Vikan


Vikan - 08.04.1971, Side 57

Vikan - 08.04.1971, Side 57
V erðlistinn Kápudeild, Hlemmtorgi, simi 83755. Kjóladeild, v/Laugalæk, sími 33755. Daglega nýjar sumarvörur. Munið allar stærðir hjá okkur. V erðlistinn — Þorið þér ekki að leggja þá spurningu fyrir hana, Lu- cifer skipstjóri? — Ég er ekki hræddur við það og því til sönnunar skal ég ríða þangað strax og ég hef talað við landstjórann. Við segjum það þá. Hann snerist á hæl og flýtti sér út. Um leið og hann var farinn, stóð jarlinn upp og læddist að dyrunum, opnaði rifu og leit fram í forsalinn. Hann sá Brandon ganga inn til land- stjórans, svo hann lagði strax af stað til að leita Fletcher uppi. — Brandon gerir uppsteit, hvíslaði hann að Fletcher. — Flýtið yður heim til frænda yðar og sjáið til að hann nái ekki tali af Damaris. Ungfr.ú Charnwood hjálpar yður til þess. Ef Brandon kemur þang- að, má Damaris ekki komast að því og það verður að segja honum að hún vilji ekki tala við hann. Ef hann skrifar henni, má hún ekki fá það bréf. Skilj- ið þér hvað ég á við? Já, ég skil, en vill Oli- via. . . . ? - Ég fullvissa yður um að hún vill gera það sem ég bið um. sagði jarlinn háðslega. Næsta morgun kom Ingram með bréf með utanáskrift til Ungfrú Tremayne. - Brandon kom þangað tvisvar í eær, sagði hann, — en að lokum gat Olivia full- vissað hann um að ungfrú Tre- mnvn° vildi alls ekki tala við hann. f morgun kom svo þjónn frá Fallowmead með þetta bréf. Jarlinn braut innsiglið og las bréfið, sem var nokkuð langt. Svo sagði hann hörkulega: — Hefur ungfrú Charnwood skil- ið það að ef Brandon kemur einu sinni ennþá, þá verður hann að fá sama svarið? — Já, en ég held að hann geri ekki fleiri tilraunir. Hann þrætti eitthvað við ungfrú Tre- mayne í gær, áður en hann kom hingað, svo það er senni- legt að hann bíði eftir svari við þessu bréfi. Við verðum að sjá til þess að hann fái það svar, svaraði jarlinn lymskulega. — Vissuð þér um hvað þau voru að þræta? Ingram vissi það, því að Oli- via hafði sagt honum frá því. Chelsham hlustaði þögull á hann og ' svo brosti hann ánægjulega. — Nú veit ég hvað ég á að gera, sagði hann. — Ég fylgist með yður til Charn- wood og kveð ættingja yðar. En tilgangur hans var ekki eingöngu að kveðja. Strax og hann hafði heilsað, tók jarlinn frænku sína afsíðis og spurði hana hvort Brandon hefði ekki komið til að kveðja hana og þegar hún - neitaði því, þóttist hann verða mjög undrandi. Svo sagði hún honum, hálfhikandi, frá heimsókn Kits daginn áð- ur, hvað þeim hefði farið á milli og hvernig þau skildu. Chelsham leit á hana, rann- sakandi augum. — Og trúðir þú orðum hans? — N-ei, stamaði hún, því að þótt eitthvað væri í fari hans, sem hún var hrædd við, þá þorði hún ekki að reita hann til reiði. — En ég er hrædd um að honum sé ekki mikið um yður gefið, herra, og að hann hafi sagt þetta til að gera mig hrædda við að fara til Eng- lands. — En langar þig til að verða kyrr hér, Damaris? — Nei! Hún sagði þetta snöggt og sneri sér undan. — Ekki ef, — ég á við að ég vil gjarnan fara til Englands, en mig tekur það sárt að skilja við Kit á þennan hátt. — Þá finnst mér þú ættir að skrifa Brandon skipstjóra bréf, barnið mitt, og segja honum þetta. Þú átt honum mikið upp að unna og það væri leiðinlegt að þið bæruð kala hvort til annars. Sjáðu, hér er pappír og ritföng alveg við hendina. Hún gekk hægt að borðinu og tók við pennanum, sem hann rétti henni. Eftir að hafa setið um stund og starað á hvíta örkina, leit hún upp og horfði vesældarlega á frænda sinn. — Þetta er svo erfitt, sagði hún lágt. — Ég veit ekki hvað ég á að skrifa. — Ég skal hjálpa þér. Hann hugsaði sig ofurlítið um, en síðan tók hann að lesa henni fyrir, það sem hann var löngu búinn að setja saman í hug- anum. Þegar .hún. var búin tók hann af henni bréfið. — Ég skal sjá um að það komi til skila, sagði hann og brosti til hennar. Vertu svo ró- leg, barnið mitt. Ég er viss um að Brandon kemur til að kveðja þig. Hún reiknaði með að frændi hennar vildi hjálpa henni og reyna að létta henni undirbún- ing ferðarinnar. en nú, þegar hún stóð fyrir dyrum, bilaði kjarkur hennar. Henni fannst það svo ótrúlegt að hún ætti að yfirgefa Kit á morgun og að hún ætti ef til vill ekki eftir að sjá hann framar. Henni fannst óhugsandi að hún gæti lifað lífinu án hans. Af ástæðum, sem enginn þekkti nema jarlinn einn, fékk Kit ekki bréfið frá henni fyrr en myrkrið var skollið á kvöld- ið eftir. Hann var þá einn á Fallowmead, því að Blair lækn- ir hafði verið kallaður út til að líta á mjög veikan mann á fjarlægri plantekru. Kit gekk um gólf, þegar bryti hans kom inn í stofuna með bréfið. Hann reif það upp og las, en eftir því sem hann las meira, því meira varð hann undrandi. Þetta var ekki líkt Damaris, þessar flúruðu setningar, sem tilkynntu honum, að þótt hún gæti ekki trúað þeim sögum, sem hann vildi láta hana trúa um frænda hennar, þá vildi hún ekki að þau skildu ósátt, enda væri hún honum þakk- lát fyrir allt, sem hann hafði gert fyrir hana. Þetta voru orð jarlsins, það fann Kit strax. En allt í einu saup hann hveljur og las bréfið aftur. Undir nafni hennar stóð eitt- hvað fleira, eitthvað, sem virt- ist vera hripað niður í flýti. ,,Ég trúi þér, en ég er neydd til að segja að ég geri það ekki. Komdu fljótt, ef þér hefur ein- hvern tíma þótt vænt um mig.“ Kit kreisti bréfið saman í lófa sínum. f augum hans tendraðist ljós. Hann hrópaði til eins þjónsins og bað um að bezti hesturinn yrði til taks á stundinni og eftir andartak þeysti hann áleiðis til Cham- wood plantekrunnar. „Komdu fljótt", hafði hún skrifað og hann lét ekki á sér standa! Ólánið skeði skyndilega og 14. TBL. VIKAN 57

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.