Vikan


Vikan - 02.09.1971, Blaðsíða 21

Vikan - 02.09.1971, Blaðsíða 21
Hann fyllti hana ruddalega og háttbundið orku sinni og veldi. Hún lauk upp augunum og horfði í augu gul og glóandi, fann brennisteinsþef og rakan andardrátt við munn sér, heyrði lostastunur og andar- drátt áhorfenda. FRAMHALDSSAGA EFTIR IRA LEVIN ÞRIÐJI HLUTI framtíð að ég hef ekki hugsað um þína. Við skulum eignast barn. Við skulum eignast þrjú, þó ekki nema eitt í einu. Hún leit á hann. Barn, sagði hann. — Þú veizt gú, gú, gú? Bleiur? Daa, | daa? — Er þér alvara? spurði hún. — Það held ég nú, sagði hann. — Ég hef meira að segja reiknað út bezta augnablikið til að byrja. Á mánudag og þriðjudag. Rauðan hring í daga- talið, ef ég má ráða. — Er þér virkilega alvara, Guy? spurði hún með tár í augum. - Það er alveg víst að mér er alvara. Góða Rosemary, gráttu ekki í hamingju bæn- um. Ég verð óskaplega miður mín ef þú grætur, svo góða bezta hættu því strax! — Gott og vel, sagði hún. — Ég skal ekki gráta. Ég varð alveg rósóður, sýnist þér það ekki? sagði hann og litaðist um, ljómandi af ánægju. — Það er líka fullt af þeim í svefnherberginu. Hún fór upp á efri Broad- way til að kaupa sverðfisks- steik og allt til Lexington Ave- nue til að fá ost, ekki vegna þess að ekki væri hægt að fá þetta nær, heldur einfaldlega vegna þess að á þessum bláa morgni vildi hún vera alls stað- ar í borginni, ganga þar um rösklega í kápunni laushnepptri og flögrandi, seiða til sín augna- ráð af því að hún var falleg og afla sér virðingar spunastuttra afgreiðslustúlkna með því að sýna nákvæmni og vöruþekk- ingu í pöntunum. Þetta var mánudaginn fjórða október, daginn sem páfinn kom til borg- arinnar, og sá atburður gerði fólk opinskárra og skrafhreif- ara en það var annars. Hversu dásamlegt, hugsaði Rosemary, aff öll borgin skuli vera ham- ingjusöm þegar ég er þaff. Síðdegis fylgdist hún með ferð páfans í sjónvarpinu og heyrði hann tala hjá Samein- uðu þjóðunum. Aldrei aftur stríð, sagði hann, og myndu orð hans ekki duga til að halda aftur af jafnvel harðsnúnustu stjórnmálaleiðtogum? Síminn hringdi hálffimm, þegar hún var að dúka borðið fyrir fram- an arininn. Það var Margaret, sem var sú eldri af systrum hennar. Þeim hafði aldrei komið mjög vel saman. — Hvernig líður þér, Rose- mary? spurði Margaret. — Prýðilega. Er allt eins og það á að vera? spurði Rose- mary. Hefur nokkur dáið? hugsaði hún. —- Já, það líður öllum vel, en í allap dag hefur sótt að mér svo undarleg tilfinning, Rosemary. Mér hefur endilega fundizt að eitthvað væri að koma fyrir þig. Slys eða eitt- hvað svoleiðis. Eða að þú vær- ir veik og lægir á sjúkrahúsi. —- Nei, það geri ég ekki, sagði Rosemary og hló. — Mér líður stórkostlega. Hvernig hafa börnin það? — Eins og venjulega. Þau hafa sínar skrámur, en að öðru leyti er ekkert að þeim. Ég er með eitt í viðbót á leiðinni. — Jæja, en dásamlegt. Hve- nær kemur það? Viff eigum eitt á leiffinni líka. 35. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.