Vikan


Vikan - 08.04.1971, Qupperneq 34

Vikan - 08.04.1971, Qupperneq 34
Á MEÐAN BÍLSTJÓRARNIR VORU Á BALLI Ný og spennandi framhaldssaga eftir Mignon G. Eberhart 2. hluti „Vandinn er sá, að þú sagðir sannleikann. Og þeim finnst hann mótsagnakenndur. £g á við, að ef John var á lífi ogtalaði við einhvern þegar þú komst, þá hlýtur hann að hafa verið myrtur, á meðan þú varst þarna. Samt fullyrðir þú, að þú hafir ekki heyrt neitt skot.. rð yfirlögregluþj ónsins hringsóluðu í. höfðinu á mér: — Þér voruð ein í húsinu. . . . Þér voruð með blóð á höndunum. . . . Þér reynduð að stinga af. . . . Byssan yðar fannst á gólfinu. .. . Fröken Bennet, þér eruð tekin föst sökuð um morð. . . . Dyrunum var hrundið upp, og Bill kom hlaupandi inn í fatageymsluna. Hann leit á mig og síðan hina og hrópaði: — Hvað er eiginlega á seyði hér? Wilkinson yfirlögregluþjónn sagði honum alla söguna og Bill varð stöðugt fölari í and- liti. Þegar hann hafði heyrt alla söguna, gekk hann til mín og spurði: — Var það einmitt þannig, sem þetta gerðist? Ég neyddist til að svara ját- andi, því að það sem Wilkin- son hafði sagt, var satt svo langt sem það náði. ■ Bill leit á Harpo. — Hundurinn hlýtur að hafa 'skilið eftir sig blóðspor bæði í stiganum og á teppinu í skrif- stofunni. . . . Hann þagnaði, þegar Wilkin- son hristi höfuðið. Fjöldi manns hafði gengið bæði um stigann og skrifstofuna, svo að þar var allt útatað í sporum. — Það verður erfitt að finna sporin, jafnvel þótt hundurinn hafi verið á skrifstofunni, sagði Wilkinson. — Viljið þér koma upp, doktor Ransome? Bill klappaði á öxlina á mér. — Vertu róleg, sagði hann. — Þetta lagast allt. Yfirlögregluþjónninn tók kápuna mína og lagði hana yf- ir handlegg sér. Önnur ermin var enn vot, þar sem ég hafði reynt að þvo blóðið úr henni. Síðan var ég ein aftur. Ég veit ekki hve langur tími leið, þar til Jimmy kom, en ég heyrði hann tala við lögregluþjóninn fyrir utan dyrnar hjá mér og síðan kom hann inn til mín. Fyrir þremur árum var ég trúlofuð Jimmy. Þá var ég átj- án ára og var sannfærð um, að enginn maður á jarðríki jafn- aðist á við hann. Ekkert gat haggað þessari sannfæringu minni, þar til Jimmy sagði mér upp og losaði sig við mig. Hann gerði það reyndar á skemmti- legan og lævisan hátt og kvaðst meðal annars vona, að við yrð- um alla tið „góðir vinir“. En svo rann upp sá dagur, að ég elskaði ekki Jimmy Ransome lengur og gat heldur ekki skil- ið, að ég skyldi nokkurn tíma hafa gert það. Það gerðist um leið og Bill kom til sögunnar. — Þeir hringdu til mín í klúbbinn, sagði Jimmy. — Ég trúi þessu ekki. Þeir segja, að hann hafi verið skotinn og að þú hafir verið stödd hér í hús- inu. Er þetta satt? Eg sagði honum það sem ég vissi, en minntist ekkert á, að ég hefði verið tekin höndum og að þeir hefðu fundið byss- una mína. Ég þagnaði um leið og lögregluþjónninn stakk höfðinu inn í dyragættina og sagði: — Þér eruð beðinn um að koma upp, herra Ransome. Og enn var ég orðin ein. Ég reyndi að muna, hvenær ég hefði síðast séð byssuna. Ég hafði fengið hana hjá Bill. Honum fannst, að ég yrði að hafa eitthvað til þess að verja mig með, fyrst ég byggi ein. Ég geymdi hana alltaf í skjala- skápnum og mundi ekki eftir því, að ég hefði séð hana svo mánuðum skipti. Maður kom og tók fingraför af mér, og loks kom svo Bill aftur. — Þetta er í lagi, sagði hann. — Við getum farið. Hann rétti mér regnkápu, sem leit út eins og tjald, og lagði hana yfir axlir mér. — Kokkurinn á þessa kápu, sagði hann. Jimmy kom hlaupandi niður stigann um leið og við