Vikan


Vikan - 22.04.1971, Blaðsíða 23

Vikan - 22.04.1971, Blaðsíða 23
— Hvert fóruð þið, ég meina var þetta á hótelum? — Það var alveg sama hvar við vorum, alltaf var sama sukkið. Við vorum alltaf með okkar eigin svefnherbergi, fjög- ur stykki, og við reyndum að halda helvítis draslinu í burtu frá þeim. Herbergi Derek’s og Neil’s voru alltaf yfirfull af hórum og allskonar pakki og allsberum löggum. Satyrikon! Við urðum að gera eitthvað. Hvað er hægt að gera þegar áhrif pillunnar eru ekki búin enn og maður á að fara að koma sér af stað? Ég var vanur að vaka allar nætur með Derek hvort sem hann var vakandi eða ekki og hvort við vorum einir eða ekki. Ég gat aldrei sofið, það gekk svo mikið á. Þær voru ekki kallaðar „groupies“ (nafn á kvenfólki sem eltist við hljómlistarmenn), heldur voru þær kallaðar eitthvað annað. Ef við gátum ekki fengið „group- ies“ fengum við hórur og allt sem þeim fylgdi, bara það sem fékkst. — Hver útvegaði það allt saman? — Derek og Neil. Það var at- vinnan þeirra. Mal var lika í því, en ég fer ekkert út í það. — Eins og kaupsýslumenn á þingi. Ja, þegar við komum ein- hversstaðar, þá var ekkert ver- ið að tvíóna við hlutina. Það eru til myndir af mér þar sem ég er að skríða á fjórum fótum út af hóruhúsi í Amsterdam og fleira í þeim dúr. Lögreglan fylgdi mér til þessara staða, því þeir vildu losna við allan skandal. Annars vil ég helzt ekki tala um þetta, því það gæti sært Yoko, og það er heldur ekki réttlátt. Látum okkur nægja að segja að hljómleikaferðir okkar voru eins og Satyrikon og þar með er það útrætt, því ég vil ekki særa tilfinningar þeirra eða konurnar þeirra. Það er ekki réttlátt. Yoko: Þetta kom mér á óvart. Ég vissi alls ekki að þetta hefði verið svona. Ég hugsaði með mér: — Ja, John er listamaður og sennilega hefur hann átt í einu eða tveimur ástarævintýr- um áður en hann giftist; svo- leiðis ímynd hefur þú, John. — Bilið á milli kynslóðanna. — Rétt, rétt, akkúrat. — Þá langar mig að spyrja um annað sem var í bólc Hunter Davies. Þar segir að þið Brian Epstein hafi farið saman til Spánar... — Já, við fórum til Spánar, en á milli okkar var samt ekki neitt, hvað sem sagt hefur ver- ið. Ég var náinn vinur Brians og ef einhver ætlar að vera minn umboðsmaður eða agent vil ég þekkja hann út og inn. Brian sagði mér sjálfur að hann væri kynvillingur. Ég hata... Brian er gerður að engli bara vegna þess að hann er dauður og Allen er gerður að skepnu. Brian var enginn engill. Hann var bara venjulegur maður. — Hverju fleiru sleppti Hunter Davies? — Það veit ég ekki því ég man það ekki. Það er til betri bók um Bítlana eftir Michael Brown. Hún heitir hove Me Do og er sönn. Hann skrifaði hvern- ig við vorum, og við vorum svín. Maður getur ekki verið neitt annað í svona ástandi. Pressan á manni er svo gífurleg, og við létum það bitna á Neil, Derek og Mal. Þess vegna eru þeir á móti okkur í undirmeð- vitundinni en þeir geta aldrei sýnt það og trúa því ekki einu sinni sjálfir þegar þeir lesa það. Þeir urðu fyrir miklu skítkasti frá okkar hendi, vegna þess að við urðum að láta einhvern finna fyrir því. Það var erfitt að halda sér gangandi og ein- hver varð að taka við skítkast- inu. Þetta lætur Hunter Davies ekki fylgja með. Hann lætur ekki í ljós hverskonar svín við vorum. Fuckin1 big bastards, það voru Bítlarnir. Maður verð- ur að vera svín til að hafa það af og Bítlarnir voru mestu svín í heimi. Yoko: — En hvernig tókst yltkur að halda þessari hreinu ímynd? Það er stórfurðulegt. John: — Allir vildu að okkur tækist að halda ímyndinni. Þú vilt halda henni við og það sama er að segja um blöðin, pressuna. Blaðamennirnir höfðu það fínt, vegna þess að þeir fengu frítt brennivín