Vikan

Tölublað

Vikan - 18.04.1973, Blaðsíða 7

Vikan - 18.04.1973, Blaðsíða 7
! MIG DREYMDI ; KUÐUNGUR OG BLÓM Kæri draumráðandi! Mig dreymdi svo einkennilegan draum, mér fannst ég vera á gangi niðri í fjöru, það var mjög mikið útfall svo ég gekk á þurru, sem mér fannst ekki vera sandur, heldur dökkgrænn mosi. Ég lít svo suður eftir fjörum og þar upþi á sjávarkambinum finnst mér ég sjá stóran kuðung og upp úr honum eru svo óskaplega falleg blóm að ég hef varla séð þau fallegri, en svona langt frá líktist þetta mest lík- i kistu með blómakransi á lokinu. Ég fer að skoða þessi yndislegu blóm og hugsa með mér að ég megi til með að j koma þessu heim, næ í manninn minn til þess og mér fannst i við setja þetta út í glugga, og ég dreg þykk gluggatjöld fyrir. Um morguninn kemur dóttir mín og ég ætla að sýna henni blómin, en þegar ég dreg frá glugganum er allt horf- ið nema pínulítill kuðungur, og við það vaknaði ég. Með fyrirfram þökk. Obba. Þessi draumur bendir til þess að ýmislegt geti verið í vændum fyrir þig, bæði gott og slæmt. Vera kann að þú eða einhver þér nákominn kæmist í alvarlega lífshættu bráðlega, af völdum slysa eða veikinda, en líklega fer það allt betur en á horfist i fyrstu. Samfara þessu ættir þú eða fjölskyldan yfirleitt að geta gert sér vonir um mikla ham- ingju í ástum og einkalífi. Fjárhagslegum ávinning geturðu búizt við og honum talsverðum, en líklega verður hann heldur endasleppur. SVAR TIL LUNDUNABUA Þú getur átt von á miklum hugaræsingl og talsverðum erfiðleikum, en annars er trúlegast að draumarnir séu að mestu endurómur hugarangurs þíns vegna gremju vinar þíns. ELDUR OG SKlRN Kæri draumráðandi! Viltu vera svo vænn að ráða þessa drauma fyrir mig ef þú getur. Sá fyrsti er svOna: Mér fannst ég labba með vini mínum upp á háan hól. Þegar við komum upp á hólinn varð mér litið niður hin- um megin, sá ég þá víðan og breiðan dal með nokkrum húsum, sem stóðu í björtu báli. Mikil læti voru í eldinum og ógerningur að slökkva hann. Var þarna mikill og grár reykur. Okkur fannst svo hræðilegt að sjá þetta að við fórum niður af hólnum aftur. Þannig endaði þessi draumur. Seinni draumurinn er svona: Mér fannst ég vera heima í stofu, það átti að fara að skíra systur mína, sem mér fannst vera nokkurra mánaða. Mamma var búin að færa hana í hvítan blúndukjól, en þá fannst mér tilvalið að nota skírnarkjól sem ég á. Ég sótti hann inn í skáp og klæddi systur mína í hann. Svo var farið að skíra, pabbi hélt á henni undir skírn og við systk- inin sungum sálma. Ég heyrði ekki hvað hún átti að heita. Þegar búið var að skíra. tók ég mynd af mömmu og systur minni. Svo tók ég systur mína og klæddi hana úr skírnar- kjólnum og lagði hana síðan upp í rúm, og þar með endaði draumurinn. Að lokum sendi ég Vikunni beztu kveðjur. Ein í sveitasælunni. Það boðar sjaldnast neitt gott að dreyma eld, og fyrri draumurinn gæti vel verið berdreymi, það er að segja fyrir meiriháttar eldsvoða. Að verða áhorfandi að skírn er líka yfirleitt miður góður draumur. Hann gæti boðað að ein- hver legði þungan hug á þig og reyndi að valda þér óþæg- indum eða tjóni með einhverju móti. Hann virðist einnig benda á umhyggju þína fyrir systur þinni og tryggð við hana. STUNGUM FRÆNKUNA MEÐ HNÍF Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Hann var á þessa leið: Mér fannst að ég og vinkona mín værum í einhverju húsi hérna uppi í heiðinni fyrir ofan þorpið, sem við eig- um heima í (það eru engin hús þar). Mér fannst það helzt vera skóli. Við sáum ekkert fólk þar, svo við gengum eftir ganginum og kom þá frænka vinkonu minnar á móti okkur og fannst mér við stinga hana með hníf. Við hlupum í burtu og stoppuðum við hús frænku minnar. Vinkona mín fór þar inn en ég beið úti (mér fannst ég ekkert þekkja frænku mína). Við vorum þar stutta stund og horfðum á skólann og voru þá löggur komnar þar. Við fórum þá heim til okkar. Nokkru seinna hitti ég frænda minn. Hann á heima í sama húsi og stelpan sem við stungum. Hann sagði mér að stelpan væri dáin og væri heima hjá sér í hvítum kjól með blóm. Mamma hans hafði séð hana og sagt hon- um þetta. Þá vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. H.M.S. Þið vinkona þín getið átt von á versnandi heilsufari um skeið, allavega sú ykkar, sem í draumnum stakk frænku vinkonunnar. Móðir frænda þíns gæti einnig átt von á einhverjum skakkaföllum, helzt efnahagslegs eðlis. SÍÐAN LÆDDUMST VIÐ Kæri draumráðandi! Ég ætla að segja þér frá stuttum draumi, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Ég hef mikið hugsað um hann og hvort hann táknaði eitthvað. Ég var að ganga upp brekku eftir sléttum og þurrum vegi. Landslagið í kring var allt þurrt og klettótt, mikill hiti og ekki ský á himni. Á veginum hitti ég nokkra af bekkjarfélögum mínum núverandi. Eftir því sem við kom- um ofar í brekkuna, skildust fleiri og fleiri við mig og sá síðasti virtist leiða mig upp á brekkubrúnina. Þar stóð stúlka, sem ég er ástfanginn af. Síðan skildumst við bekkj- arfélaginn og ég gekk í áttina til stúlkunnar. Þar tókumst við i hendur og kysstumst. Síðan leiddumst við niður brekkuna hinum megin. Þar var landslagið öllu lífvæn- legra, landið þúfótt óg hrjóstrugt, loftslagið miklu þægi- legra og ský, sem bentu til rakara lofts, á víð og dreif um allan himininn. Þar var mikill gróður og plöntur með ávöxtum voru nokkuð þéttar svo langt sem augað eygði. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Hvernig fara fiskar (piltur) og vogin (stúlka) saman? Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. ,.Jarðfræðingur“. Tarna var nokkuð sniðugur draumur og einhver myndi segja að hann bæri vott um áhrif frá Guðdómlegu kóme- diunni hans Dantes eða Satyricon Fellinis. Svo er helzt að sjá að þú hafir fengið þarna táknræna nivnd af lífshlaupi þínu. Fyrst í stað verður þér það nokkuð erfitt og allþreyt- andi, þó stóráfallalaust. Tryggð kunningjanna reynist enda- slepp, en einn þeirra að minnsta kosti stendur þó með þér þegar mest á riður. Svo náið þið stúlkan þín saman — og eftir það er ekki annað að sjá en allt verði í lukkunnar velstandi. Skriftin er skýr og bendir á dugnað og reglusemi, en kannski hættir þér dálitið til að flýta þér einum um of. Fiskstrákur og vogarstelpa eiga það oft mjög ánægjulegt saman, en skilja hvort annað þó sjaldnast til fullnustu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.