Vikan


Vikan - 13.05.1971, Blaðsíða 46

Vikan - 13.05.1971, Blaðsíða 46
Kælishápar ER BEZTA VAUÐ 7 mismunandi gerðir með og án djúpfrystis. Zanussi hefur framleitt rafmagnsáhöld í meira en hálfa öld og hafa þegar framleitt meira en 10 milljón véla Firmað hefur viðskipti við 120 lönd víða úti i heimi. Tækninýjungar sitja í fyrirrúmi hjá ZANUSSI. yynssirimis SNORRABRAUT 44 SlMAR 16242 15470. gísl. Og þótt Modyford land- stjóri þrái það heitast aðhengja mig, þá þorir hann ekki að gera það, þegar hann veit að ég get hvenær sem er stungið rýt- ingi milli rifjanna á hans há- göfgi Chelsham jarli. Veikur vonarneisti tendrað- izt með henni. — Er frændi minn hér í Port Royal? Renard kinkaði kolli og lagði aðra skammbyssu á borðið. Einkennilegt bros lék um var- ir hans. —• Já, hann er hér. Það var hann sem fékk þá stórkostlegu hugmynd að lokka Lucifer í dauðann á þennan hátt. Hann tók af sér sverðið og lagði það við hliðina á byssunum á borð- inu. — En Mylord ætlaðizt til að sagan um vandræði þín ætti aðeins að vera upplogin saga. Vonarneistinn varð meiri. Hún spurði, með ákafa sem hún átti bágt með að leyna: — Hvar Þér sparið með áskrift SKIPHOLTI 33 - SIMI 35320 er frændi minn? Eg held að þarna a gólfinu, fallinn fyrir þér séuð að ljúga, Renard! — Hann er þarna inni! Ren- ard kinkaði kolli að dyrunum fyrir innan og gerði enga til- raun til að stöðva hana, þegar hún hljóp í áttina þangað og reif dyrnar upp á gátt. Herbergið fyrir innan var svefnherbergi, jafn grátt og skítugt og hitt, en Damaris sá ekki annað en manninn sem sat þar. Hann sneri baki í hana, en grái silkijakkinn og hárkoll- an sannfærðu hana um hver það var. Hann hreyfði sig ekki og sagði ekki neitt og þetta óhugn- anlega hreyfingarleysi gerði hana stjarfa af hræðslu. Hún greip í handlegg hans, en þá komst hreyfing á mann- veruna í stólnum, sem valt til hliðar og féll á gólfið. Hún öskraði af hræðslu, þegar hún kom auga á rýtingsskeftið sem skagaði út úr brjósti hans. Þetta var Chelsham jarl, maðurinn sem hafði staðið uppi í hárinu á kóngum og drottningum. Gullni pardusinn, sem í manns- aldur hafði smeygt sér gegnum öll vandræði með undirferli og alltaf komizt af, lá nú dauður morðingjahendi á ómerkilegri knæpu í Vestur-Indíum. Það var karlhæðni í þessum örlaga- ríku afdrifum hans. Þetta flaug í gegnum huga Damaris þegar hún virti fyrir sér líkið á gólfinu. Henni var ekki ljóst að Renard hafði fylgt henni eftir, fyrr en hann sagði: — Mylord var jafn djöful- lega stoltur og Lucifer, sagði hann með niðurbældri reiði, — én hann fékk sína ráðningu, þá sömu og Lucifer fær bráðum að kenna á, ég læt ekki nokk- urn mann fara á bak við mig. Hvað þér viðkemur, dúfan mín, þá getur hvorugur þeirra hjálp- að þér lengur. Meðan hann talaði, gekk hann framhjá glottandi líkinu í áttina til hennar. Hún leit upp og las örlög sín í áköfum aug- um hans og varð lömuð af hræðslu. En lömunin hvarf, þegar hann snerti við henni og nú barðizt hún í örvæntingu á móti honum. En hún sá fljót- lega að hún gat ekki varið sig og enda þótt hún vissi að eng- inn heyrði til hennar, rak hún upp skerandi óp. Framhald í nœsta blaði. 46 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.