Vikan


Vikan - 08.04.1971, Page 44

Vikan - 08.04.1971, Page 44
nam. Hann var ekki látinn vera með eingöngu vegna þess að hann hét Jimi Hendrix. Við tókum allt sem okkur fannst geta talizt pólitískt. Þar má líka taka sem dæmi Joan Baez sem söng verkalýðssöng frá því um 1920 („Joe Hill“), en ég lét það koma með til að vekja fólk til umhugsunar um að í Ameríku er gífurlegt bil á milli verkalýðsins og stúd- endanna (og má sjálfsagt segja eitthvað svipað um íslend- inga!). — Og svo tókum við allt dópið, strípið og pólitíkina inn í, til að sýna fólki hvað unga fólkið í Bandaríkjunum er að hugsa. Sýna, að unga fólkið í Ameríku vill fylgja hugsjónum sinum eftir. — Myndin endar svo á því að Hendrix spilar útsetningu sina á bandaríska þjóðsöngnum og síðan er allt ruslið sýnt; allt ruslið sem varð eftir þessa hálfu milljón ungmenna. — Það var hugmynd Warn- er Bros að selja þetta sem „friðar- og hamingjumynd“. Ég get alls ekki litið á þessa mynd sem friðsamlega á nokkurn hátt. Þess vegna enduðum við myndina á Jimi Hendrix, sem var reiður og hótaði öllu illu með sinni músík. Það sem ég var að reyna að segja með þessari mynd, var að það er margt rangt við Ameríku. — Ég hef ekkert ákveðið um að gera fleiri svona mynd- ir í nánustu framtíð. Ég vil halda áfram að gera pólitísk- ar myndir, en ég vil líka ein- hvern tima gera músíkmynd- ir. Pólitískar myndir eru mér þó mest virði. Ég lít ennþá á „Woodstock" sem pólitíska mynd. — Mér fannst Jimi Hendrix langbeztur á hátíðinni. Hann stóð algerlega hreyfingarlaus og spilaði ótrúlega hluti. Hann fékk borgaða 60.000 dollara (nær 5.3 milljónir ísl.) fyrir að koma fram einu sinni. Það græddu allir á „Woodstock" og þó fannst mér músíkantarnir græða mest, jafnvel of mikið. — Við höfðum átt í erfiðleik- um með kvikmyndaeftirlitið á nokkrum stöðum, þó sérlega heima í Bandaríkjunum. Þar eru þeir hræddir við myndina og segja hana gefa falska mynd af ástandinu. Hefðu þetta verið leikarar hefði allt verið í lagi. Þá hefði enginn sagt neitt. En þetta skeði og þess vegna eru landar mínir hræddir og reiðir. ☆ MARKAÐSTORG HEGOMANS Framháld aj bls. 23. ingu hans á Ameliu, hinni dyggðugu vinkonu Beckyar. Hún er alger andstæða Bec- kyar á öllum sviðum. Trygg og tilfinningarík, veikgeðja og ekki mjög greind, allt að þvi heimsk. Hún lætur töfrast af hinum glæsilega Georges Os- borne, en er alveg blind fyrir tilbeiðslu Dobbins majórs, sem hefur elskað hana í mörg ár. Mesta samúð vekur vesalings Dobbin. Hann fórnar öllu sínu lífi fyrir Ameliu, sem ekki endurgeldur ást hans. En hann er ekki glæsilegur. Hann er frekar þybbinn, ekki fríður sýnum, með alltof stór eyru og of stóra fætur. Hann er feim- inn og klaufalegur, vantar yf- irleitt allt, sem vekur aðdáun kvenna. Thackeray hefur vilj- að undirstrika hve hlédrægur og auðmjúkur hinn raunveru- legi heiður er. Það sem er sérstaklega tákn- rænt við mannlýsingar T’nác- kerays, er hin miskunnarlausa krafa um sannleikann. Aðeins á einu sviði víkur hann undan. Eins og Dickens og aðrir sam- tiðarmenn hans fer hann létt- um höndum um kynferðilegar ástríður. Það kemur fram að rithöfundurinn hefur ekki ver- ið ánægður með þessa fórn á altari siðgæðisins, þegar hann skrifar upphafið að þeim kafla, sem lýsir ævintýrum Beckyar á meginlandinu: „Við verðum nú að sleppa hluta af sögu frú Rebecku Crawley og fara eins létt og hóflega í þær sakir eins og heimurinn krefst —■ ég á við heim siðgæðisins, sem ef til vill hefur ekkert á móti lasta- fullu lífi, en hefur sérstaka andúð á því að nefna hlutina sínu rétta nafni.