Vikan


Vikan - 22.10.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 22.10.1970, Blaðsíða 48
SAAB1971 öryggi framar öllu SAAB-FJÖLSKYLDAN stækkar ár frá ári. Um árabil höfum við boðið Saab 96 á íslenzkum markaði, fyrst með tvígengis 3|a strokka vél og nú fjórgengis 4ra strokka vél. Ökumenn um land allt hafa kynnzt styrkleika og öku- hæfni sem allir eru sammála um. Bíllinn verður eftirsóknarverðari með hverju ári sem líður. Ferðalagið verður skemmtilegra í eigin bíl. Með kólnandi veðri er gott að hafa bíl, sem er öruggur í gang, þægilegur á mis- jöfnum vetrarvegum og síðast en ekki sízt, heitur og notalegur sem um hásumar væri, jafnvel þó úti sé nístings kuldi. Þannig er SAAB. Stóri Saabinn, 99an, er glæsileg viðbót við Saab-fjölskylduna. Allt ! senn, fallegur, plássmiki11 og spar- neytinn. Daglegur reksfur fjölskyIdubílsins skiptir orð- ið miklu. Þess vegna bendum við á, að við bjóðum upp á þjónustu á eigin verkstæði og góðan varahlutalager, ef á þarf að halda. Bíllinn eykur því aðeins ánægjuna, að hon- um sé haldið við á réttum tíma og með rétt- um varastykkjum. Kynnizt SAAB — hann er sænskur og þess vegna framleiddur fyrir norðlægar aðstæður. SAAB 99 - Verð kr. 396.000 tilbúinn til skráningar, 2ja dyra. SAAB 96 - Verð kr. 315.000 tilbúinn til skráningar. s^bJÖRNSSONA£°: SKEIFAN II SÍMI 81530 líklegra heldur en megi nota íslenzku moldina í vegagerð hér. Já, moldina sem hingað til hef- ur verið hreinasti viðbjóður á hvaða götuslóða sem er. Þessi maður sem ég hef þetta eftir, fullyrti að það væri örugglega hægt að finna þáð efrti sem passaði til að binda moldina þannig að næstu þrjátíu ár þyrfti engar áhyggjur að hafa af vegunum. En, og ég vil leggja mikla áherzlu á þetta EN: Til þess að svo megi verða, þarf að framkvæma rannsóknir, rann- sóknir og aftur rannsóknir á jarðveginum sem fyrir hendi er, og eftir rannsóknum kemur eft- irlit, eftirlit og aftur eftirlit. Og þá lofa ég því, verði ég lát- inn sjá um þetta, að ég ábyrgist það, að í efsta meterinn á veg- unum skal aldrei komast klaki. — Og eru það þú þjóðvegirnir sem þú ert helzt að hugsa um? — Einmitt. Og mig langar til að láta í ljós þá skoðun mína, að það eiga að vera sýslurnar sjálf- ar, eða réttara sagt íbúar þeirra, sem ráða hvar vegirnir koma til með að liggja. Þeir vita hvar veganna er þörf, og því á það að vera þeirra að ákvarða staðsetn- ingu þeirra. — Ja, nú virðist þú vera heil- mikiff að reyna að amerikaníséra okkur, gera sýslurnar að nokk- urs konar fylkjum með sam- bandsstjórn í Reykjavík, því vissulega yrði einhver að sam- ræma endana á vegunum. — Já, það er rétt, fólk hérna hefur yfirleitt aldrei getað ákveðið sjálft hvað á að gera í hinum ýmsu málum. Fólk á að fá að kjósa um þá hluti sem til ágreinings eru. Vissulega veljum við okkar þingmenn og þess háttar, en við vitum nú öll að við það skipulagskerfi er ýmis- legt bogið. f framhaldi af þessu vildi ég gjarnan fá að koma því að, að ef svo færi að ég sjálfur myndi taka að mér að gera vegi hér á íslandi, þá gerði ég það með því skilyrði að ég yrði gerð- ur 100% ábyrgur fyrir mínum