gengum út. Ég spurði ekki neins. Ég hugsaði ekkert um töskurnar með áhöldunum mínum, sem ég hefði átt að taka með mér heim. Ég hugsaði um það eitt, að kraftaverk hefði gerzt og að ég væri orðin frjáls aftur. En á síðustu stundu hljóp ég til baka og hleypti Harpo út úr fatageymslunni. Einhver varð að gæta hans, og ég vissi ekki, hvað lögreglan ætlaði sér að gera við húsið. — Aktu á undan, sagði Jimmy. - - Bíllinn minn stend- ur hérna neðar í götunni. TDill settist við stýrið. Þegar *-'við vorum komin út á göt- una, hyerði annar bíll xzðóá una, beygði annar bíll upp að húsinu og þjónninn Everett og kona hans Rosie, sem hafði svo að lögreglan hlaut að hafa sótt þau á bílstjóraballið til Þau voru samkvæmisklædd, verið kokkur Johns, komu út. þess að yfirheyra þau. — Það var Brannigan, sem bjargaði málinu, sagði Bill. — Ég veit ekki, hvað hann sagði við lögregluna, en yfirlögreglu- þjónninn sagði að minnsta kosti, að við mættum fara. — En kápan mín? — Hún verður send á rann- sóknarstofu ásamt byssunni. Þú hefur vonandi ekki hreyft við neinu? — Nei. Þetta hlýtur að hafa verið innbrotsþjófur, Bill, er það ekki? Hann hugsaði sig um. — Var það rödd Johns, sem þú heyrðir? — Ég veit það ekki. Radd- irnar voru svo ógreinilegar. Dyrnar hljóta að hafa verið lokaðar og. . .. — Voru þetta karlmanns- raddir? — Já . . . já, ég er viss um það. — En þú heyrðir ekkert skot? — Nei, bara raddir. Og á eftir varð allt hljótt. — Spurðu þeir, hve lengi þú varst í baðherberginu? — Já. Það geta varla hafa verið meira en tvær eða þrjár mínútur. Hann leit snöggt á mig. — Vandinn er sá, að þú sagðir sannleikann. Og þeim finnst hann vera mótsagna- kenndur. Ég á við, að ef John var á lífi og talaði við einhvern þegar þú komst, þá hlýtur hann að hafa verið myrtur á meðan þú varst þarna. Samt fullyrðir þú, að þú hafir ekki heyrt neitt skot. 34 VIKAN 14. TBL. iílf Éf:r mm t 'v: ■ • ■ •.; 'Z- En ég heyrði það ekki. Og ég mundi hafa heyrt það, ef.. . . — Ég veit það. Ég þekki þig, Pat. En þeir . . — Þeir trúa mér ekki. - Við vitum með vissu, að þú hefur ekki drepið hann, sagði Bill. — Það er munur- inn. — Ég vildi óska, að ég hefði komið fyrr, hélt Bill áfram eftir nokkra þögn. — Og ég vildi óska, að þú hefðir haft lögfræðing við hlið þér. Hann mundi hafa séð til þess, að þú segðir ekki... . Hann þagnaði, en hélt síðan áfram: - En það hlýtur að vera einhver lausn á málinu, og hún hlýtur að koma í ljós fyrr eða síðar. Við verðum að láta rannsóknina ganga sinn gang. Þeir spurðu mig, hvort nokkru hefði verið stolið. En ég sá ekki betur, en allt væri þarna á sinum stað. Þeir spurðu líka, hvort John hefði átt nokkra óvini, en ég veit ekki til, að hann hafi átt í verulegum úti- stöðum við neinn. — Jú, við mig, sagði ég. -—• Það er ekki nein ástæða til að fremja morð. Fólk frem- ur ekki morð, af því að lán fellur í gjalddaga. Þeir finna bréfið frá föður þínum, en þeir vita ekki, að John hafði í hyggju að sölsa undir sig allar eigur þínar. Ég talaði við hann eftir hádegið í gær. Ég reyndi að fá hann til að falla frá öll- um kröfum á hendur þér. — En hann vildi það ekki. Ég talaði líka við hann í gær. Hann kom einmitt, þegar ég var búin að þjálfa Harpo. Hann sagði, að ég yrði að flytja frá hundabúinu mínu fyrir fyrsta næsta mánaðar. Það fór hrollur um mig, þeg- ar ég hugsaði um þann John, sem ég hafði talað við í gær og þann, sem ég hafði séð í dag. Sagan af láninu var í stuttu máli þessi: John Ransome hafði lánað Framhald á hls. 48. 14. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.