Vikan


Vikan - 19.11.1970, Blaðsíða 17

Vikan - 19.11.1970, Blaðsíða 17
an hann hugsaði um allar kræs- ingarnar í brauðbúð jómfrú Mörtu. Og þegar jómfrú Marta settist að rifjasteikinni sinni, léttu, mjúku brauðsnúðunum, ávaxta- maukinu og teinu, andvarpaði hún og óskaði þess, að þessi prúði listamaður gæti neytt mál- tíðarinnar með henni, í stað þess að borða þurru brauðmolana sína í súginum í þakherberginu. Eins og þið hafið áður heyrt, þá hafði jómfrú Marta viðkvæmt hjartalag. Dag nokkurn kom hún með málverk, sem hún hafði keypt á útsölu, innan úr herberginu sínu, til að reyna tilgátu sína um starf hans, og hallaði henni upp að hillunum bak við brauðborðið. Myndin var frá Feneyjum. Dýrleg marmarahöll stóð fremst á sviðinu — eða réttara sagt fremst í vatninu. Alls staðar annars staðar voru gondólar með Að hugsa sér að geta dæmt um dýptina svona á augabragði — og lifa á hörðu brauði! En snill- ingar áttu oft í basli, áður en þeir hlutu viðurkenningu. Hvílíkt tillag yrði það ekki til listar og dýptar, ef snillingurinn gæti stuðzt við álitlega innstæðu í banka, brauðbúð og skilnings- ríkt hjarta, sem.... En þetta voru bara dagdraumar, jómfrú Marta. Núorðið kom það oft fyrir, að hann spjallaði svolítið við hana yfir sýningarkassanum í borð- inu, þegar hann kom. Hann virt- ist teyga í sig hin glaðlegu orð jómfrú Mörtu. Hann hélt áfram að kaupa gamalt brauð. Aldrei eina köku, aldrei fyllta tertusneið, aldrei eina einustu af gómsætu Sally Lunn-kökunum. Henni sýndist hann vfera að horast og missa móðinn. Hún brann í skinninu eftir að bæta smjöri og þrýsti rifunum aftur saman. Þegar viðskiptavinurinn sneri sér við, var hún að vefja bréfinu utan um þá. Þegar hann var farinn eftir óvenjulega skemmtileg orða- skipti við jómfrú Mörtu, brosti hún með sjálfri sér, en ekki þó án þess að hafa svolítinn hjart- slátt. Hafði hún gerzt of djörf? Mundi hann móðgast? Áreiðan- lega ekki. Slíkt matarmál sagði svosem ekkert. Smjör var ekk- ert tákn um ókvenlega fram- hleypni. Um kvöldið var hún svo eirð- arlaus, að hún greip til þess ráðs að fást við gamlan ísaum til að reyna að róa taugarnar. Samt dvaldi hugur hennar stöðugt við þetta efni. Hún ímyndaði sér at- vikið, þegar hann kæmist að þessari smávægilegu blekkingu hennar: Hann legði frá sér burstana og GAMANSAGA EFTIR 0. HENRY stúlku, sem dró höndina ofan í vatninu, — ský, himinn og alls konar tilbrigði. Sérhver lista- maður hlaut að veita þessari mynd athygli. Tveimur dögum seinna kom viðskiptavinurinn. — Viljið þér gjöra svo vel og láta mig hafa tvo brauðhleifa, sagði hann með sínum skrýtna hreim. — Þér hafið fallega mynd þarna, frú, bætti hann við, á meðan hún var að pakka brauð- inu inn. — Jæja? sagði jómfrú Marta i sjöunda himni yfir kænsku sinni. ,— Ég dáist svo að listum og (nei, ekki dygði að segja listamönnum svona fljótt) og málverkum, sagði hún í staðinn. — Finnst yður þetta góð mynd? — Teikningin er ekki í góðu jafnvægi. Og dýptin er ekki rétt, sagði viðskiptavinurinn. — Ver- ið þér sælar, frú! Hann tók brauðið, hneigði sig og flýtti sér út. Já, hann hlaut að vera lista- maður. Jómfrú Marta fór með myndina aftur inn í herbergið sitt. Hvað augnaráð hans var blíð- legt og góðlegt bak við gleraug- un! Hvað hann hafði breitt enni! einhverju gómsætu við þessi fátæklegu innkaup hans, en kjarkurinn til að framkvæma það brást henni. Hún þorði ekki að styggja hann. Hún vissi, hve stoltir listamenn voru. Jómfrú Marta fór að vera í bládropótta silkivestinu sínu bak við búðarborðið. Og í bakdyra- herberginu sauð hún dularfullt mauk úr aldinfræjum og bóraxi. Sumir notuðu það á hörundið til að fá fallegri litarhátt. Dag nokkurn kom viðskipta- vinurinn inn eins og hans var vandi, lagði peningana á búðar- borðið og bað um brauðhleifana sína. Á meðan jómfrú Marta var að taka þá fram, heyrðist heil- mikill hvinur og bjölluhringing og brunabíll kom þjótandi fram hjá. Viðskiptavinurinn flýtti sér fram að dyrunum til að horfa á, eins og allir gera. Skyndilega fékk jómfrú Marta snjalla hug- mynd og greip tækifærið. í neðstu hillunni bak við búð- arborðið lá pund af nýju smjöri, sem mjólkursendillinn hafði komið með tíu mínútum áður. Jómfrú Marta skar djúpar rifur í báða hörðu brauðhleifana, tróð þar inn stórum skammti af litaspjaldið. Við hliðina á hon- um stæði málaragrindin með myndinni, sem hann væri að mála, þar sem dýptin væri alveg óaðfinnanleg. Svo færi hann að búa sig und- ir að borða þurra brauðið með vatni í hádegisverð. Hann skæri á brauðhleifnum —ah! Jómfrú Marta roðnaði. Mundi hann hugsa um höndina, sem hafði látið það þarna, á meðan hann borðaði? Mundi hann. . Daginn eftir klingdi bjallan við útidyrnar ofsalega. Einhver kom inn með miklum gaura- gangi. Jómfrú Marta flýtti sér fram. Þar voru tveir menn. Annar var ungur maður með pípu í munninum — maður, sem hún hafði aldrei séð áður. Hitt var listamaðurinn hennar. Hann var eldrauður í andliti, hatturinn sat aftur á hnakka og hárið stóð í allar áttir. Hann kreppti hnefana og skók þá ofsalega framan í jómfrú Mörtu, já, framan í hana vesalings jóm- frú Mörtu. — Dumkopf, eða eitthvað því um líkt á þýzku, hrópaði hann með miklum hávaða. Framhald á bls. 44 Um kvöldiS var hún svo eirðarlaus, að hún greip til þess ráðs að fást við gamlan ísaum til að reyna að róa taugarnar. Samt var hugur hennar bundinn við listmálarann. Hún ímyndaði sér atvikið, þegar hann kæmist að þessari smávægilegu blekkingu hennar... 47. tw. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.