Vikan


Vikan - 19.11.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 19.11.1970, Blaðsíða 43
Félaosbækur oo Menninoar 1970 Árgjöld félagsmanna fyrir ár- ið 1970 eru kr. 900,00 fyrir tvær bækur og Tímarit Máls og menningar, kr. 1400,00 fyrir fjórar bækur auk Tíma- ritsins og kr. 1700,00 fyrir allar félagsbækur ársins. — Árgjöldin eru miðuð við bæk- urnar óbundnar. Verð á bandi á Ævisögu Árna prófasts, síðara bindi, er kr. 130,00 rexín, kr. 250,00 skinn- band. Hagstæðustu kjör á íslenzk- i um bókamarkaði! NÝKOMNAR BÆKUR: Þórbergur Þórðarson: Ævisaga Áma prófasts Þórarinssonar, síðara bindi. Che Guevara: Frásögur úr byltingunni (pappírskilja). Jóhann Páll Árnason: Þættir úr sögu sósíalismans (pappírskilja). í haust koma þessar bækur: Peter Hallberg: Hús skáldsins (Um skáldverk Halldórs Laxness frá Sölku Völku til Gerplu). — Fyrri hluti. Thomas Mann: Sögur. . William Heinesen: Det gode háb (Gefið út í samvinnu við Helgafell). FÉLAGSBÆKUR MÁLS OG MENNINGAR 1969 VORU: Þórbergur Þórðarson: Ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar, fyrra bindi. Ljóðmæli Gríms Thomsens gefin út af Sigurði Nordal. Björn Þorsteinsson: Enska öldin í sögu íslendinga. William Faulkner: Griðastaður, skáldsaga ásamt Tímariti Máls og menningar. Félagsmenn Máls og menn- ingar fá 25% afslátt af út- gáfubókum Heimskringlu og af öllum fyrri bókum vorum. Árgjald félagsmanna fjrrir ár- ið 1969 var kr. 800,00 fyrir tvær bækur og Tímaritið kr. 1.200,00 fyrir allar bækurnar. Verð á bandi var sem hér segir: Ævisaga Árna prófasts kr. 100 rexín, kr. 180 skinn. Ljóðmæli Gríms Thomsens kr. 250 alskinn. Enska öldin og Griðastaður kr. 80. Allar félagsbækur ársins 1969 eru enn til. Nýir félags- menn eiga kost á að fá þær með því að greiða árgjald þess árs. Míl n Mmnin. Launvni 18 Reykjavík. í afkvæmi sín. Þeir hegða sér eins og fávitar, hugsaði Jack og rétti fram kortið sitt. Honum tókst ekki að vekja athygli hjúkrunarkon- unnar á sér og varð óþolinmóður. Hann bankaði nokkuð harkalega í glerið, en skammaðist sín á eftir fyrir ákafann og óþolinmæðina. Hann gaut augunum til hinna feðr- anna, en enginn virtist hafa tekið eftir þessu. Enginn nema maðurinn, sem hann hafði hitt í biðstofunni í gær og spilað við. Hann stóð aðeins fáein skref frá Jack. — Góðan daginn, sagði Jack. Og takk fyrir síðast. Þurftuð þér að bíða lengi? Ken svaraði ekki. í staðinn spurði hann: — Hvaða barn eigið þér? — Þriðja frá vinstri. Sjáið þér! Þarna kemur það! Og áður en Jack vissi af var hann sjálfur farinn að hlæja og veifa og skæla sig allan í framan eins og fá- viti. En hann skammaðist sín ekki hið minnsta fyrir að hegða sér svona. Ken stóð grafkyrr og virti fyrir sér barnið, sem hjúkrunarkonan hélt á. Sýningin stóð aðeins yfir í örfáar mínútur. Síðan var barn herra Byrn- es sett á sinn stað og annað tekið upp f staðinn. Frammi á ganginum stanzaði Jack og talaði við Ken. — Þér hafið náttúrlega verið bún- ir að skoða yðar barn. Það var leið- inlegt, að ég skyldi ekki fá að sjá það líka. — Nei, ég fékk aldrei að sjá það. Það dó, sagði Ken kaldri og tilfinn- ingalausri röddu. Hann hafði einmitt ætlað sér að láta Jack bregða illi- lega og það tókst. — Afsakið, stamaði Jack. — Ég á við . . . Ég samhryggist yður . . . Ken þagði. Hann naut þess að sjá, hve þessi virðulegi frambjóð- andi varð óumræðilega bjánalegur og vandræðalegur. — Ef það er eitthvað, sem ég get gert. . . Ég á við, ef ég get hjálpað yður á einhvern hátt, þá er það guð- velkomið, sagði Jack lágt. Ken hristi höfuðið: — Nei, það getið þér ekki. En þakka yður samt fyrir. Þeir höfðu rétt lokið við að kasta kveðju hvor á annan, þegar Ken fékk góða hugmynd. Hann kom aft- ur til hans og sagði: — Þér þurfið auðvitað að láta taka myndir af syni yðar, er það ekki? Ef svo er . . . Ég er nefnilega Ijósmyndari, skiljið þér. Jack tók snöggt viðbragð og það glaðnaði yfir honum: — Það var svei mér gott. Þá kom- ið þér heim til okkar, þegar við höf- um fengið barnið. Ég skal láta yður fá heimilisfangið okkar . . . Hann skrifaði nafn og heimilis- fang á blað og rétti Ken. — Týnið ekki miðanum! Ken brosti, þar sem hann stóð og horfði á Jack hverfa inn ganginn. Þetta gengur allt eins og í sögu, hugsaði hann. Nú hef ég útvegað mér pottþétta ástæðu til að koma heim til þeirra. Hernaðaráætlunin stenzt fullkomlega. Þegar Cathy var komin heim frá fæðingardeildinni, kom upp vanda- mál í sambandi við vinnukonuna llsu. Hún reyndist vera alltof ráðrík. Hún lét sér ekki nægja að vinna heimilisstörfin eins og hún hafði gert og átti að gera. Hún vildi fá að hugsa um barnið líka og sinna því að öllu leyti. En Cathy vildi fá að annast son sinn sjálf. Hins vegar var hún fyrst ofurlítið þreytt og hafði alls ekki jafnað sig til fulls eftir fæð- inguna. Þess vegna lét hún undan ásókn llsu í barnið. En þegar hún var búin að ná sér fullkomlega, var erfitt að breyta því, sem llsa taldi ( sínum verkahring. Cathy varð satt að segja að berjast við hana um barnið sitt. Eftir hádegi dag nokkurn var Jack heima að vinna og Cathý fannst að hann ætti að fá að sjá son sinn. Hún gekk upp I barnaherbergið. Ilsa var að hita pelann fyrir barnið 47. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.