Vikan


Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 41

Vikan - 08.04.1971, Blaðsíða 41
því fjárhagslega kominn upp á keisara Frakklands. Napóleon þriðji fékk Maxi- milían til trausts og halds rúm- lega þrjátíu þúsund manna lið, er verða skyldi honum til að- stoðar næstu sex árin. Þar af voru sex þúsund manns úr Út- lendingahersveitinni frægu. En hinn nýbakaði keisari hafði ekkert yfir þessu liði að segja. Hann var því einnig hernaðar- lega kominn upp á Frakkakeis- ara. Það varð til að espa gegn honum Mexíkanana, sem ekki þoldu evrópska yfirdrottnun í neinni mynd. Að lokum skuldbatt Maxi- milían sig til að borga Frökk- um um sjötíu milljarða króna fyrir lánið á herliðinu. Þar eð enginn mexíkanskur ríkissjóð- ur var til, varð Maximilían að taka lán til að borga þessa fúlgu. Þá lenti hann í klóm kauphallarbraskara og hafði engin önnur ráð en að sam- þykkja okurvexti. Þessar fjár- hagslegu skuldbindingar voru meðal þess, sem hann um síðir var dæmdur til dauða fyrir. Maximilían hafði þegar tap- að leiknum, áður en hann steig fæti á mexíkanska grund. Tí- unda apríl 1864 var hann krýndur keisari yfir Mexíkó á hjallsvölum útifyrir Miramar- höll. Hann var við það tæki- færi í einkennisbúningi aðmír- áls, skreyttum glitrandi heið- ursmerkjum. Öryggisleysið, sem lýsti sér í svipnum, stakk átakanlega í stúf við viðhöfn búnaðarins. Að hátíðahöldun- um loknum lagði keisarinn sig fyrir, yfirkominn af þunglyndi. Karlotta tók naumast eftir hve illa honum leið. Hún var upptekin við undirbúning ferð- arinnar vestur yfir hafið, taldi sjálf sekkina með silkinu og diskana úr Sévres-postulíninu, sem freigátan ,,Novara“ var fermd með og átti að prýða hallirnar þeirra í Mexíkó. Þeg- ar „Novara“ lagði úr höfn í Tríest fjórtánda apríl 1864, stóð Karlotta við borðstokkinn og ljómaði öll. Maximilían við hlið hennar grét, þegar Mira- mar-höll hvarf útyfir sjón- deildarhring. Þannig var þá komið í hjóna- bandi þessu. Karlotta var sú sem knúði þau bæði áfram; hún var hinn eiginlegi drottn- andi. Maximilían leitaði til hennar, hvort heldur sem ör- yggisleysið hrjáði hann eða þegar bjartsýnin hóf hann upp úr öllu valdi. Nú tókst á milli þeirra ný ást, sem minnti helzt á ást móður og sonar. Hvílíkt óskaplegt barn Maxi- milían var sýnir sú staðreynd, að á leiðinni yfir hafið byrj- aði hann að skrifa sex hundr- uð blaðsíðna verk um hirðsiði, sem hann ætlaði að aga hirð sína eftir. En ríkið hans logaði í skæru- hernaði. Fangelsin voru yf ir- full, embættismennirnir spillt- ir, ríkiskassinn tómur. Norður-, vestur- og suðurhluti landsins voru í höndum Juarezar hers- höfðingja. Um borð í freigátunni hegð- uðu þau Maximilían og Kar- lotta sér eins og væru þau á leið til ríkis, þar sem friður og regla ríktu. Þeim mun meiri urðu vonbrigðin, er þau gengu á land í Vera Cruz tuttugasta og áttunda maí 1864. Enginn maður beið þeirra á hafnar- bakkanum. Fylgdarlið keisara- hjónanna, sem taldi hundrað manns, varð sjálft að sjá um að farangrinum væri skipað upp úr „Novara“ og hlaðið á vagna. Á leiðinni eftir grýttum vegum til Mexíkóborgar sáu þau ekkert annað en eymd og heyrðu ekki annað en bölbæn- ir. Ferðin til höfuðborgarinnar tók þrjár vikur, og þau voru steinuppgefin ér þangað kom. Þar beið þeirra hrikastór höll með ellefu hundruð glugg- um, þar sem nær allar rúður voru brotnar. Rúmin, sem keis- arahjónunum var ætlað að sofa í, moruðu í óværu. Karlotta og Maximilían notuðu billíarðborð