Vikan


Vikan - 08.04.1971, Side 17

Vikan - 08.04.1971, Side 17
Ungur jarðeigandi, sem er 1 heim- sókn hjá frænkum sínum tveim, tælir stofu&túlku þeirra. Fyrir Vale- rian er þetta aðeins atvik, en fyrir Katujsku er það hræðilegt áfall. Þetta er hjartnæm en átakanleg ástarsaga frú Rússlandi zartímabils- ins. Það virðist vera frásögn af harm- leik hversdagsleikans og maður verði að geta sér til um sögulokin. En tíu árum síðar kom framhald af þessari smásögu. Árið 1899 skrif- aði hinn frægi rússneski rithöfund- ur eitt af meistaraverkum sínum, skáldsöguna „Upprisa“. Það er sag- an af hinum unga Nechljudoff, sem situr í kviðdómi, sem á að dæma unga konu fyrir morð. Sér til skelf- ingar kemst hann að því að þessi kona er Katujska Maslova, unga stúlkan sem hann hafði tælt á heim- ili föðursystra sinna. Hann segir skilið við sitt fyrra líf í munaði og fylgir henni til Siberíu. að skeði um vor, snemma vors — á föstudaginn langa. Maria Iva- novna Jusjkin og Katerina Ivanovna, tvær gamlar ógiftar syst- ur, sem bjuggu ;; ÍP á góssi sínu nálægt einni af héraðs- liöfuðborgunuin, fengu óvænta heini- sókn. Það var bróðursonur þeirra, Valerian, sem lieimsótti þær, þeim til mikillar ánægju. Valerian, sem var nýgenginn í batallíon keisaralega lífvarðarins, var eini sonur Pavel Ivanovitsj Jusj- kin, sem hafði verið ekkjumaður og var látinn fyrir tveim árum. Hann var tuttugu og fimrn ára. Fyrir fjór- um árum hafði hann lokið háskóla- námi. Síðan hafði hann í ríkum mæli notið allra þeirra unaðsstunda sem lífið hafði upp á að bjóða ung- um, auðugum manni af aðalsættum, sérstaklega eftir að faðir hans lézt og lét honum eftir allar eigur sínar. Hvað skemmtunum viðvék hafði hann meira dálæti á Moskvu en Pétursborg. Hann naut sín ekki á glæsilegum dansleikjum með frönsk- um konum og leikkonum, en hafði meira yndi af hestum, veiðum, sleða- ferðum og Sígaunum, — Sérstaklega tók hann hljómlist Sígaunanna fram yfir allt annað. Það voru ekki eingöngu frænkur hans sem elskuðu hann. Allir sem hittu hann höfðu mikið dálæti á honum. Fyrst og fremst var hanu dáður fyrir glæsilegt útlit, — hann var óvenjulega lag- legur, ekki á væminn hátt, því að yfir- bragð lians var I fágað og þokkafullt og hann var lika skemmti- legur og greindur maður. Hann var sérstaklega hreinskilinn, þoldi ekki hálfvelgju, hikaði aldrei við að segja það sem honum sjálfum fannst rétt- ast. En ef honum mislíkaði við ein- hvern eða eitthvað var öðruvísi en Iiann vildi hafa það, þá dró hann sig einfaldlega i hlé frá þeim sem hon- um mislíkaði við og hann gagnrýndi aldrei neitt. Hann var líka einn af þeim mönnum, sem orðið gátu svo vfir sig hrifnir af einhverju, að þeir lirífa aðra með sér. Þess vegna var Valerian svo dáður af öllum sem hann umgekkst og frænkur hans, sérstaklega sú eldri, Maria Ivanovna, sáu ekki sólina fyrir honum. Mariu Ivanovnu var eitt ljóst: að enda þótt hans eigin eignir væru í niðurníðslu og hann ætti að erfa töluverð auðæfi þeirra systra, fann hún það í hjarta sínu, að þessi arfs- von skipti hann ekki máli. Þvert á móti, það virtist valda honum óþæg- indum, því að hann elskaði frænkur sinar innilega, sérstaklega Mariu Iv- anovnu. Hún var systur sinni fremri i flestu, ljúf og góð í eðli sínu. Kata- riua var reyndar ekkert annað en skuggi systur sinnar. Valerian var ákaflega hrifinn af því að dvelja lijá frænkum sín- um, og var hann þar tíður gestur, enda voru hans eigin jarðcignir i grenndinni og þar að auki voru mörg refagreni í nánd. Hann heimsótti frænkur sínar alltaf, þegar hann fór á refaveiðar. Það voru dásamlegar stundir. Þar voru allsnægt- ir, allt var snyrtilegt 14.TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.