Vikan


Vikan - 02.09.1971, Blaðsíða 18

Vikan - 02.09.1971, Blaðsíða 18
Claudette Colbert lék á móti Clark í myndinni ,J?að skeði um nóttf'. Myma Loy lék aðalkvenhlutverkiö í „Hvítklæddir menn“. Jeanette MacDonald og Clark Gable í hinni jrœgu kvikmynd „San Francisco“. Helen Hayes (hún leikur ennþá í kvikmyndum) lék á móti Clark Gable í kvikmyndinni „Hvíta systirin“. Þau fengu mjög góða dóma. Carole Lombard lék á móti Clark í kvikmyndum og átti eftir að verða eiginkona hans. Vivien Leigh og Clark Gable gerðu kwkmyndina „Á hverf- anda hveli“ ódauðlega. CLARK GABLE Nú eru liðin tíu ár síðan hinn ósigrandi Clark Gable lézt. Hann var hinn óumdeildi kon- ungur Hollywood og frægðar- innar naut hann í lifandi lífi. En skyndilega var hann hrif- inn burt af því sviði, sem hann hafði ráðið svo algerlega yfir í þrjá áratugi. Hann, sem hafði fengið svo mikið út úr lífinu og heppn- azt allt sem hann fékkst við, ef hann hafði á annað borð hugsað sér það, varð að hverfa af sjónarsviðinu á fimmtugasta og níunda aldursári, einmitt þegar hann átti von á mesta aévintýri lífsins, að verða fað- ir í fyrsta sinn. En draumur hans um að halda sínu eigin barni í örmum sér, endaði skjótt, maðurinn með ljáinn kom á vettvang. Saga hans er ekki gleymd, sagan um hið ógleymanlega lif hans. En áður en William Clark Gable varð tákn karlmennsk- unnar í kvikmyndaheiminum, átti hann ekki glæsilega ævi. Volæði hans hófst eiginlega með því að læknirinn, sem hjálpaði honum inn í þennan heim, skrifaði á fæðingarvott- orðið að hann væri stúlkubarn. Hann fékk ekki mikið vega- nesti, þegar hann fór út í lífið. Hann átti engan verald- legan auð, enga menntun og lítið öryggi í uppvextinum. Hann var eina barn foreldra sinna. Móðir hans dó, þegar hann var hálfs árs gamall, fað- irinn var frekar óróleg sál, dreymdi um auðæfi, sem hann aldrei hlaut, hann leitaði að olíu víða um Ameríku, en fann Jean Harlow og Clark Gable í kvik- myndinni „Saratoga“. Lana Tumer lék á móti Clark í stríðsmyndinni „Heim koman“. hana aldrei og móðurforeldr- arnir urðu að hugsa um barnið fyrstu árin. Þangað til hann eignaðist stjúpmóður, sem tók hann með sér og var honum svo góð, eins og hún væri móð- ir hans. En faðirinn var alltaf á faraldsfæti, kom sjaldan heim og sá ekki drenginn, nema örfá skipti, þegar hann kom heim eins og gestur. En þetta kenndi drengnum að treysta sjálfum sér. Hann var nokkuð þybbinn, frekar luralegur en duglegur í beisbolta. Hann átti raunveru- lega ekki von í öðru lífsstarfi en að verða vinnumaður eða í mesta lagi smábóndi, það var það eina sem um var að ræða í því umhverfi sem hann ólst upp í. En hann vildi gera eitthvað annað og meira. þótt honum væri ekki sjálfum ljóst hvað það átti að vera. Þegar hann var sextán ára brauzt hann burt frá örygginu og leiðind- unum, ákvað að yfirgefa stjúp- móður sína, sem honum ann- ars þótti mjög vænt um, og föðurinn, sem hann varla þekkti. Hann ætlaði að reyna eitthvað annað, eitthvað sem var utan við þennan þrönga heim hans. Eitt hafði hann fengið að erfðum frá föður sín- um og það átti eftir að fleyta honum langt: óróleikann í blóð- inu, drauma og þrá eftir ein- hverju óþekktu. Lítil taska með einhverjum fatnaði, brauðpakki, sykur- kaka, sem stjúpa hans hafði bakað kvöldið áður en hann fór að heiman og smáupphæð af peningum, rétt fyrir far- gjaldi til næstu bargar, var það eina sem hann fékk í veganesti. Þetta var þegar hann var sext- án ára, árið 1917, og það sama ár fóru Bandaríkin í stríðið. Hann lenti í gúmmíverk- smiðju, í deildinni, sem fram- leiddi hjólbarða. Það var harð- ur skóli fyrir sextán ára ungl- 18 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.