Vikan


Vikan - 13.05.1971, Page 45

Vikan - 13.05.1971, Page 45
því, að ég megi svo gæta þín, þegar þú kemur heim aftur ... -— Já, svaraði hún og brosti. — Annars á ég á hættu, að Óli geri uppreisn ... GULLNl PARDUSINN Framhald aj bls. 32. Hún greip krossinn með gráðugum fingrum og stakk honum í barm sér, en Renard gaf öðrum manninum bendingu um að opna dyrnar. Hann horfði stríðnislega á Damaris. Peg horfði lymskulega á menn- ina og fór út og Renard rétti fram aðra höndina. —- Lykilinn! sagði hann í skipunarrómi. Annar maðurinn hikaði and- artak, en afhenti svo: lykilinn treglega. Það varð augnabliks þögn og Damaris leit af einum á annan og skelfingin skein úr augum hennar. Þá sagði annar mannanna glottandi. — Peg verður að minnsta kosti klukkutíma að komast fram og aftur og þú vilt sjálfsagt vera laus við mig, Renard. ííg fer þá með skila- boðin til Farrancourts í land- stjórahúsinu. Þú ferð niður og hefir gát á Lucifer, sagði Fransmaður- inn hörkulega. —- Þorskurinn þinn, heldurðu að ég vilji hafa Farrancourt hér, áður en búið er að ganga frá Lucifer? Augu mannsins urðu vökul. — Þú heldur þér við þína hlið samningsins, Renard, og ég stend við mitt. Þú ert búinn að ná í það kvenfólk, sem þú þarft á að halda og ef Peg svíkur þig ekki, þá getur þú gert upp við Lucifer. En það eru skart- gripirnir sem ég vil fá og ég verð ekki til friðs fyrr en ég hefi þá í höndunum. Þú veizt að það var eingöngu þeirra vegna sem ég tók það í mál að sigla með þér, eða er það ekki? Nú vissi Damaris hversvegna hún bar óljós kennsl á mann- inn. Þetta var sami maðurinn sem kom itil Kits með fréttirn- ar um spænsku silfurskipin, kvöldið sem samkvæmið var á Fallowmead og hann hafði varla getað haft augun af skart- gripunum hennar. Hann hafði örugglega átt von á því að geta klófest skartgripina, þegar „Good Hope“ féll í hendur sjó- ræningjanna, en orðið af því, þesar spænsku skipin komu á vettvang. AARHUS - DANSKT FORM - ÍSLENZK GÆÐI Sófasett á teak fótum, eða stálfótum með snúningsási á stólnum. Sófi 4ra sæta, sófi 3ja sæta, sófi 2ja sæta. Stóll, hár, stóll,, hár með ruggu, stóll, lár. > Áklæði eftir eigin val. Myndalistar með efnisprufum fyrirliggjandi. Skrifið eða hringið eftir upplýsingum. HÚSGAGNAVERZLUNIN AUÐBREKKU 59 W^M'm R. ■ JL SIMI:42400 DUNAkúpavogi — Vertu rólegur, þú skalt fá skartgripina, sagði Renard með fyrirlitningu. — Um leið og bú- ið er að ganga frá Lucifer, verð- ur sent til Farrancourts og ég efast ekki um að hann kemur strax með lausnarféð. Hafðu mig til fyrirmyndar, vinur minn! Það er öruggast að fara að öllu með gát. Farðu niður núna strax og gefðu mér merki þegar Lucifer kemur. Þeir þrefuðu fram og aftur í svo langan tíma, að Damaris fannst það heil eilífð, en að lokum gekk sjóræninginn treg- lega út úr herberginu. Þegar fótatak hans heyrðist ekki lengur, sneri Renard sér að Damaris, sem stóð föl og skjálfandi við innsta vegginn. — Þá ertu aftur komin á mitt vald, dúfan mín, sagði hann og glotti hæðnislega, — og hér eru engir ræflar sem glepjast • af glæsimennsku Lucifers. Þeg- ar hann kemur^ gengur 'hann beint í dauðann, og þótt ég aldrei nái í þessa skartgripi. þá verð ég samt innilega án- ægður. -— Hann kemur ekki, svar- aði hún og gerði vesældarlega tilraun til að standa uppi í hárinu á honum. — Hann trú- ir því aldrei að þér þorið að láta sjá yður í Port Royal. Renard tók skambyssuna íir belti sér, virti hana hugsandi fyrir sér og lagði hana svo á borðið, sem stóð við hlið hans. — Hann kemur, sagði hann rólega. — Hann veit að ég get verið rólegur rfieðan ég hefi 19. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.