Vikan


Vikan - 02.09.1971, Blaðsíða 6

Vikan - 02.09.1971, Blaðsíða 6
LOKSINS KVENRETTINDAKONA SEM KARLMENN HRÍFAST AF Bókum um kvenréttindi rignir á mark- aðinn í svo stórum stíl, að þær eru löngu teknar að vekja leiða. Flestar eru aðeins lesnar af fáum. Svo kom The Female Eunuch, eftir- Germaine Greer, ástralskan doktor í bók- menntum. Gagnrýnendurnir, sem lesa bækur fyrir borgun, urðu yfir sig hrifnir og lásu bókina aftur yfir ókeypis. Ljós- myndarar komu og tóku myndir af höf- undi eftir rútínu, en gleymdu sér af hrifn- ingu og héldu áfram að taka og taka. Bandaríska sjónvarpið fékk viðtal, sem vakti feikna hrifningu hjá glápendum. Germaine Greer er þrjátíu og tveggja ara, með sígaunahár og augu sem mynd- ast vel. Hún varð doktor á ritgerð um Shakespeare. Hún vildi segja fólki álit sitt á samfélagi karlmannanna, og vissi hvernig hún átti að fá það til að lesa og fá áhuga. Hún var nægilega skír í koll- inum til að draga goð eins og Shakespeare og Norman Mailer niður á jörðina. Greindar stúlkur um allan heim lesa nú bók hennar með rauðan penna við hendina. Þær hafa bókina aldrei utan seilingarfæris frá rúmstokknum til að geta, þegar í nauðir rekur, flett upp á einhverju sláandi sannleikskorni í þess- ari biblíu. Og enskar unglingsstúlkur strá um sig tilvitnunum í bókina eins og hún væri eftir einhverja poppstjörnuna. The Female Eunuch seldist upp á vifcu í Englandi og var síðan í logandi hvelli þýdd á tylft tungumála, og systur höfund- ar í anda segja upp úr hverri síðu: „Hvað sagði ég?“ Og karlmennirnir sem lesa yf- ir axlir þeirra kinka kolli. Germaine verð- ur minnzt í sögunni sem fyrstu kvenrétt- indakonunnar, sem karlmenn elskuðu. Sumir segja að hún minni mest á Van- essu Redgrave, aðrir á Önnu Magnani. Hún náði geysivinsældum í sjónvarpinu þegar hún kjaftaði David Frost algerlega í kútinn. — Ef nú til þess kæmi að ungfrú Greer, Ted Kennedy og Norman Mailer yrðu einu eftirlifandi manneskjurnar á jörð- inni, með hvorum téðra karlmanna myndi hún þá kjósa að auka kyn sitt? spurði Frost. Út á snilld sína hefur þessi ástralska rauðsokka fengið forsíðumynd af sér í Life, uppslátt í sjónvarpi og bókin hennar hefur selzt í risaupplögum um gervallan heim. Hvorugum, hreytti Germaine út úr sér, — þá væri betrá að láta man'nkynið deyja út en láta það tímgast út af öðrum eing, eintökum. Karlkyns rithöfundur, sem Germaine hafði algerlega slegið út af laginu í kapp- ræðu, spurði að lokum uppgefinn í stíl við Freud: — Hvað er það eiginlega sem þið konurnar viljið? Og Germaine svar- aði hunangssætt: — Hvað svo sem það er, þá er það ekki þú, elskan. Hún fæddist í Melbourne, Ástralíu, og móður hennar hlýtur að hafa mistekizt að rugga henni háttbundið, meðan hún lá í vöggu. Jafnskjótt og Germaine litla komst á skrið byrjaði hún að frelsa heim- inn. Fjögurra ára að aldri gaf hún öll leik- föng sín í bezta sósíalískum anda. Hún var stöðugt að reka sig á allra handa boð og bönn og fannst hún vera misskilin af öllum. f skóla varð hún mikið séní og náði doktorsgráðunni á mettíma. En hún hefur 6 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.