“ í SKUGGA ORRUSTUNNAR VIÐ WATERLOO Sem listamaður var Thacke- ray hógvær og látlaus. Dickens aftur á móti hafði mikið dálæti á að láta sögupersónur- sínar sýna mikil geðbrigði, sérstak- lega að gráta við dánarbeð að- standenda og ástvina. Thacke- ray fer létt með slík atriði og dregur þau aldrei á langinn. Mikið af sögunni gerist í Briissel í skugga orrustunnar við Waterloo. Thackeray nær hæst í list sinni, þegar hann lýsir öng- þveitinu og óvissunni um enda- lok stríðsins. Hann dregur fram svipmyndir með miklum hraða og undirleik fallbyssudruna í fjarlægð: Joseph Sedley rakar af sér skeggið, þjónn tekur traustataki fötin af húsbónda sínum, liðsforingjafrú kveður manninn sinn, aðalsfrúin, sem situr frávita af reiði í hest- lausum vagni. Amelia ásakar Becky um ótryggð. Og með hin heimspólitísku endalok við Waterloo að baki, verður myndin af hinum mannlega sora skýrt dregin. Hinum kaldhæðnislegu áhrif- um nær hann með því að láta persónurnar segja allt annað en þær meina, Thackeray not- ar þá aðferð oft, eins og t. d. í lokaorðum kaflans um Briiss- el: „Það heyrðist enginn hávaði, eftirförin var í margra mílna fjarlægð frá Brussel. Myrkrið lagðist yfir landið og Amelia bað fyrir George, sem lá á grúfu, með kúlu í hjartanu“. Svo einfaldlega getur Thac- keray lýst hinum aumasta hé- góma. œMEMI HnRlÚPUS Framháld aj bls. 15. ar fleira en liann segir og kann vel að hagnýta sér málaniiðlanir. Hæfileikar Lúðvíks eru ekki marg- |)ættir, en liarla farsælir og vekja traust fremur en andúð, l>ó að maðurinn sé umdeildur. Loks hefur hann haft lag á að sleppa við að verja þau stefnu- skráratriðii kommúnásta, sem ætluð eru frá útlönd- um og mælast verst fyrir meðal íslendinga. Helzt hagar hann það ámæli, að honum sé gjarnt að lofa fulltingi og fyrirgreiðslu, þó að vafi leiki á um efnd- ir. Lúðvík er undirhyggju- maður, þrátt fyrir sakleys- issvipinn og sanngirnina, sem hann bregður löngum fyrir sig. Hann hefur húið sér til grímu, sem fer hon- um vel og virðist eins og samgróin andlitinu. Sam- herjar telja hann kaldrifj- aðan eigi siður en andstæð- ingar, en leikni hins æfða stjórnmálamanns verður naumast véfengd í fari Lúðviks Jósefssonar. Upphaflega var Lúðvík sannfærður kommúnisti, en hann hefur jafnan haft vit á að flíka lít t þeiip átrúnaði sinum. Fer því og fjarri, að hann þræði hik- laust beina hraut rétttrún- aðar, því að honum miðar drýgst eftir krókaleiðum. Vill hann teljast ábyrgur í málflutningi og afstöðu og temur sér borgaralegar dyggðir í viðmóti og athæfi. Stjórnmálabaráttan er hon- um tafl, þar sem allt veltur á því að leika ekki af sér. Lúðvík stundar skákina af gætni, en ætlar sér þó mik- inn hlut að lokum. Bregður sjaldan fyrir brosi á ásjónu hans í baráttunni, sem hann heyir þrautseigur og kaldlyndur. Ilann forðast að kætast svo, að séð verði, en gerir sér eigi að síður von um miklu stærri vinn- ing en lionum gafst heima í átthögunum. Lúðvíki næg- ir engan veginn að hafa orðið páfi í minnsta sovéti veraldarinnar. Ilann elur sennilega þann draum i levnum hugans að leggja undir sig landið, því að óskliyggjan vakir i djúpi sálarinnar, þrátt f\rir kalda rósemi alvörunnar, sem býr i svip og vfir- hragði. Hins vegar mun hann hættur að vænta ]>ess, að heimshylting verði hon- um að liði. Lúðvík hefur löngu sannfærzt um, að sjálfs er höndin liollust. Lúpus. 44 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.