Vikan


Vikan - 19.11.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 19.11.1970, Blaðsíða 24
Bragð þeirra var næsta einfalt. Þær tóku tvo mikilvægustu persónuleika liljómsveitarinnar Beatles og gerðu úr þeim sjálfstæða menn, heimilisfeð- ur. Yoko Ono tók Bítilinn John og bjó til úr honum manninn John Ono Lenn- on og Linda Easlman tók Bítilinn Paul og gerði liann að manninum Paul Mc- Cartney. Báðir hafa þeir látið í ljósi álit sitt á því sem skeði. Paul McCartney segir: — Við John liöfum verið góðir vin- ir í fjórtán ár, og við höfum unnið al- veg gífurlega mikið saman. Við höfum samið ljóð og lög saman með góðum árangri, en allt í einu fór ég að fá ein- liverja bakþanka, og varð taugaóstyrk- ur. Það var þegar Yoko Ono kom til sögunnar. Þá fór ég að hugsa um til- gangsleysi þess að vera að semja texta sem gengu út á þetta eitt: „I love you baby, I‘m a-gonna break your heart.“ Þegar Yoko horfði á mig fékk ég alltaf samvizkubit og fékk það á tilfinning- una að ég yrði að semja eitthvað betra. John Lennon segir: Allt í einu fór ég að hugsa um hvers vegna ég ætti að vera að eltast við Paul og Lindu. Ég gat ekkert talað við þau. Eg elska þau bæði, en ég hef bara eng- Linda og Paul McCartney ásamt dótturinnl Mary. an áliuga á því sem þau eru að gera. Það var i janúar 19(58 sem þeim Yoko og Lindu skaut fyrst upp innan Apple, fyrirtækis Bítlanna. Við fyrstu sýn er erfitt að gizka á hvað það var í fari þeirra sem fékk þá Paul og John til að lielga sig þeim. Fegurð var það vissu- lega ekki. Yoko Ono er 36 ára, og 6 árum eldri en John. Hún kom til London frá Jap- an, til að vinna við listmálun og til- raunakvikmyndagerð. Hún er fráskil- in og á 6 ára gamla dóttur, Kyoko. (Eitt lagnna sem þau John & Yoko Jiafa sent frá sér heitir einmitt: „Don‘t Worry, Kyoko, Mummýs Only Looking For a Hand in tlie Snow“). Yoko er lítil og budduleg, langt í frá að vera falleg. Augu liennar eru dökk og stingandi og hún segir yfirleitt fátt. Yoko og John Lennon: Gefa stöðugt til góðgerðar- starfsemi og ætla að senda Nixon reikning. Nokkrum vikum eftir að Jolin kynnt- isl Yoko (þá var liann giftur Cynthiu Lennon) sagði hann: — Hún fær mig til að hugsa á allt annan liátt en ég lief gerl áður. Ég er ekki lengur 28 ára gamall spilagosi frá Liverpool. Ég er að verða fullorðinn. Linda Eastman er bandarísk, frá New York, þar sem hún vann sem ljósmynd- ari. Þannig kynntist lnin Paul. Faðir hennar er lögfræðingur margra þekktra leikara og listamanna. Það eina sem hún á sameiginlegt með Yoko er það að hún er lika fráskilin og á 6 ára gamla dóttur, Heather. í útliti er hún mjög ólik Yoko; há og grönn, ljóshærð og fremur litlaus i andliti. I stað þess að hugsa og taka þátt í umræðum eins og Yoko, eldar Linda mat — og góðan mat, eftir þvi sem maður hennar segir. Og í stað þess að taka þátt i mótmælaaðgerðum eða standa fyrir slíku, hugsar Linda urn heiinilið, sem er mjög glæsilegt og þokkalegt. Paul hefur sagt. — Linda er stoð mín og stytta, ég get alltaf leitað til hennar. Ég er að verða fullorðinn með hennar hjálp. Báðir tveir keppa liart að því að verða „fullorðnir“. Og í báðum tilfell- um liafa konur þeirra orðið til þess að þeir telja sig vera það nú. Að vera fullorðinn er í augum Johns 24 VIKAN «-tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.