Vikan


Vikan - 22.10.1970, Blaðsíða 49

Vikan - 22.10.1970, Blaðsíða 49
FRÁ RAFHA 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 henni þá að henni væri ofauk- ið? Nú er engu hægt að breyta og ég fæ aldrei svar við spurn- ingum mínum. Lífið heldur áfram en söknuðurinn eftir þessa hæglátu konu, sem var móðir mín, lifir einhvers staðar innra með mér. Það Var svo margt sem ég hafði henni að þakka og svo lítið sem ég lagði í té, sem þakklætisvott. Ég skrifa þessar fáu línur til minnar eigin kynslóðar. Þið megið ekki gleyma „gamla“ fólkinu. Það er ekki nóg að gefa þeim sjónvarpstæki og hæginda- stól fyrir framan skerminn. Við höfum öll þörf fyrir samfélag, án þess er lífið lítils virði. Þrátt fyrir önn dagsins og öll þau vandamál sem henni fylgja, þá megum við ekki gleyma því að við getum fært öðrum gleði, líka þeim öldruðu sem búa á elli- heimilum, sjúkrahúsum eða í einmanalegum íbúðum. .. . ☆ ÞEGAR AUGU ÞlN . ■ ■ Framhald af bls. 29. Ég hélt, að þér væri annt um hann. En það er engu líkara en þú. .. Meg greip fram í fyrir henni: — Nei, þú misskilur mig. Auðvit- að er mér annt um Ken. En hefur þú ekki hugsað um . . . Getur hann ekki stundum ■ verið svolítið þreytandi? Ég meina . . . Hann hefur svo ein- kennilegar hugmyndir . . . Það vildi Cathy alls ekki sam- þykkja. Hún hafði að vísu tekið eftir, að Ken var stundum niðurdreginn og þunglyndur. En það stóð aldrei lengi og olli henni engum kvíða. Enginn gat verið ! góðu skapi alltaf. Hið eina, sem Cathy hafði áhyggjur af, var, hve sólginn Ken var í að kaupa alls konar hluti. Kaupið henn- ar entist þess vegna skammt. Ken var óþreytandi að leita að nýjum húsgögnum, lömpum og glugga- tjöldum ! íbúðina þeirra og hann fékk hana til að láta teppaleggja öll gólfin. Smátt og smátt höfðu þau búið íbúðina nýjum og eigin hús- gögnum og skilað eigandanum qömlu húsgögnunum, sem höfðu fylgt íbúðinni. Cathy varð að ábyrgj- ast afborganirnar, því að Ken hafði mjög óreglulegar tekjur. Hann var sjálfstæður Ijósmyndari, en hann hafði lofað henni að fá sér fasta vinnu, ef honum tækist ekki að hafa nógu miklar tekjur af að selja mynd- ir sínar. — Ég neyðist víst til að gera það, fyrst við erum orðin þrjú í fjölskyld- unni, sagði hann glettinn. Þriðji aðilinn var Prissy, brúnleit- ur köttur, sem þau höfðu fundið í stiganum dag nokkurn og átti ber- sýnilega ekki heima neins staðar þarna í grenndinni. Enginn spurði um hann, svo hann varð kyrr hjá Ken og Cathy. Þau voru bæði hrifin af kettinnum og Ken var vanur að spauga með, að hann væri barnið þeirra. Ken var sólginn ! börn. Hann tók helzt af öllu barnamyndir, enda þótt erfitt væri að selja þær. Cathy hreifst af ást hans á börnum, en þessi árátta hans varð smátt og smátt til þess, að Cathy fór að hugsa um það, sem Meg hafði sagt varðandi skrítnar hugmyndir hans. Dag nokkurn korri hún heim og heyrði, að Ken sat í stofunni og söng og hjalaði. Þegar hún leit inn, varð henni heldur betur hverft við. Ken sat ! sófanum og vaggaði barni, sem sveipað var bláu teppi. Cathy hrópaði upp yfir sig skelfingu lostin: — Ken! Hvað í ósköpunum . . . Hann horfði stoltur á andlit barns- ins. — Fjórði aðilinn ! fjölskyldunni Er hún ekki falleg? Cathy varð svo hverft við, að hún þorði varla að horfa á Ken. Svipur hans var svo einkennilega dreym- andi, þar sem hann sat og vaggaði barninu. Það var eins og hann væri óralangt í burtu frá raunveruleikan- um. Hann hafði hvað eftir annað imprað á því, að þau skyldu eignast barn, en það var jú ógerlegt, á með- an hún þurfti að vinna fyrir þeim báðum. Hvernig hafði hann fengið þetta barn? Hún varð gagntekin skelfilegum grun: Skyldi hann hafa stolið því? Hrifsað það úr barna- vagni, sem stóð einhvers staðar ! nágrenninu? Hann lét alltaf eftir ástríðum sínum og löngunum án þess að hugsa um afleiðingarnar. — Haltu á henni, sagði Ken, stóð upp og rétti henni barnið. — Hún er satt að segja mjög lík þér. Maður gæti haldið, að þú værir mamma hennar. Hann starði á hana á þennan ein- kennilega og ólýsanlega hátt, sem henni hafði fundizt svo óþægilegur allt frá því að hún sá hann fyrst. — Þú ættir að eignast barn Cathy, hélt hann áfram. Þú ert eins og sköp- uð til þess. Það er varla eðlilegt, að þú skulir ekki vilja eignast barn. Hún hörfaði. — Hvar fékkstu barnið? Þetta er brjálæði! Þú ímyndar þér þó ekki, að við getum átt það framvegis og haft það hjá okkur, rétt eins og kött- inn Prissy? Hann starði á hana í nokkrar sekúndur. — Viltu ekki eiga hana? Skyndilega lét hann barnið falla úr greip sér, tók síðan ! annan fót þess og dinglaði því fram og aftur fyrir framan Cathy. Hann fór að skellihlæja, þegar hann sá skelfing- una í svip Cathy. — Taktu við henni, sagði hann og slengdi barninu ! áttina til hennar. Hún greip það ósjálfrátt, og sá þá, að þetta var ekki barn, heldur brúða. Léttirinn eftir áfallið gerði það að verkum, að hún kom ekki upp einu einasta orði. Síðan tók reiði smátt og smátt að svella ! brjósti hennar. Ken sagði hinn rólegasti: 43. tbi. VIKIAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.