fyrir rúm fyrstu nótt sína í höfuðborginni. Þegar fyrstu vikuna þar hefur þeim hlotið að vera orðið ljóst, hve ofboðslega fyrirhyggjulaus þau höfðu ver- ið. En þau sátu við sinn keip eins og þrjózk börn. Þau stóðu saman sem einn maður og fóru að stjórna ríki sínu, sem var í algerri upplausn,- Og að sjálf- sögðu gerðu þau hvert glappa- skotið öðru verra. Maximilían klæddist eins og fátækur Mexíkani og gekk bannig um meðal fólksins. Hann heimsótti fangelsin fyrir- varalaust, náðaði pólitíska fanga af handahófi og fór í kynnisferðir um ríkið í ensk- um vagni. Stjórnarstefna hans var góð- viljuð og frjálslynd, en óhag- kvæm eins og á stóð. Hann staðfesti umbætur Juarezar og fékk fyrir vikið óvild kaþólsku kirkjunnar, mexíkanskra ein- veldissinna og stórjarðeigend- anna. Og almenningur fyrirleit hann vegna alþýðlegrar fram- komu hans. Fólkið hafði' gert ráð fyrir að einn keisari prjál- aði skartið sitt. Innan skamms voru Karlotta og Maximilían algerlega einangruð. Þau fóru til sumarbústaðar síns, Chapultepec. Lystislot þetta var skammt frá Mexíkó- borg í garði, þar sem þúsund ára gömul kýprustré, blóma- beð, appelsínu- og mangótré spruttu. Kólibrífuglar suðuðu í laufinu. Og frá höllinni var mikilfengleg útsýn til fjallsins Popocatepetl. í þessu umhverfi endur- heimti Maximilían bjartsýni sína að nokkru og lét sér eftir að dreyma hetjudrauma. Þótt ótrúlegt kunni að virðast, þá gerði hann meðal annars áætl- anir um landvinningaherferðir á hendur nágrannaríkjunum. Þar að auki fór hann aftur að safna fiðrildum, líkt og á Mi- ramar. Hann fór á fætur um sólar- upprás og lá stundum daglangt í hengirúmi og horfði á kóli- brífuglana. Á meðan stofnsetti og yfirleit Karlotta velgerða- stofnanir. Klukkan átta fór keisarinn að hátta. Hann kom ekki nærri dansleikjunum, sem Karlotta hélt til að reyna að vinna stórmenni landsins á sitt band. Árið 1865 borgaði hún yfir sjötíu milljónir króna fyr- ir frönsk vín, sem drukkin voru í veizlum hennar. Én lít- ið hjálpaði það til að bægja á brott óförunum, sem fram- undan voru. Napóleon keisari þriðji var þessum illa stöddu skjólstæð- ingum sínum allt annað en náðugur. Hann heimtaði greiðslurnar fyrir lánið á her- mönnunum og hótaði að kalla þá heim að öðrum kosti. í þessari kreppu lét Maximilían telja sig á að gefa skipun, sem leiddi af sér fjöldaaftökur á uppreisnarmönnum. Sú skipun átti eftir að verða honum af- drifarík. Juarez herti stöðugt barátt- una gegn keisaranum. í maí 1866 réði Maximilían aðeins yfir fjórum borgum: Mexíkó- borg, Puebla, Vera Cruz og Queretaro. Frönsku hersveit- irnar voru kallaðar úr landi. Maximilían komst nú á þá skoðun að bezt væri fyrir hann að fara líka, og var það víst hið skynsamlegasta, sem hon- um hugsaðist um ævina. En Karlotta var of stolt og metnaðargjörn til að geta sætt sig við þau málalok. Hún fékk mann sinn til að skipta um skoðun og taldi honum trú um, að hún gæti kreist meiri stuðn- ing út úr Napóleoni Frakka- keisara, ef hún aðeins næði fundi hans. Níunda júlí 1866 lagði keis- aradrottningin af stað til Evr- ópu. „Brottför konu minnar er erfiðasta fórnin, sem ég hef orðið að færa til þessa," stam- aði Maximilían. Þótt hann hefði haldið fram- hjá Karlottu hafði hann alltaf elskað þessa fögru, viljasterku konu — næstum eins og þjónn ann húsbónda sínum. Án Kar- lottu varð Maximilían aðeins leiksoppur spilltra embættis- 14. TBL. VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.