verkum sjálfur. Hér á landi er í mesta lagi 10% trygging á verk- um hér, en ég álít það alls ekki nægilegt. Það er alls ekki svo langt síðan hér varð hryggilegt slys fyrir gáleysi; ég hef séð menn setta í fangelsi fyrir minna. Hér ber enginn ábyrgð á neinu, opinberum starfsmönnum líðast ýmiss konar mistök, sem stafa ekki af því að þeir séu illa inn- rættir eða ábyrgðarlausir i eðli sínu, heldur hinu að þeim er ekki fengin nein ábyrgð. Hugs- aðu þér hvað myndi ske ef þú yrðir gerður ábyrgur fyrir ein- hverju ríkisfyrirtæki. Afkoman yrði margfalt betri en áður, bara fyrir það eitt að þú ert ábyrgur. Ráðherra samgöngumála hér tók mér vel, en ég sem kaup- sýslumaður má ekki leyfa mér að eyða hans dýrmæta tímá fyrr en undirmenn hans hafa gefið skriflegt samþykki fyrir því að þessi tækni verði leyfð á þjóð- vegum landsins, hvort sem ég nota 100% eða 10% af efninu sem fyrir er á staðnum eftir að ég hef gert nauðsynlegar rann- sóknir. Ég er aðeins að kynna þá tækni sem gerir það mögulegt að blanda efnið á staðnum. Banda- ríkjamenn nota þessa aðferð að- eins af einni ástæðu, og hún er sú að hún er ódýrari og stenzt öll styrkleikapróf Samkvæmt blaðaskrifum og ýmsum upplýsingum sem Vega- gerðin hefur látið frá sér fara í sambandi við mál þetta, þá mun aðalástæðan fyrir því að Sverrir hefur ekki fengið sam- þykki yfirvalda hér fyrir fyrir- huguðum vegalagningum vera sú að aðferðin sem um ræðir er of fljótvirk. Þetta minnir okkur á manninn sem vildi koma hér með jarðýtu 20—30 árum fyrir stríð, en var neitað á þeirri forsendu að þannig tæki væri of fljótvirkt. Þá rifjast líka upp fyrir okkur ævintýrið um viður- eign bænda og síma — og sitt- hvað fleira. ó.vald. AÐEINS M0ÐIR Framhald af bls. 31. barna, — sem eins og ég sjálfur, hafa nóg með sig og sína. Þessar mæður fá stuttar heim- sóknir barna sinna, sem stöðugt eru að líta á klukkuna, til að gá hvenær þau geti verið þekkt fyr- ir að fara. Heimurinn er ekki gamall, hann er ungur og nýr hverri kynslóð sem vex úr grasi. Það er svo margt sem þarf að gera og öllum finnst tíminn naumur. En á bekkjunum við útivistar- svæði situr gamla fólkið, sem hefur byggt upp þennan heim fyrir okkur og það hvarflar að manni hve margt af þessu fólki er fallið í gleymsku. Ég er ekki fylginn því að tvær kynslóðir búi undir sama þaki. Ég held líka að lífið yrði ekki skemmtilegra, hvorki fyrir unga eða aldna, ef keppzt er við að halda daglegri umgengni. En ég held að yngri kynslóðin eigi að sinna stuttum heimsóknum meira en gert er, það hlýtur allt- af að fela í sér nokkra sólar- geilsa. Það er notalegt að hugsa til eldra fólksins, meðan það er lif- andi. Það er fyrst þegar það er horfið að maður finnur tómleik- ann. Svo koma minningarnar frá barnsárunum, skólaárunum. Hreykinn svipur mömmu, þegar komið er heim með prófskírteini. Brúðkaupið, þar sem hún situr í kirkjunni, örugg og blíð með þvældan vasaklút milli hand- anna. Hvað skyldi hún hafa hugsað þá? Við skemmtum okkur, höfðum hátt og dönsuðum, en mamma fór alltaf snemma heim. Fannst 48 VIKAN 43- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.