 25. maí það ár og þeir af áhöfn þess, sem af kom- ust, höfðust við á ísjökum, hörmulega staddir. Um þær mundir voru heim- skautsfluggarparnir Wilkins og Eielson staddir í Osló. Þeim var fagnað með veizlu, og Amund- sen var þar hrókur allrar gleði. Ræður voru haldnar og afrek gestanna og Amundsens rómuð fögrum orðum. Þá barst símskeyti inn í veizlu- salinn. Það hermdi gestunum af- drif „Italia". Þeir heimskautsfararnir sem þarna voru staddir, höfðu sjálf- ir margsinnis verið hætt komnir á ferðum sínum um ísauðnirnar. Þeir skildu því öðrum betur harmsöguna sem hið fáorða sím- skeyti hafði að flytja. Einhver viðstaddra hreyfði því, hvort Amundsen mundi gefa kost á sér til forustu, ef leiðang- ur yrði sendur norður í ísinn, Nobile til hjálpar. Þá reis hinn hálsextugi, silfur- hærði garpur úr sæti sínu. Vilja- styrkurinn og kjarkurinn ljóm- aði af dráttmeitluðu, stórskornu andliti hans, þegar hann svar- aði: .,Af stað án hiks!“ Annað sagði hann ekki. Daginn eftir að „Italia“ fórst, hófu norskir flugmenn leitar- flug á sjóflugvélum norður yfir ísbreiðuna. Hálfum mánuði síð- ar komu þeir auga á nokkra leið- angursmenn, er höfðust við á ís- jaka einum. Marga fýsti að stofna til hjálparleiðangra, en italska stjórnin reyndist andvíg þvi, að menn af öðrum þjóðum hefðu þar forgöngu. Amundsen lét sig vilja ítölsku stjórnarinn- ar eneu skipta. í hans augum var það glæpsamleg heimska að láta kenjar stjórnmálamanna skera úr um það, hvort nauðstöddum mönnum skyldi bjargað frá þján- ingum og dauða eða ekki. Og ekki lét hann það heldur hafa nein áhrif á afstöðu sína, að for- ingi hinna nauðstöddu manna hafði um nokkurt skeið verið harðvítugasti óvinur hans og borið hann þungum og — að dómi Amundsens — röngum sök- um. Nú var sá maður og leið- angursfélagar hans í heljar greipum, — og tíminn leið. Amundsen reyndi öll hugsanleg ráð til þess að fá nægilega stóra flugvél og hentuga til fararinn- ar, en það reyndist örðugt. Að síðustu tókst honum þó að fá franska sjóflugvél af „Latham“- gerð, fyrir atbeina tveggja máls- metandi Norðmanna, er búsettir voru í París. Ekki var hann þó alls kostar ánægður með hana, þegar hann sá hana, en tíminn var naumur, — fárra daga töf gat orðið til þess, að hjálpin bær- ist hinum nauðstöddu of seint. Hinn 18. júní lagði Amundsen af stað frá Tromsö norður yfir íshaf með Lathamflugvélinni. Með honum fór norski flugmað- urinn Leif Dietrichson. Wisting kapteinn, hinn tryggi og trausti leiðangursfélagi Amundsens, ætlaði og með þeim, en vélin reyndist svo hlaðin, að hann varð að taka sér far með skipi, er hélt af stað norður í ísinn um sama leyti og átti að verða flugmönn- unum til aðstoðar við björgun- ina. Franskir flugmenn stjórn- uðu flugvélinni. Þrem klukkustundum eftir að hún lagði af stað, heyrði starfs- maður við loftskeytastöðina í Tromsö, að kallað var frá flug- vélinni á loftskeytastöðina í Nýja Álasundi. Síðan hefur ekkert til hennar spurzt, en nokkru síðar fundu sjómenn annan jafnvægisflot- keip hennar á reki skammt frá Tromsö, og bensíngeymir úr henni fannst rekinn á fjörur á sömu slóðum. Lengi voru ýmsar sögur á sveimi um það, að Amundsen og félagar hans hefðu komizt af, an allar reyndust þær uppspuni einn. Amundsen hafði alltaf hetja verið, og forlögin leyfðu honum að deyja hetjudauða. Göfugustu þættir skapgerðar hans, sáttfýs- in, drenglundin og kjarkurinn, vörpuðu björtu skini yfir ævi- kvöld hans. Vísindastofnanir, fé- lög og einstaklingar um allan heim kepptust við að sýna minn- ingu hans sóma. Norðmenn syrgðu hann sem einn sinn mesta afreksmann og sannan Norð- mann. o— o NORÐVESTURLEIÐIN Roald Amundsen var nýkom- inn heim. Hann hafði tekið þátt í leiðangri de Gerlaches suður í heimskautsísinn sem fyrsti stýri- maður á skipi hans ,,Belgica“, og getið sér hinn bezta orðstír. Þrettán mánuði hafði skipið leg- ið teppt í rekísnum og leiðang- ursmenn átt við margháttaða örðugleika að stríða, því allri tækni viðvíkjandi undirbúningi slíkra ferða var þá skammt á veg komið. Sízt hefði þvi verið að undra, þótt hinn ungi stýrimað- ur hefði verið búinn að fá nóg í bráðina af þrautum og hætt- um heimskautaferða, en svo var ekki. Jafnskjótt og hann kom heim, tók hann að búa sig undir annan leiðangur. Þeim leiðangri ætlaði hann sjálfur að stjórna. í maímánuði árið 1889 hafði Amundsen verið viðstaddur há- tíðahöld, er Nansen kom heim úr skíðagöngu sinni yfir Græn- landsjökul. Þá vöknuðu æsku- draumarnir aftur með honum, og honum þótti sem að sér væri hvíslað: „Ef þér tækist að finna norðvesturleiðina. . . f Suðurheimskautsförinni þaul- hugsaði hann leiðangursáætlun sína. Hann ákvað að leita norð- vesturleiðarinnar, sem engum hafði tekizt að sigla, og vinna um leið að vísindalegum rann- sóknum. Þar biðu nóg verkefni. Eitt þeirra var að ákveða þáver- andi jarðlegu segulskautsins nyrðra. Slíkar athuganir kröfð- ust mikils undirbúnings, og þeg- ar heim kom, hóf hann nám í þeim fræðum, er kunna þurfti til þess að framkvæma þær með nauðsynlegri nákvæmni. Auk þess las hann allar þær bækur, er fiölluðu um tilraunir manna til að finna norðvesturleiðina. Fram að þessu höfðu þær eng- an árangur borið. McClure hafði að vísu tekizt að fara leiðina norðan Ameríku, heimshafa á milli, á árunum 1850—‘54, en ekki hafði hann komizt alla leið- ina á skipi, heldur farið nokkurn 12 VIKAN «. tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.