Vikan


Vikan - 19.11.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 19.11.1970, Blaðsíða 32
ÞARTIL, AUGU ÞIN OPNAST™ Spennandi framhaldssaga eftir Mike St. Clair SJÖTTI HLUTI Cathy barst rödd langt úr fjarska: — Draga djúpt inn andann . . . Ekki streitast á móti .... Nú fer þessu senn að verða lokið . . . Hún sá andlit Kens svífa yfir sér, en þetta var ekki rödd hans. Síðan heyrði hún aðra rödd, rödd Parkingtons læknis. O, nei, hugsaði Cathy örvæntingarfull. Hann deyðir barnið mitt. — Nei, hrópaði hún af öllum lífs og sálar kröftum. — Nei, látið þið mig vera! Fyrri röddin sagði: — Ég skil vel, að yður skuli líða illa. En reynið að halda þetta út fáeinar mínútur í viðbót. — Nei, hrópaði Cathy. — Stöðvið hann! Stöðvið hann! Parkington læknir sagði: — Svona, svona! Þetta er allt í lagi. Ég skal gefa yður róandi sprautu. — Hann ætlar að deyða barnið mitt, hrópaði Cathy. Síðan missti hún meðvitund aftur. Þennan dag hélt Jack ræðu i stjórnmálaklúbbi. A meðan Cathy var elt og hljóp þar til kraftar henn- ar þrutu og hún féll á götuna, talaði hann um efnið: Oryggi vegfarenda á götum borgarinnar! Hann fékk boð um, að Cathy hefði í skyndi verið flutt á fæðingardeild- ina, á meðan umræður fóru fram að lokinni ræðu hans. Jack sleit fund- inum þegar í stað og ók beint til sjúkrahússins. Hjúkrunarkona tók á móti honum, og þegar hann sagði til nafns, sagði hún: — Konan yðar liggur á fæðingar- stofunni, herra Byrnes. Það er allt eðlilegt og það er búizt við að hún muni fæða á hverri stundu. Þér þurfið ekkert að óttast. Jack andvarpaði feginsamlega. — En hún veiktist víst úti á miðri götu, sagði hann. — Vitið þér nokk- uð, hver hjálpaði henni að komast hingað? — Nei, því miður. Hann lét ekki nafns síns getið. Við verðum víst að láta okkur nægja að vera þakklát fyrir, að Miskunnsamur Samverji skyldi koma að og hjálpa henni. Hún benti á dyr hinum megin á ganginum: — Þarna er biðstofa fyrir verð- andi feður. Við látum yður vita, strax og eitthvað hefur gerzt. Jack gekk hljóðlega inn í biðstof- una og settist í stóran hægindastól. A borðinu lágu gömul og velkt tíma- rit og gatslitin spil. Öskubakkinn var fleytifullur af sígarettustubbum. Einn verðandi faðir beið fyrir i her- berginu. Hann sneri baki í Jack og horfði út um gluggann. Jack tók upp sígarettu. Hann leit- aði í öllum vösum að eldspýtum, en fann þær ekki. — Afsakið! Getið þér lánað mér eldspýtur, sagði hann við manninn, sem enn sneri í hann bakinu. — Ég hef víst gleymt þeim einhvers stað- ar. Maðurinn sneri sér við. Hann brosti og rétti Jack eldspýtustokk: — Gjörið þér svo vel. Það er svei mér gott að fá einhvern félagsskap. Það tekur sannarlega á taugarnar að bíða einn hérna. Jack tók við eldspýtunum: — Takk. Hafið þér beðið lengi? — Mér finnst ég að minnsta kosti hafa beðið óralengi, sagði maðurinn og stundi . Það varð þögn. Jack reykti og hugsaði með kvíða til Cathy. Mað- urinn hóf aftur samræður með spurn- ingunni: — Er þetta fyrsta barnið yðar? — Já. Og yðar kannski líka? Maðurinn dró óvenju lengi að svara. — Já, svaraði hann loks með hægð. — Ég á ekkert barn fyrir. — Þá erum við á sama báti sagði Jack. — Einmitt! Við erum einmitt á sama báti. Maðurinn sagði þetta með svo einkennilegum ákafa, næstum gleði, að Jack leit ósjálfrátt upp. Eftir stutta stund reyndi hann að hefja samræður á nýjan leik: — Búizt þér við, að þér eignist dreng eða stúlku? — Ég býst ekki við neinu. Þetta var svolítið einkennilegt svar, en Jack þóttist vita, hvað mað- urinn æ+ti við. Það var ekki að furða, þótt mönnum yrði fótaskort- ur á tungunni, þegar þeir þurftu að þola slíka nagandi bið og tauga- spennu. Framhald á bls 42. 32 YIK'AN «■ tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.