Vikan


Vikan - 08.04.1971, Side 58

Vikan - 08.04.1971, Side 58
í næstu viku Og nú er það stuttbuxna- tízkan Tízkan breytist ört nú í seinni tíð. Nú er maxi, midi eða mini ekki lengur nýjasta nýtt, held- ur eru það stuttbuxurnar, sem spáð er að verði mest áberandi hjá kvenfólkinu á kom- andi sumri. I næsta biaði birtum við margar litmyndir af íslenzku stuttbuxnatízkunni. — Myndirnar eru teknar á tízkusýningu í Laug- ardalshöll, sem haldin var í sambandi við kaupstefnuna íslenzkur fatnaður. Ennfremur segja sex sýningarstúlkur álit sitt á stuttbuxna- tízkunni. Palladómur um Magnús Jónsson Hver höfðinginn rekur nú annan í palladóm- um Lúpusar. Síðast var þáttur um Lúðvík Jósefsson, en í næsta blaði er röðin komin að Magnúsi Jónssyni, fjármálaráðherra. ViStal við John Lennon John Lennon er sá af hinum frægu Bítlum, sem mesta athygli vekur, ekki sízt eftir að frægt viðtal birtist við hann í bandarísku blaði, þar sem hann fletti meðal annars ofan af Bítlaæðinu. Vikan birtir úrdrátt úr viðtal- inu í næstu þremur blöðum. Appelsínuréttir í Elhúsinu Þátturinn Eldhús Vikunnar er nú litprentaður og vonandi fellur húsmæðrum það vel í geð. I næsta blaði hefur Dröfn H. Farestveit valið uppskriftir að appelsínumarmelaði og ýmsum öðrum réttum úr appelsínum. Grein um Lúðvík hinn óseðjandi Við höfum birt að undanförnu nokkrar greinar um frægar og spilltar persónur úr mannkynssögunni. — í næsta blaði verður grein um þann synd- umspillta Lúðvík fjórtánda, sem öðru nafni var nefndur Lúðvik hinn óseðjandi. HITTUMST AFTUR - I NÆSTU VIKU án þess að hann ætti á nokk- urri hættu von. Á vegarspotta milli þéttra trjáa, rak hestur- inn sig í einhverja óvænta hindrun, féll til jarðar og Kit þeyttist af baki. Kit hálfrotað- ist, en staulaðist á fætur eftir andartak, en þá heyrði hann óljóst til einhverra manna- ferða. Á næsta augnabliki var hann sleginn í höfuðið og allt varð svart fyrir augum hans. „Good Hope“ sigldi úr höfn á morgunflóðinu og Chelsham lávarður stóð í skutnum hjá bróður sínum og Ingram Fletch- er. Þeir virtu fyrir sér þenn- an bæ, sem var svo friðsæll að sjá og fjarlægðist nú óðum. Damaris var ekki hjá þeim, hún sat bak við lokaðar dyr klefans og grét eins og hjarta hennar væri að bresta. Fram á síðustu stundu hafði hún vonað að Kit kæmi til hennar og Regina, sem vissi hvernig henni leið hafði reynt að hugga hana. Alveg fram að því að skipið létti akkerum hafði hún vonazt til að sjá hann. Hún stóð á þilfarinu og virti fyrir sér hafnarbakkann og bátana og henni varð oft litið yfir til skipa hans, sem lágu fyrir akk- erum. Hann hlaut að koma. Það gat ekki verið að samband þeirra endaði á þennan hátt, án þess að hann svaraði bréfi hennar. En þegar skipið hafði létt akkerum og skreið út úr hafnarmynninu, gaf hún upp alla von og einhver hræðileg- ur ótti greip hana, ótti fyrir þeirri framtíð, sem hún var að fleygja sér út í. Hræðileg ein- manakennd greip hana og hún flýtti sér niður í klefann, þar sem hún fleygði sér í hvíluna og grét. Hún var orðin bólgin af gráti og vildi ekki láta hitt fólkið sjá sig, til þess var hún of stolt. Hún dvaldi lengi í klefa sín- um og þegar hún loksins kom út, fann hún aðeins til einhvers dauðadofa. Jafnvel þegar jarl- inn kallaði hana á sinn fund, síðar um daginn til að segja henni að hann óskaði eftir því að hún tæki bónorði Ingram Fletchers, tók hún því án þess að breyta um svip. Chelsham horfði undrandi á hana, hann hafði búizt við háværum mót- mælum frá hennar hendi. — Skilurðu hvað ég er að segja, Damaris? spurði hann hörkulega. — Já, ég skil, sagði hún ró- lega, — þótt ég skilji reyndar ekki hvaða ástæðu þér hafið til þessarar ráðstöfunar. Framhald í riæsta blaði. 58 VIKAN 14.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.