Vikan


Vikan - 13.05.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 13.05.1971, Blaðsíða 5
Books, April 1971, bls. 29:). „Ég er sannfærður að mjög fáir Bandaríkjamenn hafa mikla vij- und um útbreiðslu hernaðará- róðursins eða áhrif hans á líf þeirra með mótun skoðana þeirra, og skoðana (sem birtast í atkvæðum með fjárveitingum til vopnaframleiðslu) umboðs- manna þeirra á þingi, og skoð- ana hinna svokölluðu „ombuds- manna' þeirra sem starfa við bandarískar fréttastofnanir. Jafn- vel þeir sem í alvöru leitast við að kryfja þetta mál til mergjar, hafa aðeins fengið litlar upp- lýsingar um upplýsingakerfi hersins. „Samkvæmt minni vitund, — þráft fyrir að þessi skoðanamót- andi maskína hefur endrum og eins sætt gagnrýni þegar at- hæfið hefur orðið svo augljóst að ekki tókst að hylja það, og þó að lærðir menn á sviði fjöl- miðlunar hafi á lærðan hátt skrifað um maskínuna, — þá hefur enginn leitast við að lýsa henni fyrir almenningi, hvort sem er í einstökum atriðum eða hinum venjulegu aðferðum". Jón A. Sigurðsson, Asvallagötu 24. Hér eru vissulega háalvarleg og viðkvæm mál tekin til meðferð- ar, og bréfritari hefur fyllsta rétt til að koma skoðunum sínum á þeim á framfæri. Fróðlegt væri, ef fleiri lesendur vildu taka til máls um þetta efni og senda okkur línu. Jesus Christ Superstar Kæri Póstur minn! Ég ræðst í það stórvirki að skrifa þér bréf, þótt ég sé með pennalötustu manneskjum í heimi. Um daginn var flutt í þættinum Lög unga fólksins eitthvert verk (ég man ekki hvað það hét), sem einhver út- lend hljómsveit flutti. Það átti vlst að vera um krossfestingu Krists. Það heyrðust höggin þegar var verið að negla nagl- ana í krossinn og stunurnar frá Jesú er hann var á krossinum og hlátur hermannanna. Þegar plöturnar með Trúbroti og Æv- intýri komu út, það er verkin eftir Wagner, voru þær bannað- ar og enn er bannað að flytja þær í útvarp. En þetta fyrr- nefnda er flutt I útvarpinu. Ef það hefði verið íslenzk hljóm- sveit, sem hefði flutt það, hefði það örugglega verið bannað I útvarpi, en það virðist vera allt í lagi fyrst það er útlend hljóm- sveit. Svo var Náttúru bannað að flytja ( sjónvarpinu verk eftir Bach og Grieg, sem þeir breyttu ekki neitt. En þó var fluttur skemmti- þáttur með Nice, þar sem þeir fluttu verk eftir Sibelius, sem þeir breyttu dálítið. Það var stjórnandi skemmtideildar sjón- varpsins, sem vildi ekki að Náttúra flytti þessi verk. Og þegar hann var spurður hvers vegna þátturinn með Nice hefði verið fluttur í sjónvarpinu, sagði hann að sér hefði ekki verið kunnugt um að sá þáttur hefði verið fluttur þar. Ja, ég hefði nú haldið að stjórnandi skemmti- deildar sjónvarpsins ætti að hafa auga með því skemmtiefni sem flutt er í sjónvarpinu. Það stóð I Samúel og Jónínu um daginn að Jón Þórarinsson stjórnandi skemmtideildar sjón- varpsins gæfi blaðamönnum langt nef og segði að þetta kæmi engum við, og svo fram- vegis. Og þætti þetta furðu ósvífið af honum og bæri hon- um að segja af sér, og svo sann- arlega tek ég undir það, ef þetta er satt og jafnvel líka þótt það væri lýgi, því svona menn eru algerlega óhæfir stjórnend- ur. Mér þætti fróðlegt að vita hvað ykkur finnst um þetta og ég vona að Jón Þórarinsson rek- izt á þetta, ef bréfið verður birt, sem ég vona, því ég er búin að leggja á mig nóg erfiði við þessar skriftir. Með fvrirfram þökk. H.B. Verkið um krossfestinguna, sem þú minnist á, er efalaust rokk- óperan Jesus Christ Superstar, sem úrval úr mörgum popp- hljómsveitum söng inn á plötu. ÞaS er satt, að fljótt á litið virSist heldur lítiS samræmi í því hjá hljóSvarpinu okkar og sjónvarpinu aS banna hjá sér flutning íslenzkra popphljóm- sveita á klassískum verkum, en hljóSvarpa hins vegar og sión- varpa flutningi hliðstæðra hljóm- sveita erlendra á þeim. — Um hugsanlegar ástæSur forráSa- manna þessara stofnana vitum viS ekki. Þér gerið góð kaup i GITE GITE nýtur sivaxandi vinsælda. GITE ffaest I verzlun yðar. Halldór Jónsson Halnarstnæti 18 - sími 22170 - 4 límur — Hvernig stendur á að þessi maður er í náttfötunum mínum? 19. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.