Vikan


Vikan - 22.04.1971, Blaðsíða 53

Vikan - 22.04.1971, Blaðsíða 53
nð hann var kominn til mín. Svo kom Sugar aftur, æst og rauð í framan. Það var Ly- dia Rakcley, sagði hún. Lög- reglan heimsótti hana. En sá dónaskapur! Þeir hafa engan rétt á að yfirheyra vini mína. Höfðu þeir áhuga á fjar- vistarsönnuninni þinni? spurði Bill. Sugar leit snöggt á hann. Já. Þeir spurðu hvort það væri satt, að ég hefði verið hjá henni kvöldið, sem John var myrt- ur, og hvort hún væri viss um að ég hefði verið á vinnustof- unni allan timann. Varstu það? spurði Bill. Auðvitað! En fíflið hún Lydia sagði þeim að hún væri ckki alveg viss um það. Ég sat hjá . . . maðurinn hennar sat á milli okkar, á ég við, og það var dimiyit i herberginu. Hún sagði þeim að hún héldi að ég hefði verið þar, en að ég hefði getað læðzt út meðan verið var að sýna. Aðeins fimm eða sex manneskjur voru viðstaddar, og ég hefði ekki getað hóstað án þess að einhver hefði tekið eftir því. Hún vatt sér við og starði á mig ævareið. Hvað sagði ég? Þeir gruna mig! Bill settist og brosti dauft. Gerir það nokkuð til? Þetta er óneitanlega öndvegis fé- lagsskapur. Við Pat. Jimmy. Og nú ert bú lika komin í hóp- inn. Og Edith Sales, hugsaði ég. Cg Mike Reilly. En ég var þar allan tim- ann! hrópaði Sugar æst. — Að hugsa sér að nokkur skuli geta verið svona vitlaus. Taktu því rólega, sagði Bill þreytulega. Til að koma þér í verulega klemmu þyrftu þeir að ná í einhvern, sem hefði séð þig fara inn í eða út úr sjónvarpsstofunni. Ég hélt annars að þeir hefðu vörð við dyrnar, meðan sýningar stæðu yfir. Sugar hrukkaði .ennið. — Það er víst rétt. Ég kom eitt sinn of seint á sýningu hjá Rakeley - það var fyrir nokkrum mánuðum — og komst þá ekki inn. - Þú þarft ekki heldur ann- að en að segja lögreglunni, hvað gerðist á skerminum, sagði ég. Sýningin var send út sama kvöldið, svo að ég hefði aiveg eins getað séð hana þá, sagði hún stutt í spuna. — Ég verð að tala við þig, Pat, sagði Bill. — Við skrepp- um út í hádegisverð. Síminn hringdi aftur. Sugar gekk inn i bókáher- bergið til að svara, og í þetta sinn heyrðum við hvað hún sagði í símann. Hún hljóðaði beinlínis. Hvað eruð þér að segja? Hver er það? Nú svar- íð.... Svo heyrðum við að hún skellti á, og Biil stóð upp og gekk til dyra. Ég fylgdi honum eftir. Sugar sat við hliðina á sím- anum, og hún var svo hvít í framan að ég var hrædd um að það væri að líða yfir hana. Einhver sagði að ég hefði myrt John! Ó, Pat! Hún há- grét. Það var ég,' sem hann reyndi að myrða í nótt. Hann hlýtur að hafa haldið að það væri ég, sem stóð við glugg- ann! Hvað er hún að tala um? spurði Bill og greip um hand- legg mér. — Reyndi einhver að myrða þig, Pat? Ég sagði honum frá nætur- árásinni við gluggann. Hann sagði ekki, orð, en sneri sér við og gekk inn í stofuna. Ég vissi að hann var að virða fyrir sér gluggann. Sugar þaut á eftir honum. - Það gæti hafa verið þú, Bill! æpti hún. — Eða Jimmy! Pat hringdi til ykkar beggja, en hvorugur var heima. Klukkan var yfir tvö, og. . . . Stilltu þig, sagði Bill gramur. — Hvers vegna ætt- um við Jimmy að hafa ein- hverja löngun til að myrða þig? --- Ég veit það ekki. En það var einhver í íbúðinni. Fyrst í stað trúði ég Pat ekki. Ég hélt að hana hefði dreymt eða. . . . Hún leit á mig stórum augum. Ég . . . ég hélt satt að segja að hún hefði ætlað að fremja sjálfsmorð, en misst kjarkinn á síðasta andartaki og æpt á hjálp. Bill hrukkaði ennið. — Við skulum fá alveg úr þessu skor- ið, sagði hann. — Hélztu að Pat hefði hugsað sér að stökkva út um glugga á níundu hæð? Hélztu að hún hefði myrt John? Ertu að reyna að gefa það í skyn? N-nei. — Hver hringdi? En Sugar gerði ekki nema að hrista höfuðið. — Var það karl eða kona? spurði Bill. — Það var karlmannsrödd, sagði Sugar skjálfandi. — En ég þekkti hana ekki. Framhald í næsta blaði. Knattspyrnu- handbókin óskabók stráka á öllnm aldri Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK 16. TBL. VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.