og ókeyp- is mellur. Þeir skemmtu sér, og allir vildu hanga á vagnin- um. Við vorum keisararnir; hver ætlaði að steypa okkur þegar milljón pund voru í veði? Allt kjaftæðið sem skrifað var um okkur, múturnar til lögregl- unnar og allt helvítis draslið. Allir .vildu fá sinn skerf og sumir eru ennþá að kvabba í okkur: Ekki taka Róm frá okk- ur, ekki taka færanlegu Róm frá okkur, þar sem við getum haft bílana okkar, húsin, frill- urnar og friðlana, konur og menn, mellur, brennivín og dóp, ef þú tekur það frá okkur John ertu vitlaus. John, þú ert brjál- aður. En vitlausi John tekur það allt frá þeim. — Hvernig var þetta í Lon- don þegar sem mest gekk á hjá ykkur? — Það var stórkostlegt tíma- bil. Þá vorum við eiginlega konungar frumskógarins og við vorum nánir vinir Rolling Stones. Ég veit að vísu ekki um hina, en ég var sjálfur mikið með Mick (Jagger) og Brian (Jones). Ég dáist að þeim. Ég hef gert það síðan ég sá þá í fyrsta skipti. Við þvældumst um London í bílum og töluðum saman, við Rolling Stones og Animal og Eric (Burdon), töl- uðum saman um músík. Þá var gaman að lifa og þá vorum við líka vinsælastir og nutum þess. Þá gátum við líka verið í friði við og við; þetta var á margan hátt eins og finn klúbbur nokk- urra áhugamanna; mjög gott. — Hvernig var Brian Jones? — Hann var ákaflega mis- jafn. Hann eyðilagðist yfir árin. Hann var á endanum orðinn einn af þeim sem maður reyndi að forðast að tala við þegar hann hringdi, því maður gat verið viss um að hann vildi fá einhverja hjálp eða var í stór- vandræðum. Hann átti virki- lega bágt. í byrjuninni var allt í lagi með hann því þá var hann ungur og framagjarn. Hann var einn af þeim sem tærðust upp fyrir augunum á manni. Hann var ekki brilljant eða neitt slíkt, hann var bara góður drengur. — En þegar hann dó? — Þá fann ég ekld til. Ég hugsaði bara með mér að nú væri enn einn dauður úr dópi. — Hvað finnst þér um Roll- ing Stones í dag? — Tómt plat. Mér fannst gaman að „Honky Tonk Wo- man“, en mér finnst Mick bjónalegur brandari með allan þennan hommadans sinn. Mér hefur alltaf fundist það, en mér hefur líka þótt gaman að því. Sjálfsagt fer ég og sé mynd- irnar hans og allt það eins og allir hinir, en mér finnst hann bara brandarakall og ekkert sérstakt. — Hitturðu hann oft nú orð- ið? — Nei, aldrei. Við hittumst töluvert um það leyti sem Allen var að byrja með okkur, en svo held ég að Mick hafi orðið af- brýðissamur. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir Mick og the Stones, en hann sagði ýmsa ljóta hluti um Bítlana sem hafa sært mig, því þó að ég geti skit- ið Bítlana út vil ég ekki að Mick Jagger geri það. Allt sem við gerðum gerðu Rolling Ston- es tveimur mánuðum síðar á hverri einustu djöfulsins plötu. Allt sem við gerðum gerði Mick líka. Hann hefur alltaf hermt eftir okkur. Og mér þætti vænt um að einhver af ykkur hund- um létuð verða af því að benda á þetta, því þið vitið það. Þú veizt til dæmis að Satanic Maj- esties er Pepper. „We Love You“ er ekkert annað en léleg stæling á „All You Need Is Love“. Þá mótmæli ég því að Stones séu byltingarsinnar og við ekki. Ef Stones voru eða eru það, þá vorum við það líka. En þeir eru ekki í sama gæðaflokki, músíklega eða neitt annað, og hafa aldrei verið það. Ég sagði aldrei neitt, ég dáði þá ailtaf vegna þess að mér hefur fallið músíkin þeirra og stíllinn. Ég er hrifinn af rock & roll og stefn- unni sem þeir tóku eftir að þeir gáfust upp á að stæla okkur en nú ætlar hann jafnvel að fara að herma eftir okkur með Apple. Hann var greinilega svekkt- ur yfir þvi að við vorum alltaf stærri en hann; hann hefur al- Framhald á bls. 54.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.