Vikan


Vikan - 02.09.1971, Blaðsíða 41

Vikan - 02.09.1971, Blaðsíða 41
skilningi laganna. Maður hennar, sem hafði í upphafi reynt að hjálpa henni, sneri baki við henni í árs- byrjun 1970, og lýsti því yfir, að hann hefði fundið „betri konu, sem hann ætlaði að kvæn ast. Úr fangaklefanum skrifaði Alice honum langt bréf, þar sem hún sagði, að ef hann yfir- gæfi hana að fullu, myndi hún og börnin ásækja hann síðar og aldrei veita honum stundar- frið. „Börnin heimsækja mig dag og nótt“, skrifaði Alice Crimm- ins til manns síns. „Þegar ég loka augunum, sé ég þau fyrir mér. Ég get ekki sofið og ekki fundið frið innra með mér. Það sem skeði, er þín sök. Ég ætla að svipta mig lífinu, og síðan kem ég og börnin og við verð- um hjá þér svo lengi sem þú lifir“. Eftir síðustu sjálfsmorðtilraun sína, var Alice flutt í annan klefa, öruggari klefa, þar sem veggirnir eru klæddir svamp- gúmmíi. Á hverju kvöldi er leitað á henni hátt og lágt, áð- ur en hún fær að leggjast til hvílu. Það virðist fáránlegt að vera að halda í henni lífinu, berjast við það, þegar hún berst fyrir að svipta sig því. En eins og fulltrúi ákæruvaldsins sagði nýlega: „Ríkið hefur ákveðið, að þessi kona skuli afplána 20 ára dóm fyrir morð og það skal hún fá að gera. Fyrst við komum henni í fangelsi, viljum við sjá til þess. að hún afpláni sína refs- ingu. Þegar hún er laus, getur hún hinsvegar gert hvað sem henni sýnist. Vilji hún þá fremja sjálfsmorð, er henni það guðvelkomið. Þegar hún er hér, viljum við halda í henni líf- nu. Hún hefur haldið því fram, að hún eldist löngu fyrir tím- ann og hún á oft eftir að óska sér þess, að hún hefði aldrei fæðst í þennan heim. En það er ekki svo auðvelt fyrir hana. Dauðinn er of léttbær fyrir þessa grimmu móður, sem gat fengið af sér að myrða börnin sín og fleygja þeim frá sér á víðavangi. Hún á hvert andar- tak hér skilið, hvort sem hún sefur eða vakir“. Þetta hljómar jafnvel enn ó- hugnanlegar en glæpurinn sjálfur, sem Alice Crimmins er dæmd fyrir, ekki sízt þar sem fulltrúi „réttlætisins“ talar. Og við lestur þessarar greinar er nauihast hægt að vera þess full- viss, að Alice Crimmins sé sek. ☆ NÁTTÚRA TIL DANMERKUR Framhald af bls. 15. Allt efnið á plötunni verður frumsamið og hafa þeir félag- ar verið að semja það og æfa í sumarbústað suður við Straumsvík — sagði einhver glottandi að platan yrði senni- lega látin heita „Mengun". Þá hefur einnig heyrzt, að Náttúra muni koma eitthvað fram opinberlega í Kaupmanna- höfn, m. a. á útihljómleikum og fleira en einhver ólga virð- ist ríkja innan hljómsveitar- innar, svo ekki er séð fyrir end- ann á öllu saman. Víst er þó, að sitthvað er í bígerð. ☆ SHA NA NA HOPP OG Hí Framhald af bls. 14. ur, og hljóðfæraleikur var tek- inn við. Við ákváðum aftur á móti að leggja fyrst áherzlu á söng og svo á leik, þó ekki nema væri tilbreytingarinnar vegna.“ „Það sem við höfum mestan áhuga á,“ sagði Gino, „er að vera skemmtilegir á sviði. Við viljum að fólk skemmti sér. Þeir sem virðast fá mest út úr því sem við erum að gera, eru músíkantar, því í þeirra aug- um erum við að fara með sögu- legar staðreyndir. Við erum al- varlegir á sviðinu en við vitum að fólk skemmtir sér jafn vel og við. Þetta er því mikill létt- ir frá sífelldu stressi við að hlusta á músík sem það skilur ekki en þykist skilja." „Hljómsveitir gera ekki nægilega mikið fyrir augað nú orðið,“ sagði Rick. „Sumar hljómsveitir, eins og til dæmis WHO, slengja hljóðnemum um allt, en við vorum einu sinni með hænu á sviðinu hjá okk- ur. Það gerði mikla lukku. Ég held að maður þurfi eitthvað svona í stað þess að vera ein- göngu með músík.“ ☆ GEORGE BANGLA DES Framháld af bls. 15. ar um Paul McCartney, og eins og fyrri daginn er Lennon súr. Um sama leyti kemur út LP- plata með Yoko og sama dag- inn og plöturnar koma út verð- ur sýnd kvikmynd sem gerð var við upptökuna á plötunum í brezku sjónvarpi. Með Lenn- on á plötunni leika m. a. Nic- ky Hopkins, Klaus Voorman, George Harrison, Alan White, Jim Keltner, King Curtis og Bobby Keyes. Af Paul er lítið að frétta eft- ir að hann stofnaði nýju hljóm- sveitina á dögunum og Ringo . . . ja, sjáum til í 39. tbl., sem kemur út 30. september. ☆. MARlA SKILIN VIÐ PETUR OG PAL Framháld af bls. 15. Og þá er komið að aðalat- riðinu: Það gerist æ algengara að ýmsir listamenn taki sig út úr hljómsveitum sínum og sendi frá sér plötur einir — oft með hóp af vinum sínum með sér. Og oft vill það verða þannig að vinirnir eru hafðir með af því að þeir eru frægir líka og nöfn þeirra á plötuum- slaginu eru líkleg til að auka sölu plötunnar að miklum mun. Þar koma manni í hug nöfn eins og Rita Coolidge (sem varð fræg fyrir að vera vinkona), Calvin Samuels, Dallas Taylor, Greg Reeves, Buzz Linhart og fleiri. En það er skiljanlegt að lista- menn vilji senda frá sér eigin plötur, upp á eigin spýtur. Þeir hafa oft á tilfinningunni að þeir séu að kafna innan um sam- starfsmenn sína og sú hugmynd læðist að þeim, að þeir séu ekki lengur menn, heldur maskínur eða maskínubrot. — Með því að gefa út plötu sem stendur einfaldlega á „David Crosby“, „Jón Jónsson" eða eitthvað, fá þessir sömu lista- menn á tilfinninguna — og það skeður í raun og veru — að þeir eru einstaklingar sem skipta máli og geta áorkað ein- hverju. Og víst er, að það eru ekki einungis rokkarar og lista- menn sem finnst þeir vera að týnast í fólksfjöldanum, heldur ég og þú líka. Og einhvers stað- ar inn í þessa mynd kemiir „mengun sálarinnar“, sem Er- lingur Björnsson talaði um í viðtali við VIKUNA ekki alls fyrir löngu. En þetta var útúrdúr. Peter, Paul & Mary eru hætt að starfa saman, og Mary Travers sendi nýlega frá sér sína fyrstu sóló- plötu .„Follow Me“. Samstarfi þeirra lauk snemma sl. vor og 35.TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.