Vikan


Vikan - 19.11.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 19.11.1970, Blaðsíða 12
Stór í sigri-stœrri í ósigri för, og þegar ferðamennirnir komu heim til dvalarstaðarins aftur hinn 22. ágúst, voru þeir margs vísari um örðugleikana, sem eru samfara ferðalögum á þessum slóðum. Síðast í október lagði svo Shackleton af stað suður á bóginn með hesta og sleða. .Ktlun hans var að freista að komast á heim- skautið. Þrír leiðangursmenn tóku þátt í þessari för með honum, en aðrir fimm fylgdu þeim nokkuð á leið og drógu sleða, fermda vistum og öðrum birgðum. Ekki leið á löngu, áður en hestarnir tóku að verða fyrir slysum og óhöppum. Tveir þeirra urðu haltir þegar á fyrsta degi ferða- lagsins. Auk þess höfðu þeir þann leiða sið að éta og naga allt, sem tönn á festi, og ollu oft talsverðum skemmdum með því at- hæfi. Þegar lengra dró suður á ísbreiðuna, gerðu launsprungurnar leiðangursmönnum margan hættulegan óleik. Hestarnir og mennirnir hröpuðu í þær hvað eftir annað, og varð björgunin oft erfið og mjótt á munum, að henni yrði við komið. Hríðarbyljir töfðu og för þeirra; stundum dögum saman. Hinn 26. nóvember náðu þeir að 82° 17‘ suðl. br. Þangað höfðu þeir Scott og Shack- leton komizt forðum, en nær heimskautinu hafði enginn náð. Hinn 20. desember voru þeir komnir á 85° 19‘ suðl. br. í 2400 metra hæð yfir sjávarflöt. Svo mjög var gengið á vistaforðann, að þeir urðu að spara við sig matinn um of og voru þegar teknir að líða hungurkvalir. Á jóladaginn borðuðu þeir nægju sína til hátíðabrigða, og Shackleton skrifar í dagbók sína: „í dag erum við mett- ir, en líða mun á löngu, unz við fáum næst nægju okkar að eta.“ Til síðari leiðangurs sins keypti Shackleton gott og sterkt norskt veiðiskip og skírði pað „Endurance". Kuldinn jókst stöðugt, eftir því sem hærra dró yfir sjávarflöt. Líkamshiti leiðangurs- manna var orðinn tveim stigum fyrir neðan meðallag sökum hungurs. Um nýjársleytið voru þeir staddir í 3000 metra hæð yfir sjávarflöt. Við augum þeirra blasti ísþekjan, sem hylur miðbik Suður- heimskautssvæðisins, slétt, óravíð og til- breytingarlaus. Þessa hvítu hásléttu hafði ekkert mannlegt auga áður litið. Sólarhringana hinn 7. og 8. janúar lágu þeir hríðartepptir í tjöldum sínum, sárþjáð- ir af kulda og hungri. Sálrænu þjáningarn- ar voru þó ef til vill enn þungbærari. Þeir áttu tiltölulega mjög skamman spöl ófarinn að heimskautinu, en aðstæðurnar gerðu þeim þann spöl allt of langan. Vistaforði þeirra var á þrotum, og sjálfir voru þeir þrotnir að kröftum sökum strits, kulda og hung- urs. Þeir áttu aðeins um einn kost að velja, — að snúa við. En ekki var þeim huglétt, er þeir tóku þá ákvörðun. Vikum saman höfðu þeir storkað hættum og örðugleikum, þolað frost, hungur og þreytu, og nú, — þeg- ar takmarkið var svo skammt undan, urðu þeir að snúa við. Hríðinni slotaði aðfaranótt hins 9. janúar. Klukkan fjögur að morgni lögðu leiðangurs- menn af stað, en ekki heimleiðis, heldur í suðurátt. Sleðana skildu þeir eftir hjá tjöld- unum. Oðru hverju hlupu þeir við fót, eftir því sem kraftar þeirra leyfðu. Þeir náðu að 88° 23‘ suðl. br. Þegar þangað var komið, neyddi hungrið og þreytan þá til að snúa við. Þá áttu þeir aðeins hálft annað breiddarbil ófar- ið að heimskautinu. Förin heim til dvalarstaðarins á Rossey var kapphlaup við hungurdauðann. Þeir röktu slóð sína frá birgðavörðu að birgða- Skipstjóri á „Endurance“ var Worse. í sögu heim- skautakönnunar mun hans ávallt verða getið fyrir hugrekki, fórnfýsi og þrautseigju. vörðu, en vistaforðinn, sem þeir höfðu skil- ið þar eftir á suðurleiðinni, reyndist þeim alls ónógur. Á suðurleiðinni höfðu þeir slátr- að hrossunum, og nú kom í ljós, að þeir þoldu ekki að eta kjötið af þeim, en það var verulegur hluti vistaforðans í birgðavörðun- um. Þótt sleðarnir væru léttfermdir orðnir, var þeim ofraun að draga þá. En áfram var hald- ið. Fyrir kom, að einhver þeirra hneig ör- magna niður á hjarnið, en þá brugðu félag- ar hans við og reistu hann á fætur, og áfram var haldið. Sprenglærðir vísindamenn hafa öldum saman starað til sólar og stjarna, eins og velferð alls mannkyns um eilífð væri undir því komin, að þeir þekktu allar þessar stjörnur, eðli þeirra, hringbrautir og sporbrautir. Og þegar þeir höfðu starað og starað í mörg þúsund ár, fengu þeir vitn- eskju um hreyfingu og lögun sinnar eigin jarðar að launum fyrir þrautseigjuna. Þeir sannfærðust um, að þessi dvalarstaður synd- ar og eymdar væri einn af himinhnöttun- um, væri stjarna og hvorki meira né minna. Þeir fyrstu, sem ekki gátu þagað yfir þessu, voru kallaðir lygarar, því þeir gátu ekki borið fram neinar áþreifanlegar sannanir fyrir því, að jörðin væri hnattlaga, en hver einasti óvitlaus maður gat séð með sínum eigin augum, að hún var flöt. Vísindamennirnir brugðu ekki vana sín- um. Þeir héldu áfram að stara. Síðan bættu þeir gráu ofan á svart með því að fullyrða, að jörðin gengi kringum sólina og snerist auk þess um möndul sinn. Sumir þessara manna voru álitnir brjálaðir, en aðrir trú- níðingar og brenndir með viðhöfn. En til voru einnig menn, sem störðu í aðra átt. Þeir störðu út á hafið. 12 VIK'AN 47 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.