Vikan


Vikan - 08.04.1971, Side 18

Vikan - 08.04.1971, Side 18
og fágað, eins og það venjulega er hjá ógiftum eldri konum, sem liafa nægileg efni. Frænkur hans elskuðu liann líka og dekruðu við liann á alla lund, enda leið honum vel í þessu notalega umhverfi, án þess að hann gerði sér grein fyrir hvers vegna. Síðasta haust var heimsóknin sér- staklega ánægjuleg, vegna þess að hin sautján óra Katujska, sem Maria Ivanovna hafði tekið undir sinn verndarvæng, liafði greinilega tekið miklum breytingum. Hún var orðin gjafvaxta stúlka — og þótt liún væri ekki beinlínis fegurðardís — þá var Iiún mjög aðlaðandi og hafði sér- stakan yndisþokka. Valerian dró heimsóknina á langinn og lét ekkert tækifæri ónotað lil að stela kossi og þrýsta henni að sér, þegar þau mætt- ust á göngunum. Þetta er yndis- leg stúlka, sagði hann við sjálfan sig, eftir að hann hafði kysst liana og hún hlaupið frá honum. — Ynd- isleg stúllca, tær og fersk, — rósar- hnappur! liugsaði hann og hristi brosandi höfuðið. T fyrstu hitti hann hana aðeins af •k hendingu, en svo fór hann að vera á höttunum eftir hentugum tæki- færum til að hitta hana, þegar hún var ein. Hún vann hjá frænkum hans sem stofustúlka og var á sí- felldu stjái um húsið, alltaf snyrti- lega klædd, alltaf hæglát og blíð og alltaf rjóð í kinnum, já, mjög rjóð. Hún var alltaf i ljósrauðum kjól með hvita svuntu. Það var sérstak- lega rauði kjóllinn, sem hafði brennt sig inn i hugskot lians. Þannig hafði hún líka verið klædd, þegar hann var hjá frænkunum síðastliðið haust og hann hafði kvsst hana þrisvar sinn- um. egar hann nú nálgaðist búgarð- inn, íklæddur nýja einkennis- búningi liins keisaralega lífvarðar, hlakkaði hann mikið til að liitta Katujsku, sá fyrir sér svörtu augun, sem ljómuðu af lífsgleði og hann hlakkaði í ofvæni til að hitta hana á göngunum og snerta hana. Hún var dásamleg stúlka! Ilann óskaði þess innilega að bún hefði ekkert breytzt, væri ekki orðin þóttafull eða þokkalaus. Frænkurnar voru sjálfum sér sam- kvæmar, þær höfðu ekki breytzt. Þær litu út fyrir að vera ennþá ánægðari en venjulega, þegar þær tóku á móti Valerian. En það var eðlilegt. I þeirra augum liafði Vale- rian aðeins haft einn galla og það var að hann hafði ekkert fast starf og var ekkert viðriðinn herinn. Nú var liann kominn í herinn, já, — meira að segja í þeirri lierdeild sem hafði á að skipa flestum aðalsmönn- um, batallíón lífvarðarins. Þess utan voru þær líka hamingjusamar yfir því, að innan skamms yrði hann að fara i stríðið, þar sem hann yrði kannski særður, eða jafnvel drepinn. Þótt þetta væru ef til vill hræðileg örlög, þá var þetta rétt og nauðsyn- legt, þetta hafði faðir hans gert árið 1812. Og þegar hann kom nú inn i stofu þcirra, klæddur þessum glæsi- lega húningi með öllum gullbrydd- ingunum og háum, gljáandi stigvél- unum, var hann svo fallegur, að þeim lá við að tárasl. Þau voru öll mjög glöð, en þann- ig vildi til, að Katujska var að þvo í eldhúsinu, þegar hann kom. Vale- rian kvssti frænkur sinar, sagði þeim allt um sína hagi og var hress og kátur, þótt lionum fyndist eitthvað vanta. Hann langaði til að spyrja: — Hvar er Katujska? Hefur eitthvað komið fyrir hana? Hefur hún verið flæmd héðan? Það eru svo margir kvennaflagarar, sem geta ekki látið ungar stúllcur i friði. Og það yrði hörmulegt ef hún yrði fyrir. . .. Hann var áhyggjufullur og horfði við og við til dyranna. — Katujska! kallaði Maria Ivan- ovna. 0, hún var þá ekki farin, hugsaði hann, það var sannarlega gott. Nú heyrði bann dauft brak i skón- um hennar og létt fótatakið. Katuj- ska kom inn og eins og áður i ljós- rauða kjólnum, sem var nú orðinn svolitið snjáður og upplitaður, með hvíta svuntu. Nei, hún hafði ekki breytzt! Nei, þvert á móti, hún var ennþá fegurri, ennþá rjóðari og enn- þá ferskari. Þegar lnin kom auga á Valerian, roðnaði liún og lmeigði sig fyrir honum. — Komdu með kaffið, sagði frænkan. — Andartak, ég er að búa það til. að skeði ekkert sérstakt. Ekki lieldur daginn eftir, þegar Kat- ujska færði honum sérstaklega bragð- gott kaffi og nýbakaða brauðsnúða, á ótrúlega lireinum bakka með snjó- hvítum dúk; ekki heldur þegar Kat- arina Ivanovna sagði henni að setja frá sér bakkann og sækja rjómann. Það skeði heldur ekkert þegar hún skenkti honum líkjör eftir að Kat- arina Ivanovna hafði gefið henni merki. Hún spurði, með lágu, djúpu röddinni: — Má bjóða yður líkjör, herra? Ekkert skeði, en hvert sinn sem augu þeirra mættust, reyndu þau að dylja bros, roðnuðu og urðu vandræðaleg. Á yfirborðinu leit ekki út fyrir að neitt hefði skeð, — en samt var jiað eitlhvað — það að þau drógust hvort að öðru, — að þaú gátu ekki dulið tilfinningar sínar jietta fyrsta kvöld. Þau voru greinilega ástfangin, þráðu hvort annað, en þeim var ekki enn- jiá Ijóst hvern hug þau báru hvort til annars. Valerian datt aldrei i hug, að hann væri svo glæsilegur inaður, að kon- ur gætu orðið ástfangnar af honum. Hann hafði aldrei liugsað mikið um það, en framkoma hans gagnvart konum var jió jiannig að honuin fannst jiað sjálfsagt og eðlilegt að vera dáður. Katujska jxirði ekki að hugsa jjá hugsun lil enda, að liann væri hrifinn af lienni og að hún elsk- aði liann. Glæsimennska hans hafði svo inikil áhrif á hana, að hún varð að taka á öllu sinu viljaþreki til að sporna við jiví að hugsa stöðugt um liann. En daginn eftir, jiegar jjau rákust hvort á annað á ganginum, greip hann hana í faðm sinn og kyssti hana, eins og hann liafði áður gert. Hún ýtti honum frá sér, með tárin í augunum og sagði í bænarrómi: — Þér megið ekki gera jietta! 'Angistin, sem lýsti sér i rödd liennar kom hon- um í skilning um jiað, að hann ætti ekki að haga sér þannig, að jiað sem 18 VIKAN 14.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.