Vikan


Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 33
SéS yfir hálfu milljónina. Wadleigh i horninu Nokkrir skemmtikraftanna Um þessar mundir hefur Austurbæjarbíó sýning-ar á einni frægustu kvikmynd síðari tíma, „WOODSTOCK“. I>að þarf ekki að fara neitt nánar út í það hvað „Woodstock“ er eða var, en hér á eftir segir stjórnandi og framleiðandi myndarinnar, Michael Wadleigh (the man who made Woodstock) álit sitt á myndinni, og hvernig gerð hennar gkek fyrir sig: — Ég rak lítið fyrirtæki sem hét „Wadleigh", og hefur aðal- lega unnið að gerð pólitískra mynda fyrir sjónvarp sl. þrjú ár. Við höfum gert myndir um fátækrahverfi svertingja, Svörtu pardusana og stúd- entauppreisnir, svo eitthvað sé nefnt. Við vorum til dæmis þrjá mánuði við Sorbonne-há- skólann i París sumarið 1968, og þettg voru einu myndirnar sem ég hafði áhuga á að fram- leiða. —- Svo fórum við að gera músíkmyndir fyrir sjónvarp og vorum þá með þekkta söngv- ara, eins og til dæmis James Brown, Arethu Franklin og fleiri, og þetta var tekið upp á raunverulegum hljómleikum, þar sem ekkert var undirbúið undir kvikmyndatöku. Þessar myndir reyndust svo vera mun betri en „Hollywood Palace“ með sínar 500 æfingar og plast- ik-áhorfendur. — Svo heyrðum við um Woodstock-hátíðina og mér fannst góð hugmynd að gera um hana kvikmynd. Bæði var staðurinn fallegur og svo fannst mér einhvern veginn, að fólk- ið sem stóð i þessu, væri að því með fallegu hugarfari, svo „Sönn bylting er leidd af mikilli kœrleikstilfinningu. Che". ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri alveg upplagt. — Margir vina minna voru að vinna við hátíðina, við sviðið, bókanir og svo fram- vegis, svo allt virtist ætla að ganga í haginn, en þá kom upp úr dúrnum, að þeir sem stjórn- uðu öllu saman, vildu fá 200.000 dollara fyrirfram, auk þess sem við áttum að borga skemmti- kröftunum og hitt og þetta annað. — Ég átti hreinlega enga peninga þá, hvað þá þessar gífurlegu upphæðir, svo ég lét þetta eiga sig og gerði aðra mynd. Síðan fór ég aftur til þeirra og þá komst ég að því að ennþá hafði enginn annar farið fram á að fá að gera kvikmyndina. Þá gerði ég við þá samkomulag, um að ég borgaði allan beinan kostnað, án þess þó að borga skemmti- kröftunum, og síðan fengju þeir réttinn til að selja mynd- ina til einhvers stúdíós. Ég mátti í staðinn ráða fullkom- lega hvernig myndin yrði og þeir borguðu mér eitthvað af ágóðanum. — Við áttum i ægilegum erfiðleikum við að gera þessa mynd, og það versta var í sam- bandi við rafmagnið. Þarna voru þeir með tvo rafla (et. rafall) og vitaskuld þurftu hljómsveitirnar að nota þá. Við fengum þó að hafa af þeim einhver afnot, en ljósavélarn- ar fyrir myndavélarnar voru sífellt að fara úr sambandi og sprengja öryggi, og við og við fengum við í gegn allt of sterk- an straum, sem skemmdi tæki fyrir okkur. Stundum urðum við að fara af sviðinu vegna rafmagnshættu og „Canned Heat“ misstu allt sitt dót vegna þess að þeir voru á sviðinu þegar byrjaði að rigna. Vatn komst í magnarana þeirra og eyðilagði þá. — Allar samgöngur voru í megnasta ólestri. Við gátum Framhald á bls. 42. 14. TBL. VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.