Vikan


Vikan - 02.09.1971, Blaðsíða 24

Vikan - 02.09.1971, Blaðsíða 24
« BOKIN, SEM HEFUR SLEGIÐ ÖLL MET í SÖLU LOVE STORY hefur orffið metsölubók aldar- innar, og kvikmynd, sem gerð hefur verið eftir sögunni, fær hvarvetna geysimikla að- sókn. Á þessum síðum kynnir VIKAN bæði söguna og kvikmyndina í tilefni af því, að bókin kemur út í íslenzkri þýðingu í haust, og myndin verður sýnd í Háskólabíói innan skamms. LOVE STORY Erich Segal: — Ég ætlaði varla að þora að sýna nokkrum manni handritið. UM ÁRAMÓTIN 1969—70 kom {út í Bandaríkjunum skáldsaga eftir Erich Segal, og hét hún einfaldlega Love Story. Fram- haldið þekkja allir, en þó er ekki úr vegi að rifja upp nokk- ur atriði í sambandi við þessa frægu sögu, með tilliti til þess, að hún kemur út í íslenzkri þýðingu í haust, og kvikmynd, sem gerð hefur verið eftir henni, verður sýnd í Háskóla- bíói innan skamms. Love Story varð ekki aðeins metsölubók ársins í Bandaríkj- unum, heldur hefur hún á ör skömmum tíma lagt undir sig heiminn og er af mörgum tal- in metsölubók aldarinnar. Erich Segal er 34 ára gam- all, fæddur í New York-borg árið 1937. Hann lauk prófi frá Harvard-háskóla og gerðist síð- an prófessor í sígildum bók- menntum við Yale-háskóla. — Love Stoty er fyrsta skáldsaga hans, en áður hafði hann ritað nokkrar bækur um fornmenn- ingu Grikkja og Rómverja. Bezta dóma af þessum bókum hlaut „Rómverskur hlátur“, en hún fjallar um latneska skáld- ið Plautus. Erich Segal samdi einnig handritið að kvikmynd Bítlanna, Yellow Submarie, og eftir það varð hann eftirsóttui: kvíkmyndahöfundur í Holly- wood. Af öðrum kvikmynda- handritum, sem hann hefur samið, má nefna R.P.M. (Re- volutions Per Minute), en sú mynd fjallaði um stúdenta- uppreisn í háskóla. Leikstjóri hennar var Stanley Kramer, en Anthony Quinn lék aðalhlut- verkið. Loks má geta þess, að Segal samdi sjálfur kvikmynda- handritið að Love Story. í nýlegu blaðaviðtali segist Segal hafa byrjað að skrifa Love Story eiginlega ósjálfrátt, án þess að einsetja sér að semja skáldsögu. Þegar hann hafði lokið henni, þorði hann lengi vel ekki að sýna nokkrum manni handritið. Loks fór svo, að bókin hafnaði hjá forleggj- ara, var gefin út, og þar með hófst ævintýrið. Henni var strax svo vel tekið, að útgef- andinn og ekki síður höfund- urinn urðu furðu lostnir. Gagn- rýnendur hældu bókinni flest- ir, og sumir töldu Segal merk- asta skáldsagnahöfund, sem fram hefði komið í Bandaríkj- unum í langan tíma. Þegar ár var liðið frá útkomu bókar- innar, var Love Story enn efst á lista yfir söluhæstu bækurn- ar. Hún var orðin að einstæðu fyrirbæri í bókmenntaheimin- um. Hvaða kosti hefur Love Story til að bera, sem gera hana svona vinsæla? Þetta er í raun- ínni ósköp einföld saga um há- skólastúdenta, Oliver og Jenný, ástir þeirra og dapurlög örlög Jennýar. ,Segal telur, að fólk hafi fundið í sögunni heiðar- legan sannleika, sem lengi hef- ur skort í skáldskap nútímans. Hann lýsir lífi persónanna eins vel og eðlilega og honum er unnt. Sagan er sem sagt trú- verðug í hæsta máta. Segal þekkir vel líf ungs skólafólks nú á dögum, vegna starfs síns sem háskólakennari. Hann Á einu ári seldust upp sex milljónir eintaka af Love Story, og enn »r ekkert lát á sölunni. 24 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.