Vikan


Vikan - 22.10.1970, Blaðsíða 17

Vikan - 22.10.1970, Blaðsíða 17
Ég fór með honum upp í svefnherbergiS hans, þar sem þjónninn var að búa um rúmið hans. Hið fyrsta sem ég kom auga á var mynd í íburðarmiklum ramma... * SMÁSAGA EFTIR SOMERSET MAUGHAM aði að borða með honum. Hann leit á glasið mitt. — Ég hef fengið þá til þess að flytja svolítið Gin og franskt Vermouth hingað. Mætti ég gefa yður einn reglulegan Martini? Jú, þakka yður fyrir. — Hann veldur því, að um- hverfið verður svolítið fjarrænt og litbrigði staðarins sjást betur samanborið við það, sem við eig- um að venjast. Hann blandaði reyndar ákaf- lega ljúffengan drykk og við snæddum með aukinni lyst reykta svínslærið og kryddsíld- ina, sem var forrétturinn. Gest- gjafi minn var elskulegur í við- móti og fjörugt tal hans var mjög þægilegt. — Ég bið yður að afsaka, ef ég tala of mikið, sagði hann. — Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ tækifæri í þrjá mánuði til að tala ensku, og ég býst ekki við, að þér verðið hér lengi og ég ætla því að nota mér þetta tæki- færi. — Þrír mánuðir í Positano er langur tími. • — Ég hef leigt mér bát og ég fæ mér bað í sjónum og fer á fiskveiðar. Ég les lika mikið, hef nóg af bókum og ef það er eitt- hvað, sem ég get lánað yður, mun ég gera það með ánægju. Ég held, að ég hafi nóg að lesa. En mér þætti gaman að sjá, hvað þér hafið af bókum. Það er alltaf skemmtilegt að skoða ann- arra manna bækur. Hann leit hvasst á mig og drap tittlinga. ■— Það segir mér líka mikið um yður, muldraði hann. Þegar við höfðum lokið við að borða, héldum við áfram sam- tali okkar. Hinn ókunni var víð- lesinn og hafði áhuga á mörgum mismunandi málefnum. Hann talaði af þekkingu um málara- list, svo að ég hélt að hann væri gagnrýnandi eða listaverkasali. En þegar í ljós kom, að hann hafði lesið Svetonius nýlega, réð ég af öllu, að hann kenndi við háskóla. Ég spurði hann að heiti. — Barnaby, svaraði hann. — Þetta nafn vakti fyrir skömmu mikla athygli. — Nú, já. Hafið þér ekki heyrt um hina dáðu frú Barnaby? Hún er landi yðar. — Ég verð að játa, að ég hef séð nafn hennar í blöðunum upp á síðkastið. Þekkið þér hana? - Já, mjög vel. Hún hélt margar stórkostlegar veizlur fyr- ir skömmu og ég fór þangað í hvert skipti, sem hún bað mig um það. Það gerðu allir. Hún er stórkostleg kona. Hún kom til London til þess að taka þátt í samkvæmislífinu. Það veit trúa mín, að hún gerði það líka. Mér skilst að hún sé auð- ug? Ótrúlega, held ég, en það eitt hefur ekki orsakað vel- gengni hennar. Það er nóg af amerískum konum, sem eiga peninga. Frú Barnaby er sam- kvæmismanneskja eingöngu af því, að hún hefur þann persónu- leika til að bera. Hún verður aldrei annað, hvað svo sem hún er í rauninni. Hún er alveg eðli- leg sem slík. Hún er óviðjafnan- leg. Þér þekkið að sjálfsögðu sögu hennar? Vinur minn brosti. — Frú Barnaby er ef til vill mjög fræg samkvæmismanneskja í London, en svo langt sem ég man, er hún algerlega óþekkt í Ameríku. Ég brosti líka, en aðeins með sjálfum mér. Ég gat auðveldlega ímyndað mér, hve léttlyndi þess- arar stórkostlegu konu og hve hin hispurslausa hreinskilni hennar hefði fengið á hann. — Ég skal segja yður frá henni. Eiginmaður hennar virð- ist vera einhvers konar óslípað- ur demantur, hann er stór og samanrekinn náungi, segir hún. Hann getur slegið stóra holu i harðan jarðveg með berum hnú- unum. í Arizona gengur hann undir nafninu „Einnar-kúlu Mike“. — Hamingjan góða! Hvers vegna? — Jú, eitt sinn fyrir mörgum árum drap hann tvo menn með sömu byssukúlunni. Hún segir, að hann sé enn bezta skyttan fyrir vestan Klettafjöll. Hann er nú gullgrafari. en hann hefur verið kúasmali, vopnasmyglari og guð veit hvað, á sínum tíma. — Ósvikinn maður að vestan, sagði prófessorinn og mér virt- ist hann vera dálítið bitur í röddinni. — Dálitill ævintýramaður, held ég. Frú Barnaby kann urm- ul af sögum um hann. Auðvitað hafa allir beðið iiana um að fá hann til þess að koma til Lond- on, en hún segir, að hann vilji ekki yfirgefa hinar víðáttu- miklu sléttur. Hann fann olíu fyrir nokkrum árum og nú veð- ur hann í peningum. Hann hlýt- ur að vera stórkostlegur maður. Ég hef verið viðstaddur í sam- kvæmi hjá henni, þegar allt fólkið stóð á öndinni af spenn- ingi yfir sögum þeim, sem frúin sagði af þeim, þegar þau löptu dauðann úr skel eða sátu að dýr- um kræsingum. Það er ótrúlega spennandi að sjá þessa gráhærðu konu, enda þótt hún sé langt frá því að vera íögur, samt sem áð- ur vel klædd og með dásamleg- ar perlur, og heyra hana segja frá því hvernig hún þvoði áhöld gullgrafaranna og hvernig hún bjó til mat í tjaldbúðunum. Kon- ur ykkar Ameríkumanna hafa alveg sérstakan aðlögunai'hæfi- leika, sem er blátt áfram hríi- andi. Þegar maður sér frú Barnaby sitja við borðsendann, þá er hún alveg eins og heima hjá sér innan um prinsa og sendiherra, ráðherra og hertoga frá hinu og þessu héraði. Það er þess vegna ekki laust við, að manni þyki ótrúlegt, að hún hafi fyrir aðeins fáurn árum búið til mat fyrir tugi af gullgröfurum. — Er hún læs og skrifandi? — Ég er næstum viss um, að boðskort hennar eru skrifuð af einkaritara hennar, en hún er alls ekki fáfróð af konu að vera. Hún sagði mér, að hún hefði ver- ið vön að lesa Time á hverju kvöldi eftir að mennirnir í tjald- búðunum voru farnir að sofa. — Sei, sei. Aftur á móti lærði „Einn- ar-kúlu Mike“ fyrst að skrifa Framhald á bls. 45. 43. ibi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.